Svipmynd Markaðarins: Fílar íslenskt rapp í botn Haraldur Guðmundsson skrifar 26. ágúst 2017 10:30 Kristín Erla Jóhannsdóttir, forstöðumaður Eignastýringar - þjónustu, hjá Mörkuðum Landsbankans Kristín Erla Jóhannsdóttir er forstöðumaður Eignastýringar - þjónustu, hjá Mörkuðum Landsbankans, en hún hefur starfað hjá bankanum frá árinu 2014. Áður var hún hjá Kaupþingi og Arion banka, meðal annars á fjármálasviði, í fjárstýringu, eigin viðskiptum og markaðsviðskiptum. Kristín er með BS-gráðu í viðskiptafræði, hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Eflaust þessi gríðarlegu áhrif sem Costco hefur haft. Maður finnur vel fyrir því hvað vöruverð hefur lækkað. Þá hafa erlendir birgjar lækkað verð sín til íslenskra verslana út af hinni nýtilkomnu samkeppni. Þar með aukast lífsgæði okkar allra.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Facebook mest en hef verið að færa mig upp á skaftið á Snapchat undanfarið. Síðan byrjaði ég að nota Endomondo-hlaupaforritið fyrir nokkrum dögum. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Ég nýt þess að vera með fjölskyldu minni, eiginmanni og tveimur börnum. Við skötuhjúin erum miklir matgæðingar og elskum að prófa okkur áfram með nýjar uppskriftir. Vinir og vandamenn eru yfirleitt notaðir sem tilraunadýr í matarboðum. Ég hef afar gaman af því að ferðast og ætli Spánn sé ekki í efsta sæti, ásamt Ítalíu. Ég bjó á Spáni í eitt ár og elska landið og menninguna. Þá hef ég mjög gaman af laxveiði og hef verið að fikra mig áfram í golfinu.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég verð að viðurkenna að ég er ekki í mínu besta formi í dag. Maður bætti á sig í barneignum en nú finn ég sterka löngun til að koma mér aftur í gott form. Ég hef verið að mæta í danstíma, zumba og tabata-tíma í World Class hjá systur minni, Indíönu Nönnu. Slíkir tímar henta mér afar vel. Inn á milli skelli ég mér út að skokka en þá er afar mikilvægt að vera með góða tónlist í eyrunum.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta á flest og reyni að fylgjast með hvað er vinsælast. Madonna hefur alltaf verið mitt uppáhald, auk þess sem ég er með veikan blett fyrir 80’s tónlist. Síðan hlusta börnin mín mikið á íslenskt rapp. Ég hélt að það væri ekki minn tebolli en ég er farin að fíla það í botn!Ertu í þínu draumastarfi? Algjörlega. Ég hef alla tíð verið námshestur, metnaðargjörn og með mikið keppnisskap. Við þetta bætist að ég er mikil félagsvera. Þessir eiginleikar henta minni vinnu vel því þar blandast saman áhuginn á fræðunum og félagslegi þátturinn. Ég hef starfað lengi í bankageiranum og með tímanum jókst áhugi minn á stjórnun. Starf mitt sem forstöðumaður hjá Eignastýringu í Landsbankanum er svo sannarlega draumastarf og ég hlakka til á hverjum morgni að mæta í vinnuna. Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Kristín Erla Jóhannsdóttir er forstöðumaður Eignastýringar - þjónustu, hjá Mörkuðum Landsbankans, en hún hefur starfað hjá bankanum frá árinu 2014. Áður var hún hjá Kaupþingi og Arion banka, meðal annars á fjármálasviði, í fjárstýringu, eigin viðskiptum og markaðsviðskiptum. Kristín er með BS-gráðu í viðskiptafræði, hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Eflaust þessi gríðarlegu áhrif sem Costco hefur haft. Maður finnur vel fyrir því hvað vöruverð hefur lækkað. Þá hafa erlendir birgjar lækkað verð sín til íslenskra verslana út af hinni nýtilkomnu samkeppni. Þar með aukast lífsgæði okkar allra.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Facebook mest en hef verið að færa mig upp á skaftið á Snapchat undanfarið. Síðan byrjaði ég að nota Endomondo-hlaupaforritið fyrir nokkrum dögum. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Ég nýt þess að vera með fjölskyldu minni, eiginmanni og tveimur börnum. Við skötuhjúin erum miklir matgæðingar og elskum að prófa okkur áfram með nýjar uppskriftir. Vinir og vandamenn eru yfirleitt notaðir sem tilraunadýr í matarboðum. Ég hef afar gaman af því að ferðast og ætli Spánn sé ekki í efsta sæti, ásamt Ítalíu. Ég bjó á Spáni í eitt ár og elska landið og menninguna. Þá hef ég mjög gaman af laxveiði og hef verið að fikra mig áfram í golfinu.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég verð að viðurkenna að ég er ekki í mínu besta formi í dag. Maður bætti á sig í barneignum en nú finn ég sterka löngun til að koma mér aftur í gott form. Ég hef verið að mæta í danstíma, zumba og tabata-tíma í World Class hjá systur minni, Indíönu Nönnu. Slíkir tímar henta mér afar vel. Inn á milli skelli ég mér út að skokka en þá er afar mikilvægt að vera með góða tónlist í eyrunum.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta á flest og reyni að fylgjast með hvað er vinsælast. Madonna hefur alltaf verið mitt uppáhald, auk þess sem ég er með veikan blett fyrir 80’s tónlist. Síðan hlusta börnin mín mikið á íslenskt rapp. Ég hélt að það væri ekki minn tebolli en ég er farin að fíla það í botn!Ertu í þínu draumastarfi? Algjörlega. Ég hef alla tíð verið námshestur, metnaðargjörn og með mikið keppnisskap. Við þetta bætist að ég er mikil félagsvera. Þessir eiginleikar henta minni vinnu vel því þar blandast saman áhuginn á fræðunum og félagslegi þátturinn. Ég hef starfað lengi í bankageiranum og með tímanum jókst áhugi minn á stjórnun. Starf mitt sem forstöðumaður hjá Eignastýringu í Landsbankanum er svo sannarlega draumastarf og ég hlakka til á hverjum morgni að mæta í vinnuna.
Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira