Kísilverið þarf að borga rúman milljarð Sæunn Gísladóttir skrifar 26. júlí 2017 06:00 Kísilver United Silicon í Helguvík. Vísir/Vilhelm United Silicon þarf að greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman einn milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kvað þriggja manna gerðardómur upp úrskurð þess efnis á mánudag. Krafa ÍAV hljóðaði upp á rúma tvo milljarða króna auk dráttarvaxta eins og Fréttablaðið fjallaði um í apríl. Reikningarnir vegna framkvæmda við verksmiðjuna námu þar af 1,1 milljarði króna en verktakinn hafði einnig gert bótakröfu vegna riftunar á samningi um að ÍAV kæmi að framkvæmdum á öðrum og þriðja áfanga kísilversins. Forsaga málsins er sú að ÍAV var aðalverktaki kísilversins en starfsmenn fyrirtækisins lögðu niður störf í Helguvík í júlí í fyrra. Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri ÍAV, boðaði þá að meintar vanefndir United Silicon færu fyrir gerðardóm. Það ferli hófst mánuði síðar þegar verktakafyrirtækið skipaði sinn mann í gerðardóminn og í febrúar síðastliðnum höfðu deilendurnir báðir lagt fram greinargerðir sínar. Magnús Garðarsson, stærsti eigandi kísilversins og þáverandi stjórnarmaður, sagði í ágúst í fyrra að deilan við ÍAV hefði orðið til þess að verkinu hefði seinkað um tvær vikur. Hafði Magnús þá áður kennt ÍAV um seinkun á gangsetningu verksmiðjunnar eða í júní 2016 þegar ÍAV hótaði fyrst að leggja niður störf. Rúmum mánuði eftir að ÍAV hætti vinnu við kísilverið höfðu starfsmenn þess ekki fengið afhentan tækjabúnað sem þeir voru neyddir til að skilja eftir á lóð United Silicon þegar lá við handalögmálum milli starfsmanna fyrirtækjanna tveggja. Sigurður sagði þá að stærstur hluti um eins milljarðs króna kröfu ÍAV vegna ógreiddra reikninga væri gjaldfallinn og að hann teldi að eigendur kísilversins ættu ekki fyrir framkvæmdinni. Sigurður vildi ekki tjá sig um niðurstöðu gerðardómsins og Magnús Garðarsson hætti í stjórn kísilversins í byrjun árs. Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon, segir ekki ákveðið hvort málinu verður áfrýjað. „Við skoðum bara dóminn og þegar við erum búin að fara yfir hann og lesa þá metum við framhaldið,“ segir Kristleifur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir ÍAV krefur kísilverið um tvo milljarða Deila ÍAV og United Silicon verður útkljáð fyrir gerðardómi á næstu mánuðum. Krafa verktakafyrirtækisins vegna meintra vanefnda hljóðar upp á rúma tvo milljarða króna. Forstjóri ÍAV vonar að niðurstaða fáist í byrjun sumars. 20. apríl 2017 07:00 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
United Silicon þarf að greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman einn milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kvað þriggja manna gerðardómur upp úrskurð þess efnis á mánudag. Krafa ÍAV hljóðaði upp á rúma tvo milljarða króna auk dráttarvaxta eins og Fréttablaðið fjallaði um í apríl. Reikningarnir vegna framkvæmda við verksmiðjuna námu þar af 1,1 milljarði króna en verktakinn hafði einnig gert bótakröfu vegna riftunar á samningi um að ÍAV kæmi að framkvæmdum á öðrum og þriðja áfanga kísilversins. Forsaga málsins er sú að ÍAV var aðalverktaki kísilversins en starfsmenn fyrirtækisins lögðu niður störf í Helguvík í júlí í fyrra. Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri ÍAV, boðaði þá að meintar vanefndir United Silicon færu fyrir gerðardóm. Það ferli hófst mánuði síðar þegar verktakafyrirtækið skipaði sinn mann í gerðardóminn og í febrúar síðastliðnum höfðu deilendurnir báðir lagt fram greinargerðir sínar. Magnús Garðarsson, stærsti eigandi kísilversins og þáverandi stjórnarmaður, sagði í ágúst í fyrra að deilan við ÍAV hefði orðið til þess að verkinu hefði seinkað um tvær vikur. Hafði Magnús þá áður kennt ÍAV um seinkun á gangsetningu verksmiðjunnar eða í júní 2016 þegar ÍAV hótaði fyrst að leggja niður störf. Rúmum mánuði eftir að ÍAV hætti vinnu við kísilverið höfðu starfsmenn þess ekki fengið afhentan tækjabúnað sem þeir voru neyddir til að skilja eftir á lóð United Silicon þegar lá við handalögmálum milli starfsmanna fyrirtækjanna tveggja. Sigurður sagði þá að stærstur hluti um eins milljarðs króna kröfu ÍAV vegna ógreiddra reikninga væri gjaldfallinn og að hann teldi að eigendur kísilversins ættu ekki fyrir framkvæmdinni. Sigurður vildi ekki tjá sig um niðurstöðu gerðardómsins og Magnús Garðarsson hætti í stjórn kísilversins í byrjun árs. Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon, segir ekki ákveðið hvort málinu verður áfrýjað. „Við skoðum bara dóminn og þegar við erum búin að fara yfir hann og lesa þá metum við framhaldið,“ segir Kristleifur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir ÍAV krefur kísilverið um tvo milljarða Deila ÍAV og United Silicon verður útkljáð fyrir gerðardómi á næstu mánuðum. Krafa verktakafyrirtækisins vegna meintra vanefnda hljóðar upp á rúma tvo milljarða króna. Forstjóri ÍAV vonar að niðurstaða fáist í byrjun sumars. 20. apríl 2017 07:00 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
ÍAV krefur kísilverið um tvo milljarða Deila ÍAV og United Silicon verður útkljáð fyrir gerðardómi á næstu mánuðum. Krafa verktakafyrirtækisins vegna meintra vanefnda hljóðar upp á rúma tvo milljarða króna. Forstjóri ÍAV vonar að niðurstaða fáist í byrjun sumars. 20. apríl 2017 07:00