Furða sig á aðgerðaleysi Seðlabankans Kristinn Ingi Jónsson skrifar 26. ágúst 2017 10:45 Stjórnendur Seðlabankans, Arnór Sighvatsson og Már Guðmundsson, standa í ströngu. Vísir/Stefán Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir það umhugsunarefni að á sama tíma og Seðlabanki Íslands segist ætla að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn og draga úr flökti á gengi krónunnar leyfi hann engu að síður genginu að sveiflast umtalsvert innan dags. Slíkt sé ekki ávísun á stöðugleika í gjaldeyrismálum. „Mikið flökt krónunnar er einungis til þess fallið að fæla fjárfesta frá því að halda fjáreignum sínum í krónunni og draga þannig úr fjárfestingu hér á landi. Til lengri tíma litið kemur það niður á hagvexti,“ segir hann. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir enn óljóst hvernig Seðlabankinn ætli að beita sér á gjaldeyrismarkaði. Lítið hafi skýrst í þeim efnum á fundi Seðlabankans á miðvikudag. Á fundinum sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri að undanfarna mánuði hefði verið „óvenju erfitt“ að greina á milli flökts á gengi krónunnar og stefnu gengisins. Hann tók fram að bankinn hefði fjórum sinnum gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn frá því í júní og í öllum tilfellum til að stöðva „spíralmyndun“ á markaðinum. Í ljósi yfirlýsinga forsvarsmanna bankans um að bankinn ætli að beita sér gegn óhóflegum gengissveiflum hafa margir greinendur furðað sig á því af hverju bankinn hafi ekki verið stærri þátttakandi á markaði í sumar en raun ber vitni. Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins„Það er í sjálfu sér alvarlegt ef bankinn ætlar sér að fylgja inngripastefnu sem dregur úr flökti en getur ekki greint á milli flökts og stefnu krónunnar, eins og seðlabankastjóri hefur viðurkennt. Bankinn er þá í vanda staddur,“ segir Ingólfur. Það sé alvarlegt mál. „Ef Seðlabankinn er ekki í stakk búinn til þess að tryggja meiri stöðugleika á gjaldeyrismarkaði en þetta þarf að leita annarra lausna.“ Stefán Broddi segir að þær sveiflur sem hafa verið á gengi krónunnar í sumar hafi verið óhóflegar og að bankinn hafi lítið beitt sér til þess að draga úr þeim. „Veikingu krónunnar, og ekki síst ef hún á sér stað í miklum gengissveiflum, fylgir ótti við aukna verðbólgu. Í ljósi þess að Seðlabankinn hefur það að markmiði að halda verðbólgu og verðbólguvæntingum í skefjum er undarlegt að hann hafi leyft svo miklum sveiflum lítt hindrað að eiga sér stað. Ég tala nú ekki um í ljósi fyrri yfirlýsinga. Svo er aftur annað mál hvort það sé æskilegt að Seðlabankinn sé stór þátttakandi á gjaldeyrismarkaði. Auðvitað er það ekki eitthvað sem við erum að kalla eftir til langframa.“ Hann segir enn óskýrt hver stefna bankans sé í þessum efnum. „Ég held að bankinn sé einfaldlega að feta ótroðnar slóðir á gjaldeyrismarkaði nú þegar hann er hættur að byggja upp gjaldeyrisforða og á meðan svo er finnst honum eflaust ágætt að niðurnjörva ekki næstu aðgerðir sínar eða stefnu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Vara við eggjum í kleinuhringjum Gengi Novo Nordisk steypist niður Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir það umhugsunarefni að á sama tíma og Seðlabanki Íslands segist ætla að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn og draga úr flökti á gengi krónunnar leyfi hann engu að síður genginu að sveiflast umtalsvert innan dags. Slíkt sé ekki ávísun á stöðugleika í gjaldeyrismálum. „Mikið flökt krónunnar er einungis til þess fallið að fæla fjárfesta frá því að halda fjáreignum sínum í krónunni og draga þannig úr fjárfestingu hér á landi. Til lengri tíma litið kemur það niður á hagvexti,“ segir hann. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir enn óljóst hvernig Seðlabankinn ætli að beita sér á gjaldeyrismarkaði. Lítið hafi skýrst í þeim efnum á fundi Seðlabankans á miðvikudag. Á fundinum sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri að undanfarna mánuði hefði verið „óvenju erfitt“ að greina á milli flökts á gengi krónunnar og stefnu gengisins. Hann tók fram að bankinn hefði fjórum sinnum gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn frá því í júní og í öllum tilfellum til að stöðva „spíralmyndun“ á markaðinum. Í ljósi yfirlýsinga forsvarsmanna bankans um að bankinn ætli að beita sér gegn óhóflegum gengissveiflum hafa margir greinendur furðað sig á því af hverju bankinn hafi ekki verið stærri þátttakandi á markaði í sumar en raun ber vitni. Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins„Það er í sjálfu sér alvarlegt ef bankinn ætlar sér að fylgja inngripastefnu sem dregur úr flökti en getur ekki greint á milli flökts og stefnu krónunnar, eins og seðlabankastjóri hefur viðurkennt. Bankinn er þá í vanda staddur,“ segir Ingólfur. Það sé alvarlegt mál. „Ef Seðlabankinn er ekki í stakk búinn til þess að tryggja meiri stöðugleika á gjaldeyrismarkaði en þetta þarf að leita annarra lausna.“ Stefán Broddi segir að þær sveiflur sem hafa verið á gengi krónunnar í sumar hafi verið óhóflegar og að bankinn hafi lítið beitt sér til þess að draga úr þeim. „Veikingu krónunnar, og ekki síst ef hún á sér stað í miklum gengissveiflum, fylgir ótti við aukna verðbólgu. Í ljósi þess að Seðlabankinn hefur það að markmiði að halda verðbólgu og verðbólguvæntingum í skefjum er undarlegt að hann hafi leyft svo miklum sveiflum lítt hindrað að eiga sér stað. Ég tala nú ekki um í ljósi fyrri yfirlýsinga. Svo er aftur annað mál hvort það sé æskilegt að Seðlabankinn sé stór þátttakandi á gjaldeyrismarkaði. Auðvitað er það ekki eitthvað sem við erum að kalla eftir til langframa.“ Hann segir enn óskýrt hver stefna bankans sé í þessum efnum. „Ég held að bankinn sé einfaldlega að feta ótroðnar slóðir á gjaldeyrismarkaði nú þegar hann er hættur að byggja upp gjaldeyrisforða og á meðan svo er finnst honum eflaust ágætt að niðurnjörva ekki næstu aðgerðir sínar eða stefnu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Vara við eggjum í kleinuhringjum Gengi Novo Nordisk steypist niður Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira