Dýrt og dapurt Magnús Guðmundsson skrifar 16. ágúst 2017 07:00 Fráfall unga mannsins sem svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans er þyngra en tárum taki. Það er sannarlega ástæða til þess að fara rækilega ofan í saumana á því hvernig það gat gerst að ungi maðurinn tók líf sitt svo stuttu eftir að hafa verið vistaður á geðdeild. Það er verkefni heilbrigðisyfirvalda og verður efalítið unnið af kostgæfni en þá vakna líka spurningarnar um hvort brugðist verði við í samræmi við stöðuna í framhaldinu og hvort horft verði á heildarmyndina. Hvort horfst verði í augu við raunverulegt ástand geðheilbrigðismála? Það verkefni er í höndum stjórnvalda. Þegar Óttarr Proppé tók við stöðu heilbrigðisráðherra í upphafi árs sagði hann m. a. um geðheilbrigðismálin: „Það er mjög mikilvægt að horfa sérstaklega á þennan málaflokk, hann hefur svo mikil áhrif og það að sinna honum illa kemur svo illa niður á einstaklingum sem og samfélaginu öllu. Það er bæði dýrt og ömurlegt.“ Þetta er rétt hjá Óttari, það er bæði dýrt og ömurlegt hvernig er komið fyrir geðheilbrigðismálum á Íslandi, enda er tími róttækra endurbóta löngu runninn upp. Tími innantómra orða löngu liðinn og staða málaflokksins í raun til skammar. Í marsmánuði sneri Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, til starfa á Alþingi eftir veikindaleyfi þar sem hann glímdi við alvarlegt þunglyndi. Í jómfrúarræðu sinni benti Gunnar Hrafn m.a. á að í raun sé sjúklingum mismunað eftir því hvort veikindin séu af líkamlegum eða geðrænum toga því hinir síðarnefndu fá ekki innlögn fyrr en í mikið óefni er komið. „Þetta er galin stefna sem kostar mannslíf en einn á viku fellur fyrir eigin hendi,“ sagði Gunnar Hrafn og er þar með kominn að kjarna málins. Kominn að því sem Óttarr Proppé sagði að væri bæði „dýrt og ömurlegt“. Ef ein manneskja fellur fyrir eigin hendi í hverri viku að jafnaði er ekki annað hægt en spyrja sig hvort við stöndum ekki frammi fyrir faraldri? Hvort ekki væri fyrir löngu búið að bregðast við með róttækari hætti ef sjúkdómarnir sem að baki liggja væru annars eðlis? Einstaklingar sem glíma við geðsjúkdóma og falla fyrir eigin hendi, falla fyrir sjúkdómnum, deyja af völdum veikinda sinna þó svo þeir beri þá ekki endilega utan á sér. En þar sem staða geðheilbrigðismála er með þeim hætti að fjármagn og aðstæður leyfa vart innlagnir fyrr en í óefni er komið hlýtur það hins vegar að fela í sér ábyrgð stjórnvalda. Fjármagn er fyrsta forsenda úrbóta. Fyrir fjármagn er hægt að bæta aðstöðu, fjölga mannafla, sinna sjúklingum fyrr í ferlinu og mögulega bjarga mannslífum sem hlýtur að vera markmiðið. En því miður virðist markmið núverandi heilbrigðisráðherra frekar vera að rugga ekki bátnum í ríkisstjórnarsamstarfinu, angra ekki fjármálaráðherra með skýlausri kröfu um neyðarframlag til málaflokksins, gæta að efnahagslegum stöðugleika og leita úrræða í gömlum hugmyndum sem liggja í skúffum ráðuneytisins. En því miður þarf annað og meira til þess að endurheimta geðheilbrigðiskerfið á Íslandi og það einfaldlega kostar peninga.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. ágúst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Rangfærslur um Ísrael og Arabaríkin Hannes H. Gissurarson Skoðun Hvernig líður fólkinu í landinu? Hrafnhildur Sigurðardóttir Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga Hjörtur Hjartarson Skoðun ESB-andstæðingar á nálum Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Fyrirgefið mér en ég fæ grænar bólur þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir! Davíð Bergmann Skoðun Samstarf um heilbrigðiskerfið - nýjar áherslur í stjórnarsáttmála Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks Skoðun Aðventustjórnin Skúli Ólafsson Skoðun
Fráfall unga mannsins sem svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans er þyngra en tárum taki. Það er sannarlega ástæða til þess að fara rækilega ofan í saumana á því hvernig það gat gerst að ungi maðurinn tók líf sitt svo stuttu eftir að hafa verið vistaður á geðdeild. Það er verkefni heilbrigðisyfirvalda og verður efalítið unnið af kostgæfni en þá vakna líka spurningarnar um hvort brugðist verði við í samræmi við stöðuna í framhaldinu og hvort horft verði á heildarmyndina. Hvort horfst verði í augu við raunverulegt ástand geðheilbrigðismála? Það verkefni er í höndum stjórnvalda. Þegar Óttarr Proppé tók við stöðu heilbrigðisráðherra í upphafi árs sagði hann m. a. um geðheilbrigðismálin: „Það er mjög mikilvægt að horfa sérstaklega á þennan málaflokk, hann hefur svo mikil áhrif og það að sinna honum illa kemur svo illa niður á einstaklingum sem og samfélaginu öllu. Það er bæði dýrt og ömurlegt.“ Þetta er rétt hjá Óttari, það er bæði dýrt og ömurlegt hvernig er komið fyrir geðheilbrigðismálum á Íslandi, enda er tími róttækra endurbóta löngu runninn upp. Tími innantómra orða löngu liðinn og staða málaflokksins í raun til skammar. Í marsmánuði sneri Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, til starfa á Alþingi eftir veikindaleyfi þar sem hann glímdi við alvarlegt þunglyndi. Í jómfrúarræðu sinni benti Gunnar Hrafn m.a. á að í raun sé sjúklingum mismunað eftir því hvort veikindin séu af líkamlegum eða geðrænum toga því hinir síðarnefndu fá ekki innlögn fyrr en í mikið óefni er komið. „Þetta er galin stefna sem kostar mannslíf en einn á viku fellur fyrir eigin hendi,“ sagði Gunnar Hrafn og er þar með kominn að kjarna málins. Kominn að því sem Óttarr Proppé sagði að væri bæði „dýrt og ömurlegt“. Ef ein manneskja fellur fyrir eigin hendi í hverri viku að jafnaði er ekki annað hægt en spyrja sig hvort við stöndum ekki frammi fyrir faraldri? Hvort ekki væri fyrir löngu búið að bregðast við með róttækari hætti ef sjúkdómarnir sem að baki liggja væru annars eðlis? Einstaklingar sem glíma við geðsjúkdóma og falla fyrir eigin hendi, falla fyrir sjúkdómnum, deyja af völdum veikinda sinna þó svo þeir beri þá ekki endilega utan á sér. En þar sem staða geðheilbrigðismála er með þeim hætti að fjármagn og aðstæður leyfa vart innlagnir fyrr en í óefni er komið hlýtur það hins vegar að fela í sér ábyrgð stjórnvalda. Fjármagn er fyrsta forsenda úrbóta. Fyrir fjármagn er hægt að bæta aðstöðu, fjölga mannafla, sinna sjúklingum fyrr í ferlinu og mögulega bjarga mannslífum sem hlýtur að vera markmiðið. En því miður virðist markmið núverandi heilbrigðisráðherra frekar vera að rugga ekki bátnum í ríkisstjórnarsamstarfinu, angra ekki fjármálaráðherra með skýlausri kröfu um neyðarframlag til málaflokksins, gæta að efnahagslegum stöðugleika og leita úrræða í gömlum hugmyndum sem liggja í skúffum ráðuneytisins. En því miður þarf annað og meira til þess að endurheimta geðheilbrigðiskerfið á Íslandi og það einfaldlega kostar peninga.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. ágúst.
Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun
Fyrirgefið mér en ég fæ grænar bólur þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir! Davíð Bergmann Skoðun
Samstarf um heilbrigðiskerfið - nýjar áherslur í stjórnarsáttmála Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks Skoðun
Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun
Fyrirgefið mér en ég fæ grænar bólur þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir! Davíð Bergmann Skoðun
Samstarf um heilbrigðiskerfið - nýjar áherslur í stjórnarsáttmála Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks Skoðun