Fjárfestir í Ghostlamp upp á eina milljón Bandaríkjadala Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 14:12 Forsvarsmenn Ghostlamp og Brunns fagna samningnum Ghostlamp og Brunnur Brunnur vaxtasjóður mun kaupa hlutafé í Ghostlamp upp á 1 milljón Bandaríkjadala auk vilyrðis upp á 1 milljón aukalega til að stuðla að áframhaldandi stækkun félagsins. Þetta styrkir stækkunaráform félagsins næstu árin. „Við fjárfestum eingöngu í fyrirtækjum þar sem við sjáum fram á mjög mikinn vöxt og verðmætaaukningu. Einnig þurfa fyrirtækin sem við fjárfestum í að vera skalanleg alþjóðlega. Við höfum fylgst með Ghostlamp núna í rúmlega tvö ár og sjáum að það fyrirtæki á alla möguleika til að stækka hratt og ná alþjóðlegum árangri," segir Árni Blöndal, hjá SA Framtaki, sem í samvinnu við Landsbréf stjórnar Brunni. Ghostlamp var stofnað árið 2014 en hóf í ágúst 2016 rekstur af fullum krafti. Ghostlamp er markaðstorg á vefnum sem auðveldar fyrirtækjum og auglýsingastofum aðgengi að áhrifavöldum á samfélagsmiðlum hvaðan æva að. Fyrirtækin búa til auglýsingaherferð inn á vef Ghostlamp og í kjölfari sendir Ghostlamp áhrifafólki á samfélagsmiðlum boð um að taka þátt í herferðinni með því að birta herferðirnar inn á sínum miðlum. Um sex milljónir áhrifavaldar eru nú á skrá fyrirtækisins og eru þeir flokkaðir eftir áhrifum, áhugamálum, búsetu, aldri og kyni. Stefnt er að því að velta fyrirtækisins verði fjórar milljónir Bandaríkjadala á næstu tólf mánuðum en fyrirtækið hefur nú þegar staðið að herferðum í þremur heimsálfum. Framkvæmdastjóri Ghostlamp segist afar kátur með þessa þróun. „Við höfum byggt upp lausn sem vinnur á allt annan hátt en fyrir er á markaðnum. Auglýsendur geta á mjög auðveldan hátt búið til herferðir á www.ghostlamp.com og fylgst með þeim. Ghostlamp birtir allt efni frá öllum þátttakendum herferðarinnar og árangur í heild sinni á einum stað, algrímur reikna svo út hversu mikið áhrifavaldar fá greitt miðað við áhrif þeirra á hverjum tíma. Að nota Ghostlamp er ekki ósvipað og auglýsendur búa til Google-herferðir og nota Google Analytics fyrir netauglýsingar, nema hjá okkur er miðillinn fólk, áhrifavaldar sem eiga samskipti við þúsundir einstaklinga á hverjum degi. Ghostlamp tryggir að allir áhrifavaldar fái greitt fyrir að deila sköpunargleði sinni, í samstarfi við vörumerki, með fylgjendum sínum. Ghostlamp er frábært verkfæri til að vekja athygli á vörum, þjónustum, viðburðum og mörgu fleiru. Með samstarfi við Brunn fáum við ekki bara fjármagn til að fylgja stækkunaráformum okkar eftir heldur ómetanlega reynslu fólks sem hefur staðið í svipuðum sporum á undan okkur,“ er haft eftir Jóni Braga í tilkynningu fyrirtækisins. Tengdar fréttir Krónan og 17 sortir notuðust við duldar auglýsingar: „Held ég haldi mig við kökudeigin í Krónunni“ Neytendastofa hefur komist að því að Krónan og kökuverslunin 17 sortir hafi notast við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi í desember í fyrra. 17. maí 2017 20:15 Flokka Íslendinga eftir áhrifum þeirra Höfundur forrits segir það hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum og að fyrirtækið sé nú þegar komið með milljón manns á skrá. 14. janúar 2017 07:00 Forstjóri Ghostlamp: Leiðbeiningar vegna duldra auglýsinga ekki nægilega skýrar Forstjóri fyrirtækisins Ghostlamp, sem tengir saman íslensk fyrirtæki og svokallaða áhrifavalda í markaðsskyni, segir að leiðbeiningar Neytendastofu hafi ekki verið nægilega skýrar þegar markarðsherferð Krónunnar og 17 sorta fór af stað í desember síðastliðnum. 