Viðskipti innlent

Guðrún ráðin forstöðumaður hjá Icelandair

Atli Ísleifsson skrifar
Guðrún Aðalsteinsdóttir.
Guðrún Aðalsteinsdóttir. icelandair
Guðrún Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður Þjónustuvara (e. Service Products) hjá Icelandair. Kemur ráðningin í framhaldi af skipulagsbreytingum á sölu- og markaðssviði Icelandair.

Í tilkynningu frá Icelandair segir að deildin hafi áður borið heitið Sala og Þjónusta um borð en með breyttu skipulagi muni umfang hennar aukast til muna.

„Markmið þessara breytinga er að hafa þarfir viðskiptavinarins ávallt í huga þegar kemur að því að skapa þjónustutekjur fyrirtækisins.

Guðrún hefur verið búsett í Nýja Sjálandi síðastliðin þrjú ár þar sem hún starfaði hjá ráðgjafafyrirtækinu Central Technical Advisory Services, fyrst sem yfirmaður verkefnastofu og seinna sem yfirmaður ráðgjafar á sviði rekstrarumbóta og stefnumótunar í heilbrigðisþjónustu. Áður starfaði hún hjá Novo Nordisk Engineering (NNE) í Kaupmannahöfn við verkefnastýringu og áætlanagerð. Guðrún er rekstrarverkfræðingur með M.Sc. frá Tækniháskólanum í Danmörku.

Guðrún býr með sambýlismanni sínum, Leifi Sigurðssyni, í Kópavogi,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×