Viðskipti innlent

Munu rukka 600 krónur í þjónustugjald fyrir heimilisbíla við Skaftafell

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Byrjað verið að rukka frá og með 9.ágúst
Byrjað verið að rukka frá og með 9.ágúst Klaus Kretzer
Vatnajökulsþjóðgarður mun frá og með 9. ágúst innheimta 600 krónur fyrir heimilisbíla sem rúma fimm og færri, á sólarhring í þjónustugjald í Skaftafelli. Í tilkynningu frá þjóðgarðinum kemur fram að fjárhæðin sem safnist saman verði nýtt til að viðhalda bílastæðum, leggja göngustíga og efla gæslu og öryggi gesta.

Þá munu stærri fólksbílar borga 900 krónur, minni rútur 1.800 krónur og stærri rútur 3.600 krónur. Ökumenn á bifhjólum mun aðeins þurfa að greiða 300 krónur.

Talið er að yfir sumartímann komi daglega hátt í 4.500 gestir í Skaftafell á ríflega 1300 bílum. Notast verður við sjálfvirka innheimtukerfið myParking sem hannað er af íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Computer Vision ehf. Kerfið tengist meðal annars ökutækjaskrá Samgöngustofu og greiðslukortalausnum. Kerfið les einnig skráningarnúmer þeirra bíla sem koma í Skaftafell og skráir lengd dvalartíma þeirra. Allt er þetta gert í samræmi við kröfur Persónuverndar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×