Vilja ramma inn frumkvöðlaumhverfið í Reykjavík og óska eftir tilnefningum Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2017 12:50 Svona mun bókin koma til með að líta út. Icelandic Startups og alþjóðlega útgáfufyrirtækið Startup Guide vinna nú saman að því að ramma inn frumkvöðlaumhverfið á höfuðborgarsvæðinu og stefna að útgáfu bókarinnar Startup Guide Reykjavík í lok nóvember á þessu ári. Aðstandendur útgáfunnar hvetja alla áhugasama til að tilnefna fyrirtæki, viðskiptahraðla og frumkvöðla sem þeir myndu vilja sjá í bókinni. Opið er fyrir tilnefningar til og með 20. ágúst næstkomandi á vefsíðunni www.startupeverywhere.com/nominations/reykjavik. Meðal efnis í bókinni verða dæmisögur, leiðbeiningar og innblástur fyrir þá sem hafa áhuga á að hefja sinn eigin rekstur. Bókinni er ætlað að veita yfirsýn yfir núverandi stöðu frumkvöðlaumhverfisins og velta upp hugmyndum að því hvernig það gæti þróast á næstu árum. Haft er eftir Sissel Hansen, stofnanda Startup Guide, í tilkynningu að þau sem að verkefninu standa hlakki til að draga fram það sem Reykjavík hefur upp á að bjóða.Mikilvægt að koma Reykjavík á kortið „Ég hugsa að við gerum okkur ekki enn fyllilega grein fyrir því hvaða möguleikar eru til staðar á Íslandi þegar kemur að nýsköpun og frumkvöðlastarfi, en það er mikilvægt að koma Reykjavík á kortið. Sterkt íslenskt hagkerfi og vaxandi fjármögnunarmöguleikar er mjög mikilvægur þáttur og atvinnugreinar sem Ísland hefur staðið framarlega í eins og þróun sýndarveruleika og tölvuleikja eru mjög vel þekktar í alþjóðlegu sprotaumhverfi,“ segir Hansen. Startup Guide hefur fengið til liðs við sig Icelandic Startups, sem hafa fóstrað grasrót frumkvöðla á Íslandi, til að sjá um framkvæmd verkefnisins. „Frá því að við kynntumst hugmyndarfræði Startup Guide fyrir nokkrum árum síðan hefur okkur dreymt um okkar eigin útgáfu,” segir Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups. „Íslenska sprotasamfélagið er öflugt. Við erum að sjá aðra kynslóð af frumkvöðlum líta dagsins ljós og fjármögnunarumhverfið þroskast samhliða. Við teljum að Startup Guide Reykjavík sé fullkominn vettvangur til að draga fram helstu upplýsingar um frumkvöðlaumhverfið og koma á framfæri, bæði hér heima og erlendis, þeirri grósku og þeim krafti sem hér er til staðar.” Verkefnið er meðal annars styrkt af Reykjavíkurborg og gert er ráð fyrir því að bókin komi út þann 24. nóvember næstkomandi. Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Icelandic Startups og alþjóðlega útgáfufyrirtækið Startup Guide vinna nú saman að því að ramma inn frumkvöðlaumhverfið á höfuðborgarsvæðinu og stefna að útgáfu bókarinnar Startup Guide Reykjavík í lok nóvember á þessu ári. Aðstandendur útgáfunnar hvetja alla áhugasama til að tilnefna fyrirtæki, viðskiptahraðla og frumkvöðla sem þeir myndu vilja sjá í bókinni. Opið er fyrir tilnefningar til og með 20. ágúst næstkomandi á vefsíðunni www.startupeverywhere.com/nominations/reykjavik. Meðal efnis í bókinni verða dæmisögur, leiðbeiningar og innblástur fyrir þá sem hafa áhuga á að hefja sinn eigin rekstur. Bókinni er ætlað að veita yfirsýn yfir núverandi stöðu frumkvöðlaumhverfisins og velta upp hugmyndum að því hvernig það gæti þróast á næstu árum. Haft er eftir Sissel Hansen, stofnanda Startup Guide, í tilkynningu að þau sem að verkefninu standa hlakki til að draga fram það sem Reykjavík hefur upp á að bjóða.Mikilvægt að koma Reykjavík á kortið „Ég hugsa að við gerum okkur ekki enn fyllilega grein fyrir því hvaða möguleikar eru til staðar á Íslandi þegar kemur að nýsköpun og frumkvöðlastarfi, en það er mikilvægt að koma Reykjavík á kortið. Sterkt íslenskt hagkerfi og vaxandi fjármögnunarmöguleikar er mjög mikilvægur þáttur og atvinnugreinar sem Ísland hefur staðið framarlega í eins og þróun sýndarveruleika og tölvuleikja eru mjög vel þekktar í alþjóðlegu sprotaumhverfi,“ segir Hansen. Startup Guide hefur fengið til liðs við sig Icelandic Startups, sem hafa fóstrað grasrót frumkvöðla á Íslandi, til að sjá um framkvæmd verkefnisins. „Frá því að við kynntumst hugmyndarfræði Startup Guide fyrir nokkrum árum síðan hefur okkur dreymt um okkar eigin útgáfu,” segir Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups. „Íslenska sprotasamfélagið er öflugt. Við erum að sjá aðra kynslóð af frumkvöðlum líta dagsins ljós og fjármögnunarumhverfið þroskast samhliða. Við teljum að Startup Guide Reykjavík sé fullkominn vettvangur til að draga fram helstu upplýsingar um frumkvöðlaumhverfið og koma á framfæri, bæði hér heima og erlendis, þeirri grósku og þeim krafti sem hér er til staðar.” Verkefnið er meðal annars styrkt af Reykjavíkurborg og gert er ráð fyrir því að bókin komi út þann 24. nóvember næstkomandi.
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira