Svipmynd Markaðarins: Fílar íslenskt rapp í botn Haraldur Guðmundsson skrifar 26. ágúst 2017 10:30 Kristín Erla Jóhannsdóttir, forstöðumaður Eignastýringar - þjónustu, hjá Mörkuðum Landsbankans Kristín Erla Jóhannsdóttir er forstöðumaður Eignastýringar - þjónustu, hjá Mörkuðum Landsbankans, en hún hefur starfað hjá bankanum frá árinu 2014. Áður var hún hjá Kaupþingi og Arion banka, meðal annars á fjármálasviði, í fjárstýringu, eigin viðskiptum og markaðsviðskiptum. Kristín er með BS-gráðu í viðskiptafræði, hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Eflaust þessi gríðarlegu áhrif sem Costco hefur haft. Maður finnur vel fyrir því hvað vöruverð hefur lækkað. Þá hafa erlendir birgjar lækkað verð sín til íslenskra verslana út af hinni nýtilkomnu samkeppni. Þar með aukast lífsgæði okkar allra.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Facebook mest en hef verið að færa mig upp á skaftið á Snapchat undanfarið. Síðan byrjaði ég að nota Endomondo-hlaupaforritið fyrir nokkrum dögum. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Ég nýt þess að vera með fjölskyldu minni, eiginmanni og tveimur börnum. Við skötuhjúin erum miklir matgæðingar og elskum að prófa okkur áfram með nýjar uppskriftir. Vinir og vandamenn eru yfirleitt notaðir sem tilraunadýr í matarboðum. Ég hef afar gaman af því að ferðast og ætli Spánn sé ekki í efsta sæti, ásamt Ítalíu. Ég bjó á Spáni í eitt ár og elska landið og menninguna. Þá hef ég mjög gaman af laxveiði og hef verið að fikra mig áfram í golfinu.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég verð að viðurkenna að ég er ekki í mínu besta formi í dag. Maður bætti á sig í barneignum en nú finn ég sterka löngun til að koma mér aftur í gott form. Ég hef verið að mæta í danstíma, zumba og tabata-tíma í World Class hjá systur minni, Indíönu Nönnu. Slíkir tímar henta mér afar vel. Inn á milli skelli ég mér út að skokka en þá er afar mikilvægt að vera með góða tónlist í eyrunum.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta á flest og reyni að fylgjast með hvað er vinsælast. Madonna hefur alltaf verið mitt uppáhald, auk þess sem ég er með veikan blett fyrir 80’s tónlist. Síðan hlusta börnin mín mikið á íslenskt rapp. Ég hélt að það væri ekki minn tebolli en ég er farin að fíla það í botn!Ertu í þínu draumastarfi? Algjörlega. Ég hef alla tíð verið námshestur, metnaðargjörn og með mikið keppnisskap. Við þetta bætist að ég er mikil félagsvera. Þessir eiginleikar henta minni vinnu vel því þar blandast saman áhuginn á fræðunum og félagslegi þátturinn. Ég hef starfað lengi í bankageiranum og með tímanum jókst áhugi minn á stjórnun. Starf mitt sem forstöðumaður hjá Eignastýringu í Landsbankanum er svo sannarlega draumastarf og ég hlakka til á hverjum morgni að mæta í vinnuna. Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Sjá meira
Kristín Erla Jóhannsdóttir er forstöðumaður Eignastýringar - þjónustu, hjá Mörkuðum Landsbankans, en hún hefur starfað hjá bankanum frá árinu 2014. Áður var hún hjá Kaupþingi og Arion banka, meðal annars á fjármálasviði, í fjárstýringu, eigin viðskiptum og markaðsviðskiptum. Kristín er með BS-gráðu í viðskiptafræði, hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Eflaust þessi gríðarlegu áhrif sem Costco hefur haft. Maður finnur vel fyrir því hvað vöruverð hefur lækkað. Þá hafa erlendir birgjar lækkað verð sín til íslenskra verslana út af hinni nýtilkomnu samkeppni. Þar með aukast lífsgæði okkar allra.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Facebook mest en hef verið að færa mig upp á skaftið á Snapchat undanfarið. Síðan byrjaði ég að nota Endomondo-hlaupaforritið fyrir nokkrum dögum. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Ég nýt þess að vera með fjölskyldu minni, eiginmanni og tveimur börnum. Við skötuhjúin erum miklir matgæðingar og elskum að prófa okkur áfram með nýjar uppskriftir. Vinir og vandamenn eru yfirleitt notaðir sem tilraunadýr í matarboðum. Ég hef afar gaman af því að ferðast og ætli Spánn sé ekki í efsta sæti, ásamt Ítalíu. Ég bjó á Spáni í eitt ár og elska landið og menninguna. Þá hef ég mjög gaman af laxveiði og hef verið að fikra mig áfram í golfinu.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég verð að viðurkenna að ég er ekki í mínu besta formi í dag. Maður bætti á sig í barneignum en nú finn ég sterka löngun til að koma mér aftur í gott form. Ég hef verið að mæta í danstíma, zumba og tabata-tíma í World Class hjá systur minni, Indíönu Nönnu. Slíkir tímar henta mér afar vel. Inn á milli skelli ég mér út að skokka en þá er afar mikilvægt að vera með góða tónlist í eyrunum.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta á flest og reyni að fylgjast með hvað er vinsælast. Madonna hefur alltaf verið mitt uppáhald, auk þess sem ég er með veikan blett fyrir 80’s tónlist. Síðan hlusta börnin mín mikið á íslenskt rapp. Ég hélt að það væri ekki minn tebolli en ég er farin að fíla það í botn!Ertu í þínu draumastarfi? Algjörlega. Ég hef alla tíð verið námshestur, metnaðargjörn og með mikið keppnisskap. Við þetta bætist að ég er mikil félagsvera. Þessir eiginleikar henta minni vinnu vel því þar blandast saman áhuginn á fræðunum og félagslegi þátturinn. Ég hef starfað lengi í bankageiranum og með tímanum jókst áhugi minn á stjórnun. Starf mitt sem forstöðumaður hjá Eignastýringu í Landsbankanum er svo sannarlega draumastarf og ég hlakka til á hverjum morgni að mæta í vinnuna.
Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Sjá meira