Viðskipti innlent

Spá verulegri hækkun eldsneytisverðs

Sæunn Gísladóttir skrifar
Áætlað hefur verið að Costco selji um 100 þúsund lítra á dag.
Áætlað hefur verið að Costco selji um 100 þúsund lítra á dag. Vísir/Ernir
Greiningardeild Arion banka spáir því að eldsneyti hækki í verði um tæp 5 prósent í ágúst. Fram kemur í frétt á vef Arion banka að heimsmarkaðsverð á Brent hráolíu í bandaríkjadölum hafi hækkað um tæp 16 prósent frá því í lok júní þegar verðið var sem lægst. Samhliða því hafi krónan veikst gagnvart bandaríkjadal sem ýti enn undir verðhækkunina.

Greiningardeildin spáir að vísitala neysluverðs hækki um 0,4 prósent milli mánaða í ágúst sem er meiri hækkun en gert var ráð fyrir í síðustu skammtímaspá. Ástæðan sé fyrst og fremst töluverð hækkun eldsneytisverðs.

Helstu drifkraftar verðbólgunnar eru hækkun húsnæðisverðs, lok sumarútsala og hækkun eldsneytisverðs en á móti kemur lækkun flugfargjalda til útlanda. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan standa í 1,9 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×