Greiningardeild Arion telur gengi Marels eiga að vera hærra Kristinn Ingi Jónsson skrifar 3. ágúst 2017 06:00 Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, segir félagið stefna á tólf prósenta árlegan meðalvöxt tekna á næstu tíu árum. vísir/valli Greiningardeild Arion metur gengi bréfa í Marel á 401 krónu á hlut sem er tæpum átta prósentum hærra en gengið stóð í þegar markaðir lokuðu síðdegis í gær. Er verðmat deildarinnar á félaginu óbreytt í evrum talið frá síðasta verðmati í maí, en hefur hækkað um átta prósent í krónum talið vegna gengisveikingar krónunnar síðustu tvo mánuði. Deildin birti verðmat sitt í gær í kjölfar þess að Marel birti uppgjör fyrir annan fjórðung ársins. Sérfræðingar Arion banka benda á að sala Marels á ársfjórðunginum hafi verið undir sínum væntingum sem og áætlunum stjórnenda félagsins. Þrátt fyrir að pöntunum félagsins hafi fjölgað um átján prósent á milli ára hafi pantanir á öðrum fjórðungi verið um sjö prósentum færri en á fyrsta ársfjórðungi. Það hafi verið undir væntingum greiningardeildarinnar. Þó er bent á í verðmatinu að pantanastaðan sé sterk sem þýði að mögulega sé von á miklum söluvexti á næstu misserum. Auk þess muni kaup Marels á brasilíska framleiðandanum Sulmaq ein og sér auka sölu félagsins um 2,5 prósent á ári. Stjórnendur Marels gera ráð fyrir að meðalvöxtur tekna verði um tólf prósent á ári næstu tíu árin. Greiningardeild Arion banka spáir um níu prósenta vexti í ár og telur að vöxturinn geti verið umfram væntingar félagsins á næsta ári, þá fyrst og fremst vegna sterkrar pantanastöðu. Pantanabók félagsins stóð í 418,9 milljónum evra í lok annars ársfjórðungs og hefur hún aldrei verið sterkari. Er því spáð að bókin stækki í 449 milljónir evra í lok þessa árs. Greiningardeildin gerir jafnframt ráð fyrir því að Marel muni vaxa hraðar en markaðurinn, sem vex um fjögur til sex prósent á ári, allt til ársins 2021. Í útreikningum greiningardeildarinnar er ekki gert ráð fyrir að Marel stækki við sig með yfirtökum á öðrum félögum, en sérfræðingar Arion banka benda þó á að frekari yfirtökur séu líklegar, að minnsta kosti ef eitthvað má marka yfirlýsingar stjórnenda félagsins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Greiningardeild Arion metur gengi bréfa í Marel á 401 krónu á hlut sem er tæpum átta prósentum hærra en gengið stóð í þegar markaðir lokuðu síðdegis í gær. Er verðmat deildarinnar á félaginu óbreytt í evrum talið frá síðasta verðmati í maí, en hefur hækkað um átta prósent í krónum talið vegna gengisveikingar krónunnar síðustu tvo mánuði. Deildin birti verðmat sitt í gær í kjölfar þess að Marel birti uppgjör fyrir annan fjórðung ársins. Sérfræðingar Arion banka benda á að sala Marels á ársfjórðunginum hafi verið undir sínum væntingum sem og áætlunum stjórnenda félagsins. Þrátt fyrir að pöntunum félagsins hafi fjölgað um átján prósent á milli ára hafi pantanir á öðrum fjórðungi verið um sjö prósentum færri en á fyrsta ársfjórðungi. Það hafi verið undir væntingum greiningardeildarinnar. Þó er bent á í verðmatinu að pantanastaðan sé sterk sem þýði að mögulega sé von á miklum söluvexti á næstu misserum. Auk þess muni kaup Marels á brasilíska framleiðandanum Sulmaq ein og sér auka sölu félagsins um 2,5 prósent á ári. Stjórnendur Marels gera ráð fyrir að meðalvöxtur tekna verði um tólf prósent á ári næstu tíu árin. Greiningardeild Arion banka spáir um níu prósenta vexti í ár og telur að vöxturinn geti verið umfram væntingar félagsins á næsta ári, þá fyrst og fremst vegna sterkrar pantanastöðu. Pantanabók félagsins stóð í 418,9 milljónum evra í lok annars ársfjórðungs og hefur hún aldrei verið sterkari. Er því spáð að bókin stækki í 449 milljónir evra í lok þessa árs. Greiningardeildin gerir jafnframt ráð fyrir því að Marel muni vaxa hraðar en markaðurinn, sem vex um fjögur til sex prósent á ári, allt til ársins 2021. Í útreikningum greiningardeildarinnar er ekki gert ráð fyrir að Marel stækki við sig með yfirtökum á öðrum félögum, en sérfræðingar Arion banka benda þó á að frekari yfirtökur séu líklegar, að minnsta kosti ef eitthvað má marka yfirlýsingar stjórnenda félagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira