Fjárfestir í Ghostlamp upp á eina milljón Bandaríkjadala Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 14:12 Forsvarsmenn Ghostlamp og Brunns fagna samningnum Ghostlamp og Brunnur Brunnur vaxtasjóður mun kaupa hlutafé í Ghostlamp upp á 1 milljón Bandaríkjadala auk vilyrðis upp á 1 milljón aukalega til að stuðla að áframhaldandi stækkun félagsins. Þetta styrkir stækkunaráform félagsins næstu árin. „Við fjárfestum eingöngu í fyrirtækjum þar sem við sjáum fram á mjög mikinn vöxt og verðmætaaukningu. Einnig þurfa fyrirtækin sem við fjárfestum í að vera skalanleg alþjóðlega. Við höfum fylgst með Ghostlamp núna í rúmlega tvö ár og sjáum að það fyrirtæki á alla möguleika til að stækka hratt og ná alþjóðlegum árangri," segir Árni Blöndal, hjá SA Framtaki, sem í samvinnu við Landsbréf stjórnar Brunni. Ghostlamp var stofnað árið 2014 en hóf í ágúst 2016 rekstur af fullum krafti. Ghostlamp er markaðstorg á vefnum sem auðveldar fyrirtækjum og auglýsingastofum aðgengi að áhrifavöldum á samfélagsmiðlum hvaðan æva að. Fyrirtækin búa til auglýsingaherferð inn á vef Ghostlamp og í kjölfari sendir Ghostlamp áhrifafólki á samfélagsmiðlum boð um að taka þátt í herferðinni með því að birta herferðirnar inn á sínum miðlum. Um sex milljónir áhrifavaldar eru nú á skrá fyrirtækisins og eru þeir flokkaðir eftir áhrifum, áhugamálum, búsetu, aldri og kyni. Stefnt er að því að velta fyrirtækisins verði fjórar milljónir Bandaríkjadala á næstu tólf mánuðum en fyrirtækið hefur nú þegar staðið að herferðum í þremur heimsálfum. Framkvæmdastjóri Ghostlamp segist afar kátur með þessa þróun. „Við höfum byggt upp lausn sem vinnur á allt annan hátt en fyrir er á markaðnum. Auglýsendur geta á mjög auðveldan hátt búið til herferðir á www.ghostlamp.com og fylgst með þeim. Ghostlamp birtir allt efni frá öllum þátttakendum herferðarinnar og árangur í heild sinni á einum stað, algrímur reikna svo út hversu mikið áhrifavaldar fá greitt miðað við áhrif þeirra á hverjum tíma. Að nota Ghostlamp er ekki ósvipað og auglýsendur búa til Google-herferðir og nota Google Analytics fyrir netauglýsingar, nema hjá okkur er miðillinn fólk, áhrifavaldar sem eiga samskipti við þúsundir einstaklinga á hverjum degi. Ghostlamp tryggir að allir áhrifavaldar fái greitt fyrir að deila sköpunargleði sinni, í samstarfi við vörumerki, með fylgjendum sínum. Ghostlamp er frábært verkfæri til að vekja athygli á vörum, þjónustum, viðburðum og mörgu fleiru. Með samstarfi við Brunn fáum við ekki bara fjármagn til að fylgja stækkunaráformum okkar eftir heldur ómetanlega reynslu fólks sem hefur staðið í svipuðum sporum á undan okkur,“ er haft eftir Jóni Braga í tilkynningu fyrirtækisins. Tengdar fréttir Krónan og 17 sortir notuðust við duldar auglýsingar: „Held ég haldi mig við kökudeigin í Krónunni“ Neytendastofa hefur komist að því að Krónan og kökuverslunin 17 sortir hafi notast við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi í desember í fyrra. 17. maí 2017 20:15 Flokka Íslendinga eftir áhrifum þeirra Höfundur forrits segir það hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum og að fyrirtækið sé nú þegar komið með milljón manns á skrá. 14. janúar 2017 07:00 Forstjóri Ghostlamp: Leiðbeiningar vegna duldra auglýsinga ekki nægilega skýrar Forstjóri fyrirtækisins Ghostlamp, sem tengir saman íslensk fyrirtæki og svokallaða áhrifavalda í markaðsskyni, segir að leiðbeiningar Neytendastofu hafi ekki verið nægilega skýrar þegar markarðsherferð Krónunnar og 17 sorta fór af stað í desember síðastliðnum. 