Viðskipti innlent

Hótel í Reykjavík meðal þeirra dýrustu í heimi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Eyþór
Hótel í Reykjavík eru meðal þeirra dýrustu í heiminum. Þetta kemur fram í könnun sem fyrirtækið CheapRooms, sem rekur ferðavefinn CheapRooms.co.uk, gerði á verði hótelherbergja eins og þau verða í september. Könnunin náði til 40 borga sem eru vinsælar meðal notenda vefsins og náði hún einungis yfir hótel sem eru miðsvæðis og með þrjár stjörnur eða fleiri.



Verðið miðar við ódýrustu tveggja manna herbergi hótelanna.

Að meðaltali kostar ein gistinótt 156 evrur, sem samsvarar tæpum tuttugu þúsund krónum og situr Reykjavík í sjötta sæti á lista CheapRooms.

Kaupmannahöfn er í efsta sæti þar sem meðalverðið er 189 evrur (23.757 krónur). Amsterdam er í öðru með meðalverðið 175 evrur og München er í því þriðja. Þar er meðalverðið 173 evrur.

Mílanóborg er í því fjórða þar sem meðalverðið er 172 evrur. Feneyjar eru svo í fimmta sæti með meðalverðið 172 evrur.

Istanbúl er ódýrust þar sem meðalverðið er 32 evrur og Aþena er í 39. sæti með meðalverðið 56 evrur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×