18. maí 2017 14:30 Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Brunnur vaxtasjóður mun kaupa hlutafé í Ghostlamp upp á 1 milljón Bandaríkjadala auk vilyrðis upp á 1 milljón aukalega til að stuðla að áframhaldandi stækkun félagsins. Þetta styrkir stækkunaráform félagsins næstu árin. „Við fjárfestum eingöngu í fyrirtækjum þar sem við sjáum fram á mjög mikinn vöxt og verðmætaaukningu. Einnig þurfa fyrirtækin sem við fjárfestum í að vera skalanleg alþjóðlega. Við höfum fylgst með Ghostlamp núna í rúmlega tvö ár og sjáum að það fyrirtæki á alla möguleika til að stækka hratt og ná alþjóðlegum árangri," segir Árni Blöndal, hjá SA Framtaki, sem í samvinnu við Landsbréf stjórnar Brunni. Ghostlamp var stofnað árið 2014 en hóf í ágúst 2016 rekstur af fullum krafti. Ghostlamp er markaðstorg á vefnum sem auðveldar fyrirtækjum og auglýsingastofum aðgengi að áhrifavöldum á samfélagsmiðlum hvaðan æva að. Fyrirtækin búa til auglýsingaherferð inn á vef Ghostlamp og í kjölfari sendir Ghostlamp áhrifafólki á samfélagsmiðlum boð um að taka þátt í herferðinni með því að birta herferðirnar inn á sínum miðlum. Um sex milljónir áhrifavaldar eru nú á skrá fyrirtækisins og eru þeir flokkaðir eftir áhrifum, áhugamálum, búsetu, aldri og kyni. Stefnt er að því að velta fyrirtækisins verði fjórar milljónir Bandaríkjadala á næstu tólf mánuðum en fyrirtækið hefur nú þegar staðið að herferðum í þremur heimsálfum. Framkvæmdastjóri Ghostlamp segist afar kátur með þessa þróun. „Við höfum byggt upp lausn sem vinnur á allt annan hátt en fyrir er á markaðnum. Auglýsendur geta á mjög auðveldan hátt búið til herferðir á www.ghostlamp.com og fylgst með þeim. Ghostlamp birtir allt efni frá öllum þátttakendum herferðarinnar og árangur í heild sinni á einum stað, algrímur reikna svo út hversu mikið áhrifavaldar fá greitt miðað við áhrif þeirra á hverjum tíma. Að nota Ghostlamp er ekki ósvipað og auglýsendur búa til Google-herferðir og nota Google Analytics fyrir netauglýsingar, nema hjá okkur er miðillinn fólk, áhrifavaldar sem eiga samskipti við þúsundir einstaklinga á hverjum degi. Ghostlamp tryggir að allir áhrifavaldar fái greitt fyrir að deila sköpunargleði sinni, í samstarfi við vörumerki, með fylgjendum sínum. Ghostlamp er frábært verkfæri til að vekja athygli á vörum, þjónustum, viðburðum og mörgu fleiru. Með samstarfi við Brunn fáum við ekki bara fjármagn til að fylgja stækkunaráformum okkar eftir heldur ómetanlega reynslu fólks sem hefur staðið í svipuðum sporum á undan okkur,“ er haft eftir Jóni Braga í tilkynningu fyrirtækisins.
Tengdar fréttir Krónan og 17 sortir notuðust við duldar auglýsingar: „Held ég haldi mig við kökudeigin í Krónunni“ Neytendastofa hefur komist að því að Krónan og kökuverslunin 17 sortir hafi notast við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi í desember í fyrra. 17. maí 2017 20:15 Flokka Íslendinga eftir áhrifum þeirra Höfundur forrits segir það hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum og að fyrirtækið sé nú þegar komið með milljón manns á skrá. 14. janúar 2017 07:00 Forstjóri Ghostlamp: Leiðbeiningar vegna duldra auglýsinga ekki nægilega skýrar Forstjóri fyrirtækisins Ghostlamp, sem tengir saman íslensk fyrirtæki og svokallaða áhrifavalda í markaðsskyni, segir að leiðbeiningar Neytendastofu hafi ekki verið nægilega skýrar þegar markarðsherferð Krónunnar og 17 sorta fór af stað í desember síðastliðnum. 18. maí 2017 14:30 Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Krónan og 17 sortir notuðust við duldar auglýsingar: „Held ég haldi mig við kökudeigin í Krónunni“ Neytendastofa hefur komist að því að Krónan og kökuverslunin 17 sortir hafi notast við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi í desember í fyrra. 17. maí 2017 20:15
Flokka Íslendinga eftir áhrifum þeirra Höfundur forrits segir það hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum og að fyrirtækið sé nú þegar komið með milljón manns á skrá. 14. janúar 2017 07:00
Forstjóri Ghostlamp: Leiðbeiningar vegna duldra auglýsinga ekki nægilega skýrar Forstjóri fyrirtækisins Ghostlamp, sem tengir saman íslensk fyrirtæki og svokallaða áhrifavalda í markaðsskyni, segir að leiðbeiningar Neytendastofu hafi ekki verið nægilega skýrar þegar markarðsherferð Krónunnar og 17 sorta fór af stað í desember síðastliðnum. 18. maí 2017 14:30