Valdabarátta um Sports Direct í Kópavogi leiðir til málsóknar Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2017 13:27 Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson segir að málið snúist um ágrening um verðmat. Viðskiptavinir ættu ekki að þurfa að hafa áhyggjur af afdrifum Sports Direct í Kópavogi. Mike Ashley, sem meðal annars á knattspyrnufélagið Newcastle United og íþróttavörukeðjuna Sports Direct, hefur stefnt Sigurði Pálma Sigurbjörnssyni framkvæmdastjóra Sports Direct á Íslandi, og eiginkonu hans. Fram kemur í grein Sunday Times að stefnan tengist valdabaráttu um eignarhaldið á íþróttavöruversluninni á Íslandi, sem og meint samningsbrot. Sigurður Pálmi og fjölskylda hans eiga um 60% í Sports Direct á Íslandi á móti 40% hlut íþróttakeðjunnar undir stjórn Mikes Ashley. Verslunin er sögð í Sunday Times vera ábatasamasta útibúið í gjörvallri Sports Direct-keðjunni og selji vörur fyrir um 1360 milljónir árlega. Ashley lagði fram tilboð á dögunum í hlut Sigurðar Pálma og fjölskyldu í versluninni og er hann sagður hafa boðið um 12 milljónir króna fyrir hlutinn. Í umfjöllun blaðsins er tilboð Ashley sagt „svívirðilegt“ enda sé verslunin meti á tæpan tvo og hálfan milljarð. Því væri nær lagi að greiða fjölskyldunni 1.32 milljarða fyrir 60% hlutinn þeirra.Business as usualÍ samtali við Vísi segir Sigurður Pálmi geta lítið tjáð sig um málið að svo stöddu. Það snúist einfaldlega um ágreining um verðmat og málið muni nú fara sína leið í kerfinu. Allt gangi sinn vanagang í rekstri Sports Direct á Íslandi og ekki er fyrirséð að neinar breytingar verði á því á næstunni. „Business as usual,“ eins og Sigurður orðar það. Fram kemur í grein Sunday Times að Mike Ashley hafi einnig í hyggju að stefna félögunum Guru Invest og Rhapsody Investments sem bæði eru í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, móður Sigurðar, en rétt er að taka fram að hún er forstjóri og stærsti eigandi 365 miðla, útgefanda Vísis. Síðarnefnda fyrirtækið fer með eignarhlut fjölskyldunnar í Sports Direct á Íslandi. Hún og eiginmaður hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson, eru í blaðinu sögð vera náin fyrrverandi bankamanni að nafni Jeff Blue sem lent hefur upp á kant við Mike Ashley. Þannig tapaði hann á dögunum dómsmáli gegn Ashley vegna samnings um bónusgreiðslur, sem sagður er hafa verið handsalaður á bar. Þá er Blue sagður hafa unnið fyrir Baug og komið að opnum Sports Direct á Ísland árið 2012. Blue átti sjálfur 15% hlut í íslenska útibúi Sports Direct en var sannfærður um selja hlut sinn á kostnaðarverði til Mike Ashley í skiptum fyrir fjármálastjórastöðu í fyrirtækinu. Ekkert varð úr þeirri ráðningu og hætti hann afskiptum af fyrirtækinu árið 2015 eftir að hafa lent upp á kant við Ashley. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Mike Ashley, sem meðal annars á knattspyrnufélagið Newcastle United og íþróttavörukeðjuna Sports Direct, hefur stefnt Sigurði Pálma Sigurbjörnssyni framkvæmdastjóra Sports Direct á Íslandi, og eiginkonu hans. Fram kemur í grein Sunday Times að stefnan tengist valdabaráttu um eignarhaldið á íþróttavöruversluninni á Íslandi, sem og meint samningsbrot. Sigurður Pálmi og fjölskylda hans eiga um 60% í Sports Direct á Íslandi á móti 40% hlut íþróttakeðjunnar undir stjórn Mikes Ashley. Verslunin er sögð í Sunday Times vera ábatasamasta útibúið í gjörvallri Sports Direct-keðjunni og selji vörur fyrir um 1360 milljónir árlega. Ashley lagði fram tilboð á dögunum í hlut Sigurðar Pálma og fjölskyldu í versluninni og er hann sagður hafa boðið um 12 milljónir króna fyrir hlutinn. Í umfjöllun blaðsins er tilboð Ashley sagt „svívirðilegt“ enda sé verslunin meti á tæpan tvo og hálfan milljarð. Því væri nær lagi að greiða fjölskyldunni 1.32 milljarða fyrir 60% hlutinn þeirra.Business as usualÍ samtali við Vísi segir Sigurður Pálmi geta lítið tjáð sig um málið að svo stöddu. Það snúist einfaldlega um ágreining um verðmat og málið muni nú fara sína leið í kerfinu. Allt gangi sinn vanagang í rekstri Sports Direct á Íslandi og ekki er fyrirséð að neinar breytingar verði á því á næstunni. „Business as usual,“ eins og Sigurður orðar það. Fram kemur í grein Sunday Times að Mike Ashley hafi einnig í hyggju að stefna félögunum Guru Invest og Rhapsody Investments sem bæði eru í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, móður Sigurðar, en rétt er að taka fram að hún er forstjóri og stærsti eigandi 365 miðla, útgefanda Vísis. Síðarnefnda fyrirtækið fer með eignarhlut fjölskyldunnar í Sports Direct á Íslandi. Hún og eiginmaður hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson, eru í blaðinu sögð vera náin fyrrverandi bankamanni að nafni Jeff Blue sem lent hefur upp á kant við Mike Ashley. Þannig tapaði hann á dögunum dómsmáli gegn Ashley vegna samnings um bónusgreiðslur, sem sagður er hafa verið handsalaður á bar. Þá er Blue sagður hafa unnið fyrir Baug og komið að opnum Sports Direct á Ísland árið 2012. Blue átti sjálfur 15% hlut í íslenska útibúi Sports Direct en var sannfærður um selja hlut sinn á kostnaðarverði til Mike Ashley í skiptum fyrir fjármálastjórastöðu í fyrirtækinu. Ekkert varð úr þeirri ráðningu og hætti hann afskiptum af fyrirtækinu árið 2015 eftir að hafa lent upp á kant við Ashley.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent