Jón Arnór: Ekki nóg að taka bara tvær æfingar fyrir stórmót Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. ágúst 2017 16:14 „Við vissum að þetta yrði gríðarlega erfitt verkefni fyrir okkur. Við spiluðum vel í einum leikhluta en það er ekki nóg gegn jafn sterku liði og Grikkjum,“ sagði Jón Arnór Stefánsson eftir tapið gegn Grikklandi á EM í körfubolta í dag. Hann ræddi við Arnar Björnsson stuttu eftir leik. „En það er bara áfram gakk. Við þurfum að halda áfram með jákvæði að vopni, bjartsýni og baráttu. Við munum gera það.“ Hann segir að það séu góðir leikmenn í gríska liðinu en að strákarnir í íslenska liðinu hafi verið of mistækir í dag. „Við töpuðum boltanum oft klaufalega og hann virtist einfaldlega sleipur og asnalegur, þó svo að það sé engin afsökun.“ „En ég er samt ánægður með baráttuna í liðinu. Við gerðum okkar besta og getum tekið það úr leiknum í dag.“ Jón Arnór hrósaði stuðningssmönnum íslenska liðsins en viðurkennir að hafa ekki gefið þeim nógu mikið til að gleðjast yfir. „Við þurfum að taka það á okkur að skemmta þessum áhorfendum og sýna þeim betri tilþrif og meiri baráttu. Þá fylgir annað með og eitthvað fallegt gerist,“ sagði hann. Ísland mætir Póllandi á laugardag og segir Jón Arnór að Pólverjar séu með sterkt lið, þó svo að það sé ekki jafn sterkt og það gríska. „Við förum í þann leik af fullum krafti og nú geta menn komið afslappaðir í næsta leik. Hitta betur, fækka mistökum og halda áfram.“ Hann segist ánægður með að spila jafn margar mínútur og hann gerði í dag. Því hafi hann ekki reiknað með fyrirfram enda lítið spilað í sumar. „Það var sérstaklega gott að geta spilað svo mikið án þess að stífna í náranum. Það vantar samt aðeins upp á hjá mér enda ekki nóg að taka bara tvær æfingar fyrir stórmót.“ EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Grikkland 61-90 | Erfitt tap í fyrsta leik Frábær annar leikhluti var ekki nóg gegn sterku liði Grikklands í fyrsta leik Íslands á EM í körfubolta. 31. ágúst 2017 15:30 Hlynur: Það er enginn að fara að hoppa út um gluggann á hótelinu í kvöld Baráttujaxlinn Hlynur Elías Bæringsson var að vonum ekki nógu ánægður með leik íslenska liðsins gegn Grikkjum í dag en vildi þó einblína á það jákvæða eftir leik. 31. ágúst 2017 16:13 Pavel: Þurfum að vera ákveðnir og skora meira Pavel Ermolinskij segir að íslenska liðið þurfi að gera meira af því að láta andstæðingnum líða illa inni á vellinum. 31. ágúst 2017 15:58 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Fleiri fréttir Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Sjá meira
„Við vissum að þetta yrði gríðarlega erfitt verkefni fyrir okkur. Við spiluðum vel í einum leikhluta en það er ekki nóg gegn jafn sterku liði og Grikkjum,“ sagði Jón Arnór Stefánsson eftir tapið gegn Grikklandi á EM í körfubolta í dag. Hann ræddi við Arnar Björnsson stuttu eftir leik. „En það er bara áfram gakk. Við þurfum að halda áfram með jákvæði að vopni, bjartsýni og baráttu. Við munum gera það.“ Hann segir að það séu góðir leikmenn í gríska liðinu en að strákarnir í íslenska liðinu hafi verið of mistækir í dag. „Við töpuðum boltanum oft klaufalega og hann virtist einfaldlega sleipur og asnalegur, þó svo að það sé engin afsökun.“ „En ég er samt ánægður með baráttuna í liðinu. Við gerðum okkar besta og getum tekið það úr leiknum í dag.“ Jón Arnór hrósaði stuðningssmönnum íslenska liðsins en viðurkennir að hafa ekki gefið þeim nógu mikið til að gleðjast yfir. „Við þurfum að taka það á okkur að skemmta þessum áhorfendum og sýna þeim betri tilþrif og meiri baráttu. Þá fylgir annað með og eitthvað fallegt gerist,“ sagði hann. Ísland mætir Póllandi á laugardag og segir Jón Arnór að Pólverjar séu með sterkt lið, þó svo að það sé ekki jafn sterkt og það gríska. „Við förum í þann leik af fullum krafti og nú geta menn komið afslappaðir í næsta leik. Hitta betur, fækka mistökum og halda áfram.“ Hann segist ánægður með að spila jafn margar mínútur og hann gerði í dag. Því hafi hann ekki reiknað með fyrirfram enda lítið spilað í sumar. „Það var sérstaklega gott að geta spilað svo mikið án þess að stífna í náranum. Það vantar samt aðeins upp á hjá mér enda ekki nóg að taka bara tvær æfingar fyrir stórmót.“
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Grikkland 61-90 | Erfitt tap í fyrsta leik Frábær annar leikhluti var ekki nóg gegn sterku liði Grikklands í fyrsta leik Íslands á EM í körfubolta. 31. ágúst 2017 15:30 Hlynur: Það er enginn að fara að hoppa út um gluggann á hótelinu í kvöld Baráttujaxlinn Hlynur Elías Bæringsson var að vonum ekki nógu ánægður með leik íslenska liðsins gegn Grikkjum í dag en vildi þó einblína á það jákvæða eftir leik. 31. ágúst 2017 16:13 Pavel: Þurfum að vera ákveðnir og skora meira Pavel Ermolinskij segir að íslenska liðið þurfi að gera meira af því að láta andstæðingnum líða illa inni á vellinum. 31. ágúst 2017 15:58 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Fleiri fréttir Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Grikkland 61-90 | Erfitt tap í fyrsta leik Frábær annar leikhluti var ekki nóg gegn sterku liði Grikklands í fyrsta leik Íslands á EM í körfubolta. 31. ágúst 2017 15:30
Hlynur: Það er enginn að fara að hoppa út um gluggann á hótelinu í kvöld Baráttujaxlinn Hlynur Elías Bæringsson var að vonum ekki nógu ánægður með leik íslenska liðsins gegn Grikkjum í dag en vildi þó einblína á það jákvæða eftir leik. 31. ágúst 2017 16:13
Pavel: Þurfum að vera ákveðnir og skora meira Pavel Ermolinskij segir að íslenska liðið þurfi að gera meira af því að láta andstæðingnum líða illa inni á vellinum. 31. ágúst 2017 15:58