Greiningardeild Arion telur gengi Marels eiga að vera hærra Kristinn Ingi Jónsson skrifar 3. ágúst 2017 06:00 Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, segir félagið stefna á tólf prósenta árlegan meðalvöxt tekna á næstu tíu árum. vísir/valli Greiningardeild Arion metur gengi bréfa í Marel á 401 krónu á hlut sem er tæpum átta prósentum hærra en gengið stóð í þegar markaðir lokuðu síðdegis í gær. Er verðmat deildarinnar á félaginu óbreytt í evrum talið frá síðasta verðmati í maí, en hefur hækkað um átta prósent í krónum talið vegna gengisveikingar krónunnar síðustu tvo mánuði. Deildin birti verðmat sitt í gær í kjölfar þess að Marel birti uppgjör fyrir annan fjórðung ársins. Sérfræðingar Arion banka benda á að sala Marels á ársfjórðunginum hafi verið undir sínum væntingum sem og áætlunum stjórnenda félagsins. Þrátt fyrir að pöntunum félagsins hafi fjölgað um átján prósent á milli ára hafi pantanir á öðrum fjórðungi verið um sjö prósentum færri en á fyrsta ársfjórðungi. Það hafi verið undir væntingum greiningardeildarinnar. Þó er bent á í verðmatinu að pantanastaðan sé sterk sem þýði að mögulega sé von á miklum söluvexti á næstu misserum. Auk þess muni kaup Marels á brasilíska framleiðandanum Sulmaq ein og sér auka sölu félagsins um 2,5 prósent á ári. Stjórnendur Marels gera ráð fyrir að meðalvöxtur tekna verði um tólf prósent á ári næstu tíu árin. Greiningardeild Arion banka spáir um níu prósenta vexti í ár og telur að vöxturinn geti verið umfram væntingar félagsins á næsta ári, þá fyrst og fremst vegna sterkrar pantanastöðu. Pantanabók félagsins stóð í 418,9 milljónum evra í lok annars ársfjórðungs og hefur hún aldrei verið sterkari. Er því spáð að bókin stækki í 449 milljónir evra í lok þessa árs. Greiningardeildin gerir jafnframt ráð fyrir því að Marel muni vaxa hraðar en markaðurinn, sem vex um fjögur til sex prósent á ári, allt til ársins 2021. Í útreikningum greiningardeildarinnar er ekki gert ráð fyrir að Marel stækki við sig með yfirtökum á öðrum félögum, en sérfræðingar Arion banka benda þó á að frekari yfirtökur séu líklegar, að minnsta kosti ef eitthvað má marka yfirlýsingar stjórnenda félagsins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Greiningardeild Arion metur gengi bréfa í Marel á 401 krónu á hlut sem er tæpum átta prósentum hærra en gengið stóð í þegar markaðir lokuðu síðdegis í gær. Er verðmat deildarinnar á félaginu óbreytt í evrum talið frá síðasta verðmati í maí, en hefur hækkað um átta prósent í krónum talið vegna gengisveikingar krónunnar síðustu tvo mánuði. Deildin birti verðmat sitt í gær í kjölfar þess að Marel birti uppgjör fyrir annan fjórðung ársins. Sérfræðingar Arion banka benda á að sala Marels á ársfjórðunginum hafi verið undir sínum væntingum sem og áætlunum stjórnenda félagsins. Þrátt fyrir að pöntunum félagsins hafi fjölgað um átján prósent á milli ára hafi pantanir á öðrum fjórðungi verið um sjö prósentum færri en á fyrsta ársfjórðungi. Það hafi verið undir væntingum greiningardeildarinnar. Þó er bent á í verðmatinu að pantanastaðan sé sterk sem þýði að mögulega sé von á miklum söluvexti á næstu misserum. Auk þess muni kaup Marels á brasilíska framleiðandanum Sulmaq ein og sér auka sölu félagsins um 2,5 prósent á ári. Stjórnendur Marels gera ráð fyrir að meðalvöxtur tekna verði um tólf prósent á ári næstu tíu árin. Greiningardeild Arion banka spáir um níu prósenta vexti í ár og telur að vöxturinn geti verið umfram væntingar félagsins á næsta ári, þá fyrst og fremst vegna sterkrar pantanastöðu. Pantanabók félagsins stóð í 418,9 milljónum evra í lok annars ársfjórðungs og hefur hún aldrei verið sterkari. Er því spáð að bókin stækki í 449 milljónir evra í lok þessa árs. Greiningardeildin gerir jafnframt ráð fyrir því að Marel muni vaxa hraðar en markaðurinn, sem vex um fjögur til sex prósent á ári, allt til ársins 2021. Í útreikningum greiningardeildarinnar er ekki gert ráð fyrir að Marel stækki við sig með yfirtökum á öðrum félögum, en sérfræðingar Arion banka benda þó á að frekari yfirtökur séu líklegar, að minnsta kosti ef eitthvað má marka yfirlýsingar stjórnenda félagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira