Ólafía fékk 2,6 milljónir í Skotlandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. júlí 2017 08:34 Ólafía Þórunn slær á opna skoska. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum langbesta árangri á tímabilinu er hún hafnaði í þrettánda sæti á opna skoska meistaramótinu í golfi. Ólafía fékk 25094 dollara fyrir árangurinn eða rétt tæpar 2,6 milljónir króna. Hún hafði áður fengið mest 10437 dollara á tímabilinu en það var á móti í upphafi júlí. Alls hefur Ólafía fengið 41737 dollara fyrir þrjú mót í júlí af 65140 dollurum á tímabilinu alls. Júlí hefur því breytt miklu fyrir Ólafíu og möguleikum á að halda þátttökurétti sínum á LPGA-mótaröðinni. Sjá einnig: Ég er mun sterkari spilari en í byrjun árs Ólafía er nú í 104. sæti peningalista mótaraðarinnar og hoppar upp um átján sæti, úr því 122. Efstu 100 kylfingarnir á peningalistanum fá aftur þátttökurétt á næstu leiktíð. En Ólafía gerði sér lítið fyrir og hoppaði beint upp í 21. sæti peningalista Evrópumótaraðarinnar en opna skoska var sameiginlegt mót fyrir Evrópu og LPGA. Sá árangur dugði henni til að fá þátttökurétt á opna breska, þriðja risamóti ársins, sem hefst á fimmtudag. Valdís Þóra Jónsdóttir á einnig möguleika að komast á opna breska en hún hefur leik á úrtökumóti í dag. Ólafía er nú aðeins tæpum fjögur þúsund dollurum frá kylfingnum sem situr í 100. sæti peningalista LPGA-mótararaðarinnar. Golf Tengdar fréttir Ólafía: Því verri sem aðstæðurnar eru því betra fyrir mig Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var kampa kát í samtali við fjölmiðla eftir að ljóst var að hún tryggði sér sæti á einu af risamótum ársins í kvennaflokki, opna breska. 30. júlí 2017 18:28 Ólafía Þórunn verður með á opna breska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður með á opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Kingsbarns Golf Links golfvellinum í Skotlandi um Verslunarmannahelgina. 30. júlí 2017 16:38 Mamma Ólafíu verðlaunaði hana með pizzu eftir að dóttirin tryggði sig inn á opna breska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér sæti á opna breska meistaramótinu í dag með því að ná þrettánda sæti á opna breska meistaramótinu. 30. júlí 2017 18:10 Ólafía Þórunn: Ég er mun sterkari spilari en í byrjun árs Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endurskrifaði íslensku golfsöguna enn á ný í gær þegar hún tryggði sér fyrst Íslendinga sæti á opna breska risamótinu sem fer fram í Skotlandi um verslunarmannahelgina. 31. júlí 2017 08:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum langbesta árangri á tímabilinu er hún hafnaði í þrettánda sæti á opna skoska meistaramótinu í golfi. Ólafía fékk 25094 dollara fyrir árangurinn eða rétt tæpar 2,6 milljónir króna. Hún hafði áður fengið mest 10437 dollara á tímabilinu en það var á móti í upphafi júlí. Alls hefur Ólafía fengið 41737 dollara fyrir þrjú mót í júlí af 65140 dollurum á tímabilinu alls. Júlí hefur því breytt miklu fyrir Ólafíu og möguleikum á að halda þátttökurétti sínum á LPGA-mótaröðinni. Sjá einnig: Ég er mun sterkari spilari en í byrjun árs Ólafía er nú í 104. sæti peningalista mótaraðarinnar og hoppar upp um átján sæti, úr því 122. Efstu 100 kylfingarnir á peningalistanum fá aftur þátttökurétt á næstu leiktíð. En Ólafía gerði sér lítið fyrir og hoppaði beint upp í 21. sæti peningalista Evrópumótaraðarinnar en opna skoska var sameiginlegt mót fyrir Evrópu og LPGA. Sá árangur dugði henni til að fá þátttökurétt á opna breska, þriðja risamóti ársins, sem hefst á fimmtudag. Valdís Þóra Jónsdóttir á einnig möguleika að komast á opna breska en hún hefur leik á úrtökumóti í dag. Ólafía er nú aðeins tæpum fjögur þúsund dollurum frá kylfingnum sem situr í 100. sæti peningalista LPGA-mótararaðarinnar.
Golf Tengdar fréttir Ólafía: Því verri sem aðstæðurnar eru því betra fyrir mig Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var kampa kát í samtali við fjölmiðla eftir að ljóst var að hún tryggði sér sæti á einu af risamótum ársins í kvennaflokki, opna breska. 30. júlí 2017 18:28 Ólafía Þórunn verður með á opna breska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður með á opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Kingsbarns Golf Links golfvellinum í Skotlandi um Verslunarmannahelgina. 30. júlí 2017 16:38 Mamma Ólafíu verðlaunaði hana með pizzu eftir að dóttirin tryggði sig inn á opna breska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér sæti á opna breska meistaramótinu í dag með því að ná þrettánda sæti á opna breska meistaramótinu. 30. júlí 2017 18:10 Ólafía Þórunn: Ég er mun sterkari spilari en í byrjun árs Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endurskrifaði íslensku golfsöguna enn á ný í gær þegar hún tryggði sér fyrst Íslendinga sæti á opna breska risamótinu sem fer fram í Skotlandi um verslunarmannahelgina. 31. júlí 2017 08:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Ólafía: Því verri sem aðstæðurnar eru því betra fyrir mig Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var kampa kát í samtali við fjölmiðla eftir að ljóst var að hún tryggði sér sæti á einu af risamótum ársins í kvennaflokki, opna breska. 30. júlí 2017 18:28
Ólafía Þórunn verður með á opna breska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður með á opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Kingsbarns Golf Links golfvellinum í Skotlandi um Verslunarmannahelgina. 30. júlí 2017 16:38
Mamma Ólafíu verðlaunaði hana með pizzu eftir að dóttirin tryggði sig inn á opna breska Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér sæti á opna breska meistaramótinu í dag með því að ná þrettánda sæti á opna breska meistaramótinu. 30. júlí 2017 18:10
Ólafía Þórunn: Ég er mun sterkari spilari en í byrjun árs Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endurskrifaði íslensku golfsöguna enn á ný í gær þegar hún tryggði sér fyrst Íslendinga sæti á opna breska risamótinu sem fer fram í Skotlandi um verslunarmannahelgina. 31. júlí 2017 08:00