Viðskipti innlent

Yngvi til HS Orku

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Yngvi er með M.Sc gráðu frá Stellenbosch University í Suður-Afríku
Yngvi er með M.Sc gráðu frá Stellenbosch University í Suður-Afríku HS ORKA
Yngvi Guðmundsson vélaverkfræðingur hefur verið ráðinn til starfa sem verkfræðingur í tækniþjónustu HS Orku. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að helstu verkefni hans verði verkefnastjórnun við nýframkvæmdir, endurbætur og viðhaldsverkefni í orkuverum og þróun nýrrar tækni á sviði jarðvarma.

„Yngvi hefur víðtæka reynslu af hönnun og undirbúningi virkjanaframkvæmda. Sérsvið hans eru vélbúnaður, varma- og straumfræði. Hann hefur unnið hjá Verkís undanfarin ár, auk þess að kenna í meistaranámi í HÍ og Jarðhitaskóla,“ segir í tilkynningunni.

Þar er jafnframt reifað að Yngvi er með B.Sc gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc frá Stellenbosch University í Suður-Afríku. Yngvi er fæddur. 8. ágúst 1984, hann er giftur Sigrúnu Melax og eiga þau þrjár dætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×