Gests augað Stjórnarmaðurinn skrifar 27. ágúst 2017 10:30 Bandaríska stórblaðið Wall Street Journal birti á dögunum umfjöllun um túristaundrið. Niðurstaðan er sú að ferðamennskan, sem eftir hrun hafi bjargað íslensku þjóðinni, sé nú við það að sliga hana. Ástæðurnar sem blaðið tíundar þekkjum við öll. Fjöldi ferðamanna hafi fimmfaldast síðan 2010. Stjórnvöld hafi á meðan setið allt að því aðgerðarlaus hjá og innviðir á borð við vegi og opinberar stofnanir ráði ekki neitt við neitt. Venjulegir Íslendingar þurfi að takast á við húsnæðisskort, okurleigu og rusl sem ferðamennirnir skilji eftir sig. Einnig kemur fram að verðlag hér á landi sé með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Þar ráði gjaldmiðillinn mestu. Hagvöxtur á síðasta ári var yfir 7% og atvinnuleysi rétt ríflega 2%. Hvergi í þeim löndum sem við berum okkur saman við er að finna sambærilegar tölur. Þetta hafi valdið mikilli styrkingu krónunnar. Einn viðmælenda blaðsins lætur hafa eftir sér að það hafi verið „áhugavert“ að borga fimm dali fyrir venjulegt, uppáhellt kaffi. Seðlabankastjóri segir að þessi mikli vöxtur sé vissulega „óþægilegur“, en telur að hagkerfið sé langt frá því að ofhitna. Hvað sem því líður markar þessi grein þáttaskil. Blaðamenn og aðrir eru farnir að sjá Ísland öðrum augum. Kannski er nýjabrumið aðeins að fara af Íslandi? Þegar ferðast er um landið styrkist þessi skoðun. Víða hefur tekist vel til í uppbyggingu ferðaþjónustunnar, en annars staðar er engu líkara en að nýtt gullgrafaraæði sé gengið í garð. Á Suðurlandinu verður vart þverfótað fyrir rútum sem taka túristana á sömu, gömlu staðina. Við Mývatn er illa bökuð pitsa seld á fjögur þúsund úr kofaskrifli. Hringinn kringum landið er ólystugur matur seldur á uppsprengdu verði úr vegasjoppum. Nótt á Edduhóteli kostar svipað og gisting á lúxushóteli í stórborg. Oft hefur heyrst frá talsmönnum ferðaþjónustunnar að stjórnvöld hafi ekki staðið sig sem skyldi í uppbyggingu innviða fyrir ferðaþjónustuna. Væri ekki rétt ef þeir sem starfa í greininni litu sér nær? Okurverðlag, sem vissulega er að stærstu leyti afleiðing gjaldmiðilsins, er sennilega þegar allt kemur til alls stærsta ógnin sem steðjar að ferðaþjónustu á Íslandi.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Bandaríska stórblaðið Wall Street Journal birti á dögunum umfjöllun um túristaundrið. Niðurstaðan er sú að ferðamennskan, sem eftir hrun hafi bjargað íslensku þjóðinni, sé nú við það að sliga hana. Ástæðurnar sem blaðið tíundar þekkjum við öll. Fjöldi ferðamanna hafi fimmfaldast síðan 2010. Stjórnvöld hafi á meðan setið allt að því aðgerðarlaus hjá og innviðir á borð við vegi og opinberar stofnanir ráði ekki neitt við neitt. Venjulegir Íslendingar þurfi að takast á við húsnæðisskort, okurleigu og rusl sem ferðamennirnir skilji eftir sig. Einnig kemur fram að verðlag hér á landi sé með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Þar ráði gjaldmiðillinn mestu. Hagvöxtur á síðasta ári var yfir 7% og atvinnuleysi rétt ríflega 2%. Hvergi í þeim löndum sem við berum okkur saman við er að finna sambærilegar tölur. Þetta hafi valdið mikilli styrkingu krónunnar. Einn viðmælenda blaðsins lætur hafa eftir sér að það hafi verið „áhugavert“ að borga fimm dali fyrir venjulegt, uppáhellt kaffi. Seðlabankastjóri segir að þessi mikli vöxtur sé vissulega „óþægilegur“, en telur að hagkerfið sé langt frá því að ofhitna. Hvað sem því líður markar þessi grein þáttaskil. Blaðamenn og aðrir eru farnir að sjá Ísland öðrum augum. Kannski er nýjabrumið aðeins að fara af Íslandi? Þegar ferðast er um landið styrkist þessi skoðun. Víða hefur tekist vel til í uppbyggingu ferðaþjónustunnar, en annars staðar er engu líkara en að nýtt gullgrafaraæði sé gengið í garð. Á Suðurlandinu verður vart þverfótað fyrir rútum sem taka túristana á sömu, gömlu staðina. Við Mývatn er illa bökuð pitsa seld á fjögur þúsund úr kofaskrifli. Hringinn kringum landið er ólystugur matur seldur á uppsprengdu verði úr vegasjoppum. Nótt á Edduhóteli kostar svipað og gisting á lúxushóteli í stórborg. Oft hefur heyrst frá talsmönnum ferðaþjónustunnar að stjórnvöld hafi ekki staðið sig sem skyldi í uppbyggingu innviða fyrir ferðaþjónustuna. Væri ekki rétt ef þeir sem starfa í greininni litu sér nær? Okurverðlag, sem vissulega er að stærstu leyti afleiðing gjaldmiðilsins, er sennilega þegar allt kemur til alls stærsta ógnin sem steðjar að ferðaþjónustu á Íslandi.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira