Samkeppniseftirlitið telur of snemmt að slá föstu hver áhrif Costco verða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 06:00 Samkeppniseftirlitið tók áhrif verslanakeðjunnar Costco á innlendan markað til sérstakrar skoðunar, að sögn forstjóra eftirlitsins. Fréttablaðið/Eyþór Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir ekki rétt að Samkeppniseftirlitið hafi ekki tekið tillit til áhrifa af komu Costco í ákvörðun sinni í máli Haga og Lyfju. Þvert á móti hafi heill kafli í ákvörðuninni verið helgaður innkomu bandaríska risans á íslenskan markað. Í því ljósi komi fullyrðingar Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, á óvart. Andrés sagði í blaðinu í gær ekkert benda til þess að eftirlitið hafi, þegar það ógilti kaup Haga á Lyfju fyrr í sumar, tekið tillit til áhrifanna af komu Costco. Hagar hafa ekki ákveðið hvort ákvörðun eftirlitsins verður áfrýjað.Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Vísir/antonPáll Gunnar segir að rannsókn málsins hafi leitt í ljós að Costco hafi takmörkuð áhrif á þá markaði sem Hagar og Lyfja starfa bæði á. „Hvað dagvörumarkaðinn áhrærir höfum við bent á að það sé of snemmt að slá því föstu hver áhrif Costco muni verða hér á landi til lengri tíma litið. Hagar og aðrir markaðsaðilar gerðu sama fyrirvara, að það væri ekki komin nógu mikil reynsla af Costco. Við munum svo án efa leggja mat á þetta aftur þegar meiri reynsla er fengin af innkomu Costco.“ Hann segir það hlutverk samkeppnisyfirvalda að gæta almannahagsmuna og koma í veg fyrir að samrunar eigi sér stað sem skaði samkeppni og leiði þannig til hærra verðs eða verri þjónustu fyrir viðskiptavini. „Við verðum að vanda þetta mat og gæta þess að stefna ekki hagsmunum almennings í voða.“ Páll Gunnar segir að í ákvörðun eftirlitsins sé gerð grein fyrir ítarlegri rannsókn þess á áhrifum Costco. „Þar kemur fram að við öfluðum mjög víðtækra gagna, bæði frá samrunaaðilum og öðrum félögum sem starfa á dagvörumarkaði, í smásölu og heildsölu, en mörg þeirra lýstu yfir áhyggjum af samrunanum. Við öfluðum meðal annars áætlana frá Costco og Högum og öðrum keppinautum um innkomu Costco, upplýsinga um reynslu af opnun Costco annars staðar, tölulegra upplýsinga um rekstur Costco og veltu á fyrstu fjórum vikum starfseminnar og eins tölulegra upplýsinga frá öðrum félögum á markaðinum sem gáfu þá til kynna hver raunveruleg áhrif Costco voru á sölu í einstökum vöruflokkum. Við skoðuðum auk þess upplýsingar um veltu annarra erlendra verslanakeðja sem hafa hafið starfsemi hér á liðnum árum. Á grundvelli gagnanna sem við öfluðum stilltum við upp mögulegum sviðsmyndum af áhrifum Costco og byggðum okkar ályktanir á þeim.“ Hann tekur fram að Costco hafi ekki hafið starfsemi hér á landi fyrr en undir lok þess lögbundna tímafrests sem eftirlitið hafði til þess að ljúka afgreiðslu málsins. „Þannig að það var í raun og veru ekki fyrr en undir lok frestsins sem við gátum aflað upplýsinga um raunverulega reynslu af fyrstu vikum starfsemi Costco. Það verður síðan að koma í ljós hver þróunin verður. Það liggur í hlutarins eðli að þetta verður skoðað aftur. Það er augljóst að við rannsókn á öðrum samrunum, sem tengjast þeim mörkuðum sem Costco starfar á, munum við afla gagna að nýju og höfum þá lengri reynslu til þess að byggja mat okkar á.“ Costco Tengdar fréttir Rúmir 18 milljarðar þurrkast út eftir opnun Costco Forsvarsmenn Haga sendu á föstudagskvöldið frá sér sína aðra afkomuviðvörun á einum mánuði þar sem varað var við því að EBIDTA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði – verði um tuttugu prósentum lægri á öðrum fjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra. 8. ágúst 2017 06:00 Virðast ekki hafa tekið tillit til áhrifa af komu Costco Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir áhyggjuefni ef ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda samruna Haga og Lyfju sé ávísun á það sem koma skal. 8. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir ekki rétt að Samkeppniseftirlitið hafi ekki tekið tillit til áhrifa af komu Costco í ákvörðun sinni í máli Haga og Lyfju. Þvert á móti hafi heill kafli í ákvörðuninni verið helgaður innkomu bandaríska risans á íslenskan markað. Í því ljósi komi fullyrðingar Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, á óvart. Andrés sagði í blaðinu í gær ekkert benda til þess að eftirlitið hafi, þegar það ógilti kaup Haga á Lyfju fyrr í sumar, tekið tillit til áhrifanna af komu Costco. Hagar hafa ekki ákveðið hvort ákvörðun eftirlitsins verður áfrýjað.Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Vísir/antonPáll Gunnar segir að rannsókn málsins hafi leitt í ljós að Costco hafi takmörkuð áhrif á þá markaði sem Hagar og Lyfja starfa bæði á. „Hvað dagvörumarkaðinn áhrærir höfum við bent á að það sé of snemmt að slá því föstu hver áhrif Costco muni verða hér á landi til lengri tíma litið. Hagar og aðrir markaðsaðilar gerðu sama fyrirvara, að það væri ekki komin nógu mikil reynsla af Costco. Við munum svo án efa leggja mat á þetta aftur þegar meiri reynsla er fengin af innkomu Costco.“ Hann segir það hlutverk samkeppnisyfirvalda að gæta almannahagsmuna og koma í veg fyrir að samrunar eigi sér stað sem skaði samkeppni og leiði þannig til hærra verðs eða verri þjónustu fyrir viðskiptavini. „Við verðum að vanda þetta mat og gæta þess að stefna ekki hagsmunum almennings í voða.“ Páll Gunnar segir að í ákvörðun eftirlitsins sé gerð grein fyrir ítarlegri rannsókn þess á áhrifum Costco. „Þar kemur fram að við öfluðum mjög víðtækra gagna, bæði frá samrunaaðilum og öðrum félögum sem starfa á dagvörumarkaði, í smásölu og heildsölu, en mörg þeirra lýstu yfir áhyggjum af samrunanum. Við öfluðum meðal annars áætlana frá Costco og Högum og öðrum keppinautum um innkomu Costco, upplýsinga um reynslu af opnun Costco annars staðar, tölulegra upplýsinga um rekstur Costco og veltu á fyrstu fjórum vikum starfseminnar og eins tölulegra upplýsinga frá öðrum félögum á markaðinum sem gáfu þá til kynna hver raunveruleg áhrif Costco voru á sölu í einstökum vöruflokkum. Við skoðuðum auk þess upplýsingar um veltu annarra erlendra verslanakeðja sem hafa hafið starfsemi hér á liðnum árum. Á grundvelli gagnanna sem við öfluðum stilltum við upp mögulegum sviðsmyndum af áhrifum Costco og byggðum okkar ályktanir á þeim.“ Hann tekur fram að Costco hafi ekki hafið starfsemi hér á landi fyrr en undir lok þess lögbundna tímafrests sem eftirlitið hafði til þess að ljúka afgreiðslu málsins. „Þannig að það var í raun og veru ekki fyrr en undir lok frestsins sem við gátum aflað upplýsinga um raunverulega reynslu af fyrstu vikum starfsemi Costco. Það verður síðan að koma í ljós hver þróunin verður. Það liggur í hlutarins eðli að þetta verður skoðað aftur. Það er augljóst að við rannsókn á öðrum samrunum, sem tengjast þeim mörkuðum sem Costco starfar á, munum við afla gagna að nýju og höfum þá lengri reynslu til þess að byggja mat okkar á.“
Costco Tengdar fréttir Rúmir 18 milljarðar þurrkast út eftir opnun Costco Forsvarsmenn Haga sendu á föstudagskvöldið frá sér sína aðra afkomuviðvörun á einum mánuði þar sem varað var við því að EBIDTA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði – verði um tuttugu prósentum lægri á öðrum fjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra. 8. ágúst 2017 06:00 Virðast ekki hafa tekið tillit til áhrifa af komu Costco Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir áhyggjuefni ef ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda samruna Haga og Lyfju sé ávísun á það sem koma skal. 8. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Rúmir 18 milljarðar þurrkast út eftir opnun Costco Forsvarsmenn Haga sendu á föstudagskvöldið frá sér sína aðra afkomuviðvörun á einum mánuði þar sem varað var við því að EBIDTA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði – verði um tuttugu prósentum lægri á öðrum fjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra. 8. ágúst 2017 06:00
Virðast ekki hafa tekið tillit til áhrifa af komu Costco Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir áhyggjuefni ef ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda samruna Haga og Lyfju sé ávísun á það sem koma skal. 8. ágúst 2017 06:00