Viðskipti innlent

Samið um hönnun og byggingu nýs skóla í Hafnarfirði

Atli Ísleifsson skrifar
Skólinn verður samtals tæplega 9.000 fermetrar að stærð.
Skólinn verður samtals tæplega 9.000 fermetrar að stærð. hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær og Eykt hafa skrifað undir samning um hönnun og byggingu á nýjum skóla í Skarðshlíð.

Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að skólinn verði samtals tæplega 9.000 fermetrar að stærð, þar sem 6.800 fermetrar fari undir grunnskóla, 480 fermetrar undir tónlistarskóla, 760 fermetrar undir leikskóla og 870 fermetrar undir íþróttahús.

Framkvæmdir hefjast síðar í þessum mánuði og eru verklok áætluð 15. júní 2020. Samningurinn hljóðar upp á 3.979 milljónir króna, en verkið var auglýst í útboði í vor.

„Fyrsta áfanga uppbyggingar á að vera lokið 6. júlí 2018 og mun þá grunnskóli í Skarðshlíð flytja í húsnæðið eða nemendur í 1.-4.bekk sem hefja skólagöngu sína í safnaðarheimili Ástjarnarsóknar nú haustið 2017.

15. júní 2019 á húsnæði fyrir leikskóla að vera fullbúið og áframhaldandi uppbygging húsnæðis fyrir grunnskóla. Þann 15.júní 2020 á húsnæðið að vera fullbyggt og þar með talið grunnskóli, tónlistarskóli og íþróttahús við skólann,“ segir í tilkynningunni.

Stefán B. Veturliðason frá VSB, Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri, Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri Eyktar, Pétur Guðmundsson stjórnarformaður Eyktar og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu.Hafnarfjarðarbær





Fleiri fréttir

Sjá meira


×