Telja markaðsvirði Össurar of hátt og uppgjör valda vonbrigðum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 06:00 Rekstur Össurarar hefur verið fremur stöðugur síðustu ár og ársvöxtur að meðaltali um 6,4%. vísir/anton brink Capacent telur að rekstur stoðtækjaframleiðandans Össurar sé góður og hafi skilað fjárfestum góðum arði. Hins vegar sé verð félagsins á markaði of hátt. Samkvæmt nýju verðmati Capacent, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er Össur metinn á 1.525 milljónir dala sem jafngildir 158,6 milljörðum króna og verðmatsgenginu 369 krónur á hlut. Gengi bréfa í félaginu var 470 krónur þegar verðmatið var gert, 2. ágúst, og er matið því um 21 prósenti undir markaðsgengi. Greinendur Capacent telja uppgjör Össurar á fyrstu sex mánuðum ársins hafa valdið vonbrigðum. Þeir benda á að rekstraráætlun félagsins hafi verið endurskoðuð. Nú geri félagið ráð fyrir að EBITDA-hlutfallið verði átján til nítján prósent, en ekki nítján til tuttugu prósent eins og áður. Þá hafi innri vöxtur Össurar á Ameríkumarkaði verið lítill eða eitt prósent, líklega vegna aukinnar samkeppni, sér í lagi í framleiðslu stuðningsvara. Benda þeir á að sala stuðningsvara hafi dregist saman nær samfellt frá árinu 2014. Þeir taka þó fram að rekstur Össurar hafi verið sterkur og EBITDA-hlutfallið hátt eða um nítján prósent að meðaltali á árunum 2010 til 2016. Gerir Capacent ráð fyrir að hlutfallið verði komið í 20,1 prósent á næsta ári og 20,8 prósent árið 2021. Auk þess er gert ráð fyrir um 7,5 prósenta tekjuvexti á þessu ári en á næstu árum er spáð 5,1 prósents tekjuvexti sem endurspeglar hagvöxt og verðbólgu á helstu markaðssvæðum Össurar. Greinendur Capacent segja að framlegðin sé há á markaðinum fyrir framleiðslu stoð- og stuðningstækja. Því sé líklegt að fleiri vilji „komast að veisluborðinu“. Telur Capacent því að helstu áskoranirnar í rekstri Össurar til framtíðar tengist vaxandi samkeppni. Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Capacent telur að rekstur stoðtækjaframleiðandans Össurar sé góður og hafi skilað fjárfestum góðum arði. Hins vegar sé verð félagsins á markaði of hátt. Samkvæmt nýju verðmati Capacent, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er Össur metinn á 1.525 milljónir dala sem jafngildir 158,6 milljörðum króna og verðmatsgenginu 369 krónur á hlut. Gengi bréfa í félaginu var 470 krónur þegar verðmatið var gert, 2. ágúst, og er matið því um 21 prósenti undir markaðsgengi. Greinendur Capacent telja uppgjör Össurar á fyrstu sex mánuðum ársins hafa valdið vonbrigðum. Þeir benda á að rekstraráætlun félagsins hafi verið endurskoðuð. Nú geri félagið ráð fyrir að EBITDA-hlutfallið verði átján til nítján prósent, en ekki nítján til tuttugu prósent eins og áður. Þá hafi innri vöxtur Össurar á Ameríkumarkaði verið lítill eða eitt prósent, líklega vegna aukinnar samkeppni, sér í lagi í framleiðslu stuðningsvara. Benda þeir á að sala stuðningsvara hafi dregist saman nær samfellt frá árinu 2014. Þeir taka þó fram að rekstur Össurar hafi verið sterkur og EBITDA-hlutfallið hátt eða um nítján prósent að meðaltali á árunum 2010 til 2016. Gerir Capacent ráð fyrir að hlutfallið verði komið í 20,1 prósent á næsta ári og 20,8 prósent árið 2021. Auk þess er gert ráð fyrir um 7,5 prósenta tekjuvexti á þessu ári en á næstu árum er spáð 5,1 prósents tekjuvexti sem endurspeglar hagvöxt og verðbólgu á helstu markaðssvæðum Össurar. Greinendur Capacent segja að framlegðin sé há á markaðinum fyrir framleiðslu stoð- og stuðningstækja. Því sé líklegt að fleiri vilji „komast að veisluborðinu“. Telur Capacent því að helstu áskoranirnar í rekstri Össurar til framtíðar tengist vaxandi samkeppni.
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira