Valdabarátta um Sports Direct í Kópavogi leiðir til málsóknar Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2017 13:27 Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson segir að málið snúist um ágrening um verðmat. Viðskiptavinir ættu ekki að þurfa að hafa áhyggjur af afdrifum Sports Direct í Kópavogi. Mike Ashley, sem meðal annars á knattspyrnufélagið Newcastle United og íþróttavörukeðjuna Sports Direct, hefur stefnt Sigurði Pálma Sigurbjörnssyni framkvæmdastjóra Sports Direct á Íslandi, og eiginkonu hans. Fram kemur í grein Sunday Times að stefnan tengist valdabaráttu um eignarhaldið á íþróttavöruversluninni á Íslandi, sem og meint samningsbrot. Sigurður Pálmi og fjölskylda hans eiga um 60% í Sports Direct á Íslandi á móti 40% hlut íþróttakeðjunnar undir stjórn Mikes Ashley. Verslunin er sögð í Sunday Times vera ábatasamasta útibúið í gjörvallri Sports Direct-keðjunni og selji vörur fyrir um 1360 milljónir árlega. Ashley lagði fram tilboð á dögunum í hlut Sigurðar Pálma og fjölskyldu í versluninni og er hann sagður hafa boðið um 12 milljónir króna fyrir hlutinn. Í umfjöllun blaðsins er tilboð Ashley sagt „svívirðilegt“ enda sé verslunin meti á tæpan tvo og hálfan milljarð. Því væri nær lagi að greiða fjölskyldunni 1.32 milljarða fyrir 60% hlutinn þeirra.Business as usualÍ samtali við Vísi segir Sigurður Pálmi geta lítið tjáð sig um málið að svo stöddu. Það snúist einfaldlega um ágreining um verðmat og málið muni nú fara sína leið í kerfinu. Allt gangi sinn vanagang í rekstri Sports Direct á Íslandi og ekki er fyrirséð að neinar breytingar verði á því á næstunni. „Business as usual,“ eins og Sigurður orðar það. Fram kemur í grein Sunday Times að Mike Ashley hafi einnig í hyggju að stefna félögunum Guru Invest og Rhapsody Investments sem bæði eru í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, móður Sigurðar, en rétt er að taka fram að hún er forstjóri og stærsti eigandi 365 miðla, útgefanda Vísis. Síðarnefnda fyrirtækið fer með eignarhlut fjölskyldunnar í Sports Direct á Íslandi. Hún og eiginmaður hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson, eru í blaðinu sögð vera náin fyrrverandi bankamanni að nafni Jeff Blue sem lent hefur upp á kant við Mike Ashley. Þannig tapaði hann á dögunum dómsmáli gegn Ashley vegna samnings um bónusgreiðslur, sem sagður er hafa verið handsalaður á bar. Þá er Blue sagður hafa unnið fyrir Baug og komið að opnum Sports Direct á Ísland árið 2012. Blue átti sjálfur 15% hlut í íslenska útibúi Sports Direct en var sannfærður um selja hlut sinn á kostnaðarverði til Mike Ashley í skiptum fyrir fjármálastjórastöðu í fyrirtækinu. Ekkert varð úr þeirri ráðningu og hætti hann afskiptum af fyrirtækinu árið 2015 eftir að hafa lent upp á kant við Ashley. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Mike Ashley, sem meðal annars á knattspyrnufélagið Newcastle United og íþróttavörukeðjuna Sports Direct, hefur stefnt Sigurði Pálma Sigurbjörnssyni framkvæmdastjóra Sports Direct á Íslandi, og eiginkonu hans. Fram kemur í grein Sunday Times að stefnan tengist valdabaráttu um eignarhaldið á íþróttavöruversluninni á Íslandi, sem og meint samningsbrot. Sigurður Pálmi og fjölskylda hans eiga um 60% í Sports Direct á Íslandi á móti 40% hlut íþróttakeðjunnar undir stjórn Mikes Ashley. Verslunin er sögð í Sunday Times vera ábatasamasta útibúið í gjörvallri Sports Direct-keðjunni og selji vörur fyrir um 1360 milljónir árlega. Ashley lagði fram tilboð á dögunum í hlut Sigurðar Pálma og fjölskyldu í versluninni og er hann sagður hafa boðið um 12 milljónir króna fyrir hlutinn. Í umfjöllun blaðsins er tilboð Ashley sagt „svívirðilegt“ enda sé verslunin meti á tæpan tvo og hálfan milljarð. Því væri nær lagi að greiða fjölskyldunni 1.32 milljarða fyrir 60% hlutinn þeirra.Business as usualÍ samtali við Vísi segir Sigurður Pálmi geta lítið tjáð sig um málið að svo stöddu. Það snúist einfaldlega um ágreining um verðmat og málið muni nú fara sína leið í kerfinu. Allt gangi sinn vanagang í rekstri Sports Direct á Íslandi og ekki er fyrirséð að neinar breytingar verði á því á næstunni. „Business as usual,“ eins og Sigurður orðar það. Fram kemur í grein Sunday Times að Mike Ashley hafi einnig í hyggju að stefna félögunum Guru Invest og Rhapsody Investments sem bæði eru í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, móður Sigurðar, en rétt er að taka fram að hún er forstjóri og stærsti eigandi 365 miðla, útgefanda Vísis. Síðarnefnda fyrirtækið fer með eignarhlut fjölskyldunnar í Sports Direct á Íslandi. Hún og eiginmaður hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson, eru í blaðinu sögð vera náin fyrrverandi bankamanni að nafni Jeff Blue sem lent hefur upp á kant við Mike Ashley. Þannig tapaði hann á dögunum dómsmáli gegn Ashley vegna samnings um bónusgreiðslur, sem sagður er hafa verið handsalaður á bar. Þá er Blue sagður hafa unnið fyrir Baug og komið að opnum Sports Direct á Ísland árið 2012. Blue átti sjálfur 15% hlut í íslenska útibúi Sports Direct en var sannfærður um selja hlut sinn á kostnaðarverði til Mike Ashley í skiptum fyrir fjármálastjórastöðu í fyrirtækinu. Ekkert varð úr þeirri ráðningu og hætti hann afskiptum af fyrirtækinu árið 2015 eftir að hafa lent upp á kant við Ashley.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira