Fjárfestir í Ghostlamp upp á eina milljón Bandaríkjadala Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 14:12 Forsvarsmenn Ghostlamp og Brunns fagna samningnum Ghostlamp og Brunnur Brunnur vaxtasjóður mun kaupa hlutafé í Ghostlamp upp á 1 milljón Bandaríkjadala auk vilyrðis upp á 1 milljón aukalega til að stuðla að áframhaldandi stækkun félagsins. Þetta styrkir stækkunaráform félagsins næstu árin. „Við fjárfestum eingöngu í fyrirtækjum þar sem við sjáum fram á mjög mikinn vöxt og verðmætaaukningu. Einnig þurfa fyrirtækin sem við fjárfestum í að vera skalanleg alþjóðlega. Við höfum fylgst með Ghostlamp núna í rúmlega tvö ár og sjáum að það fyrirtæki á alla möguleika til að stækka hratt og ná alþjóðlegum árangri," segir Árni Blöndal, hjá SA Framtaki, sem í samvinnu við Landsbréf stjórnar Brunni. Ghostlamp var stofnað árið 2014 en hóf í ágúst 2016 rekstur af fullum krafti. Ghostlamp er markaðstorg á vefnum sem auðveldar fyrirtækjum og auglýsingastofum aðgengi að áhrifavöldum á samfélagsmiðlum hvaðan æva að. Fyrirtækin búa til auglýsingaherferð inn á vef Ghostlamp og í kjölfari sendir Ghostlamp áhrifafólki á samfélagsmiðlum boð um að taka þátt í herferðinni með því að birta herferðirnar inn á sínum miðlum. Um sex milljónir áhrifavaldar eru nú á skrá fyrirtækisins og eru þeir flokkaðir eftir áhrifum, áhugamálum, búsetu, aldri og kyni. Stefnt er að því að velta fyrirtækisins verði fjórar milljónir Bandaríkjadala á næstu tólf mánuðum en fyrirtækið hefur nú þegar staðið að herferðum í þremur heimsálfum. Framkvæmdastjóri Ghostlamp segist afar kátur með þessa þróun. „Við höfum byggt upp lausn sem vinnur á allt annan hátt en fyrir er á markaðnum. Auglýsendur geta á mjög auðveldan hátt búið til herferðir á www.ghostlamp.com og fylgst með þeim. Ghostlamp birtir allt efni frá öllum þátttakendum herferðarinnar og árangur í heild sinni á einum stað, algrímur reikna svo út hversu mikið áhrifavaldar fá greitt miðað við áhrif þeirra á hverjum tíma. Að nota Ghostlamp er ekki ósvipað og auglýsendur búa til Google-herferðir og nota Google Analytics fyrir netauglýsingar, nema hjá okkur er miðillinn fólk, áhrifavaldar sem eiga samskipti við þúsundir einstaklinga á hverjum degi. Ghostlamp tryggir að allir áhrifavaldar fái greitt fyrir að deila sköpunargleði sinni, í samstarfi við vörumerki, með fylgjendum sínum. Ghostlamp er frábært verkfæri til að vekja athygli á vörum, þjónustum, viðburðum og mörgu fleiru. Með samstarfi við Brunn fáum við ekki bara fjármagn til að fylgja stækkunaráformum okkar eftir heldur ómetanlega reynslu fólks sem hefur staðið í svipuðum sporum á undan okkur,“ er haft eftir Jóni Braga í tilkynningu fyrirtækisins. Tengdar fréttir Krónan og 17 sortir notuðust við duldar auglýsingar: „Held ég haldi mig við kökudeigin í Krónunni“ Neytendastofa hefur komist að því að Krónan og kökuverslunin 17 sortir hafi notast við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi í desember í fyrra. 17. maí 2017 20:15 Flokka Íslendinga eftir áhrifum þeirra Höfundur forrits segir það hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum og að fyrirtækið sé nú þegar komið með milljón manns á skrá. 14. janúar 2017 07:00 Forstjóri Ghostlamp: Leiðbeiningar vegna duldra auglýsinga ekki nægilega skýrar Forstjóri fyrirtækisins Ghostlamp, sem tengir saman íslensk fyrirtæki og svokallaða áhrifavalda í markaðsskyni, segir að leiðbeiningar Neytendastofu hafi ekki verið nægilega skýrar þegar markarðsherferð Krónunnar og 17 sorta fór af stað í desember síðastliðnum. 