Viðskipti innlent

Nýtt starfsár að hefjast hjá Ungum athafnakonum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ný stjórn Ungra athafnakvenna.
Ný stjórn Ungra athafnakvenna.
Nýtt starfsár er að hefjast hjá samtökunum Ungar athafnakonur (UAK) og er fyrsti viðburður vetrarins næstkomandi þriðjudag í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 20.

Fundurinn er opinn öllum þeim sem hafa áhuga á starfsemi félagsins en gestir fundarins verða þær Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, og Claudie Wilson en hún er fystir innflytjandi lands utan Evrópu til að hljóta réttindi héraðsdómslögmanns hér á landi.

Sigyn Jónsdóttir er formaður nýrrar stjórnar UAK en í stjórninni sitja einnig þær Andrea Gunnarsdóttir, Elísabet Erlendsdóttir, Helena Rós Sturludóttir, Anna Berglind Jónsdóttir og Ásbjörg Einarsdóttir.

Ungar athafnakonur eru samtök sem stofnuð voru í maí 2014. Í tilkynningu segir að Ungar athafnakonur vilji „stuðla að samfélagi þar sem konur og karlar standa jafnfætis og bjóðast sömu tækifæri. Markmið félagsins er að styrkja stöðu og framtíð ungra kvenna sem stjórnendur og þátttakendur í atvinnulífinu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×