18. maí 2017 14:30 Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Brunnur vaxtasjóður mun kaupa hlutafé í Ghostlamp upp á 1 milljón Bandaríkjadala auk vilyrðis upp á 1 milljón aukalega til að stuðla að áframhaldandi stækkun félagsins. Þetta styrkir stækkunaráform félagsins næstu árin. „Við fjárfestum eingöngu í fyrirtækjum þar sem við sjáum fram á mjög mikinn vöxt og verðmætaaukningu. Einnig þurfa fyrirtækin sem við fjárfestum í að vera skalanleg alþjóðlega. Við höfum fylgst með Ghostlamp núna í rúmlega tvö ár og sjáum að það fyrirtæki á alla möguleika til að stækka hratt og ná alþjóðlegum árangri," segir Árni Blöndal, hjá SA Framtaki, sem í samvinnu við Landsbréf stjórnar Brunni. Ghostlamp var stofnað árið 2014 en hóf í ágúst 2016 rekstur af fullum krafti. Ghostlamp er markaðstorg á vefnum sem auðveldar fyrirtækjum og auglýsingastofum aðgengi að áhrifavöldum á samfélagsmiðlum hvaðan æva að. Fyrirtækin búa til auglýsingaherferð inn á vef Ghostlamp og í kjölfari sendir Ghostlamp áhrifafólki á samfélagsmiðlum boð um að taka þátt í herferðinni með því að birta herferðirnar inn á sínum miðlum. Um sex milljónir áhrifavaldar eru nú á skrá fyrirtækisins og eru þeir flokkaðir eftir áhrifum, áhugamálum, búsetu, aldri og kyni. Stefnt er að því að velta fyrirtækisins verði fjórar milljónir Bandaríkjadala á næstu tólf mánuðum en fyrirtækið hefur nú þegar staðið að herferðum í þremur heimsálfum. Framkvæmdastjóri Ghostlamp segist afar kátur með þessa þróun. „Við höfum byggt upp lausn sem vinnur á allt annan hátt en fyrir er á markaðnum. Auglýsendur geta á mjög auðveldan hátt búið til herferðir á www.ghostlamp.com og fylgst með þeim. Ghostlamp birtir allt efni frá öllum þátttakendum herferðarinnar og árangur í heild sinni á einum stað, algrímur reikna svo út hversu mikið áhrifavaldar fá greitt miðað við áhrif þeirra á hverjum tíma. Að nota Ghostlamp er ekki ósvipað og auglýsendur búa til Google-herferðir og nota Google Analytics fyrir netauglýsingar, nema hjá okkur er miðillinn fólk, áhrifavaldar sem eiga samskipti við þúsundir einstaklinga á hverjum degi. Ghostlamp tryggir að allir áhrifavaldar fái greitt fyrir að deila sköpunargleði sinni, í samstarfi við vörumerki, með fylgjendum sínum. Ghostlamp er frábært verkfæri til að vekja athygli á vörum, þjónustum, viðburðum og mörgu fleiru. Með samstarfi við Brunn fáum við ekki bara fjármagn til að fylgja stækkunaráformum okkar eftir heldur ómetanlega reynslu fólks sem hefur staðið í svipuðum sporum á undan okkur,“ er haft eftir Jóni Braga í tilkynningu fyrirtækisins.
Tengdar fréttir Krónan og 17 sortir notuðust við duldar auglýsingar: „Held ég haldi mig við kökudeigin í Krónunni“ Neytendastofa hefur komist að því að Krónan og kökuverslunin 17 sortir hafi notast við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi í desember í fyrra. 17. maí 2017 20:15 Flokka Íslendinga eftir áhrifum þeirra Höfundur forrits segir það hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum og að fyrirtækið sé nú þegar komið með milljón manns á skrá. 14. janúar 2017 07:00 Forstjóri Ghostlamp: Leiðbeiningar vegna duldra auglýsinga ekki nægilega skýrar Forstjóri fyrirtækisins Ghostlamp, sem tengir saman íslensk fyrirtæki og svokallaða áhrifavalda í markaðsskyni, segir að leiðbeiningar Neytendastofu hafi ekki verið nægilega skýrar þegar markarðsherferð Krónunnar og 17 sorta fór af stað í desember síðastliðnum. 18. maí 2017 14:30 Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Krónan og 17 sortir notuðust við duldar auglýsingar: „Held ég haldi mig við kökudeigin í Krónunni“ Neytendastofa hefur komist að því að Krónan og kökuverslunin 17 sortir hafi notast við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi í desember í fyrra. 17. maí 2017 20:15
Flokka Íslendinga eftir áhrifum þeirra Höfundur forrits segir það hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum og að fyrirtækið sé nú þegar komið með milljón manns á skrá. 14. janúar 2017 07:00
Forstjóri Ghostlamp: Leiðbeiningar vegna duldra auglýsinga ekki nægilega skýrar Forstjóri fyrirtækisins Ghostlamp, sem tengir saman íslensk fyrirtæki og svokallaða áhrifavalda í markaðsskyni, segir að leiðbeiningar Neytendastofu hafi ekki verið nægilega skýrar þegar markarðsherferð Krónunnar og 17 sorta fór af stað í desember síðastliðnum. 18. maí 2017 14:30