18. maí 2017 14:30 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Brunnur vaxtasjóður mun kaupa hlutafé í Ghostlamp upp á 1 milljón Bandaríkjadala auk vilyrðis upp á 1 milljón aukalega til að stuðla að áframhaldandi stækkun félagsins. Þetta styrkir stækkunaráform félagsins næstu árin. „Við fjárfestum eingöngu í fyrirtækjum þar sem við sjáum fram á mjög mikinn vöxt og verðmætaaukningu. Einnig þurfa fyrirtækin sem við fjárfestum í að vera skalanleg alþjóðlega. Við höfum fylgst með Ghostlamp núna í rúmlega tvö ár og sjáum að það fyrirtæki á alla möguleika til að stækka hratt og ná alþjóðlegum árangri," segir Árni Blöndal, hjá SA Framtaki, sem í samvinnu við Landsbréf stjórnar Brunni. Ghostlamp var stofnað árið 2014 en hóf í ágúst 2016 rekstur af fullum krafti. Ghostlamp er markaðstorg á vefnum sem auðveldar fyrirtækjum og auglýsingastofum aðgengi að áhrifavöldum á samfélagsmiðlum hvaðan æva að. Fyrirtækin búa til auglýsingaherferð inn á vef Ghostlamp og í kjölfari sendir Ghostlamp áhrifafólki á samfélagsmiðlum boð um að taka þátt í herferðinni með því að birta herferðirnar inn á sínum miðlum. Um sex milljónir áhrifavaldar eru nú á skrá fyrirtækisins og eru þeir flokkaðir eftir áhrifum, áhugamálum, búsetu, aldri og kyni. Stefnt er að því að velta fyrirtækisins verði fjórar milljónir Bandaríkjadala á næstu tólf mánuðum en fyrirtækið hefur nú þegar staðið að herferðum í þremur heimsálfum. Framkvæmdastjóri Ghostlamp segist afar kátur með þessa þróun. „Við höfum byggt upp lausn sem vinnur á allt annan hátt en fyrir er á markaðnum. Auglýsendur geta á mjög auðveldan hátt búið til herferðir á www.ghostlamp.com og fylgst með þeim. Ghostlamp birtir allt efni frá öllum þátttakendum herferðarinnar og árangur í heild sinni á einum stað, algrímur reikna svo út hversu mikið áhrifavaldar fá greitt miðað við áhrif þeirra á hverjum tíma. Að nota Ghostlamp er ekki ósvipað og auglýsendur búa til Google-herferðir og nota Google Analytics fyrir netauglýsingar, nema hjá okkur er miðillinn fólk, áhrifavaldar sem eiga samskipti við þúsundir einstaklinga á hverjum degi. Ghostlamp tryggir að allir áhrifavaldar fái greitt fyrir að deila sköpunargleði sinni, í samstarfi við vörumerki, með fylgjendum sínum. Ghostlamp er frábært verkfæri til að vekja athygli á vörum, þjónustum, viðburðum og mörgu fleiru. Með samstarfi við Brunn fáum við ekki bara fjármagn til að fylgja stækkunaráformum okkar eftir heldur ómetanlega reynslu fólks sem hefur staðið í svipuðum sporum á undan okkur,“ er haft eftir Jóni Braga í tilkynningu fyrirtækisins.
Tengdar fréttir Krónan og 17 sortir notuðust við duldar auglýsingar: „Held ég haldi mig við kökudeigin í Krónunni“ Neytendastofa hefur komist að því að Krónan og kökuverslunin 17 sortir hafi notast við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi í desember í fyrra. 17. maí 2017 20:15 Flokka Íslendinga eftir áhrifum þeirra Höfundur forrits segir það hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum og að fyrirtækið sé nú þegar komið með milljón manns á skrá. 14. janúar 2017 07:00 Forstjóri Ghostlamp: Leiðbeiningar vegna duldra auglýsinga ekki nægilega skýrar Forstjóri fyrirtækisins Ghostlamp, sem tengir saman íslensk fyrirtæki og svokallaða áhrifavalda í markaðsskyni, segir að leiðbeiningar Neytendastofu hafi ekki verið nægilega skýrar þegar markarðsherferð Krónunnar og 17 sorta fór af stað í desember síðastliðnum. 18. maí 2017 14:30 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Krónan og 17 sortir notuðust við duldar auglýsingar: „Held ég haldi mig við kökudeigin í Krónunni“ Neytendastofa hefur komist að því að Krónan og kökuverslunin 17 sortir hafi notast við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi í desember í fyrra. 17. maí 2017 20:15
Flokka Íslendinga eftir áhrifum þeirra Höfundur forrits segir það hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum og að fyrirtækið sé nú þegar komið með milljón manns á skrá. 14. janúar 2017 07:00
Forstjóri Ghostlamp: Leiðbeiningar vegna duldra auglýsinga ekki nægilega skýrar Forstjóri fyrirtækisins Ghostlamp, sem tengir saman íslensk fyrirtæki og svokallaða áhrifavalda í markaðsskyni, segir að leiðbeiningar Neytendastofu hafi ekki verið nægilega skýrar þegar markarðsherferð Krónunnar og 17 sorta fór af stað í desember síðastliðnum. 18. maí 2017 14:30