Staða Marels aldrei sterkari Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. júlí 2017 06:00 Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, segir félagið stefna á tólf prósenta árlegan meðalvöxt tekna á næstu tíu árum. Félagið ætlar sér að stækka hraðar en markaðurinn sem vex um á milli fjögur til sex prósent á ári. Félagið hefur á síðustu árum meðal annars vaxið með yfirtökum á öðrum félögum. vísir/valli „Á heildina litið má segja að staða Marels hefur aldrei verið sterkari. Markaðsaðstæður eru góðar og pantanastaðan er sterk,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, en félagið birti í fyrradag uppgjör fyrir annan fjórðung ársins. Þar kemur meðal annars fram að pantanabók félagsins hafi staðið í 418,9 milljónum evra í lok fjórðungsins borið saman við 390,3 milljónir evra í lok fyrsta ársfjórðungs. Var vöxtur pantana fyrstu sex mánuði ársins sautján prósent á milli ára. Fjárfestar virðast hafa verið ánægðir með uppgjörið, en til marks um það hækkuðu hlutabréf í Marel um 1,5 prósent í verði í 836 milljóna króna viðskiptum í gær. Árni Oddur segir að mikið hafi verið um pantanir síðustu þrjá ársfjórðunga. „Þær verksmiðjur eru til afhendingar frá og með byrjun árs 2018, þannig að við erum nú að vinna að útfærslu á þeim og að hefja framleiðslu á þeim. Við gerum því ráð fyrir að sjá aukningu í veltu og þar af leiðandi, ef allt gengur vel, hagnaði á næstu misserum,“ nefnir Árni. „Þetta eru mjög flóknar og stórar verksmiðjur og í sumum tilfellum tekur lengri tíma að hanna þær heldur en menn ætla í fyrstu. Við tökum því ávallt fram í okkar uppgjörum að afkoman geti auðveldlega sveiflast á milli ársfjórðunga.“ Marel stefnir á tólf prósenta árlegan meðalvöxt tekna næstu tíu árin og ætlar félagið sér – með sterkri markaðsstöðu og nýsköpun – að vaxa hraðar en markaðurinn sem vex á milli fjögur til sex prósent árlega. Í júlímánuði var stærsta pöntun í sögu Marels tryggð með samningi við bandaríska verslanarisann Costco og Lincoln Premium Poultry um nýja hátækni kjúklingaverksmiðju í Nebraska í Bandaríkjunum. „Við gerum ráð fyrir að verksmiðjan verði starfhæf á fullum afköstum í apríl árið 2019. Með þessu verkefni erum við í samstarfi við Costco að umbreyta matvælaiðnaðinum. Costco er að feta nýjar slóðir en þeir ætla með okkar aðstoð að sjá um framleiðsluna frá upphafi til enda,“ segir Árni Oddur. Þeir munu fyrst sjá um eggin þar til þau klekjast. Fara þá kjúklingarnir til kjúklingabænda í þrjátíu til fjörutíu daga. Í kjölfarið eru þeir sendir í verksmiðjuna sem Marel hannar, þar sem við tekur slátrun og fullvinnsla. Er gert ráð fyrir að um 1,6 milljónir kjúklinga verði að fullunninni vöru í viku hverri. „Við sjáum um framleiðsluna allt frá bónda þar til varan er fullunnin. Það er nýtt fyrir okkur, því fram að þessu höfum við séð um framleiðsluna frá slátrun. Þetta er líka nýtt fyrir Costco. Þeir hafa hingað til séð um áframvinnslu á kjöti en hafa ekki áður séð um alla virðiskeðjuna.“ Árni Oddur segir framtíðarsýn Marels og viðskiptavina skipta máli. „Við erum að reyna að gera viðskiptavinum okkar kleift að framleiða hágæða matvæli á hagkvæman og sjálfbæran hátt. Við höfum unnið að því að auka gæði og öryggi og höfum fjárfest verulega í tækni til þess að auka sjálfbærni.“Sjá mikil tækifæri í Brasilíu og Suður-Ameríku Markmiðið með kaupum Marels á Sulmaq, brasilískum framleiðanda á búnaði fyrir fyrsta stig kjötvinnslu, sem tilkynnt var um í fyrradag, er að styrkja stöðu félagsins í Suður-Ameríku og tryggja greiðari aðgang að stækkandi vaxtarmörkuðum fyrir nauta- og svínakjöt. Árni Oddur bendir á að Brasilía ein og sér sé annar stærsti framleiðandi nautakjöts í heiminum og þriðji stærsti framleiðandi kjúklingakjöts. Landið sé jafnframt stór útflytjandi á korni og sojabaunum. „Við erum með þrjátíu prósent af okkar veltu í Bandaríkjunum og Kanada sem er 360 milljóna manna markaður, en sex til tíu prósent af veltunni okkar er í Suður- eða Mið-Ameríku sem er 630 milljóna manna markaður. Við sjáum því mikil tækifæri þarna. Við höfum undanfarna tvo áratugi náð góðum árangri í að nútímavæða kjúklingaiðnaðinn og náð landvinningum í laxaiðnaði á þessu markaðssvæði og teljum að með kaupunum á Sulmaq séum við enn betur í stakk búin fyrir frekari vöxt þarna.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
„Á heildina litið má segja að staða Marels hefur aldrei verið sterkari. Markaðsaðstæður eru góðar og pantanastaðan er sterk,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, en félagið birti í fyrradag uppgjör fyrir annan fjórðung ársins. Þar kemur meðal annars fram að pantanabók félagsins hafi staðið í 418,9 milljónum evra í lok fjórðungsins borið saman við 390,3 milljónir evra í lok fyrsta ársfjórðungs. Var vöxtur pantana fyrstu sex mánuði ársins sautján prósent á milli ára. Fjárfestar virðast hafa verið ánægðir með uppgjörið, en til marks um það hækkuðu hlutabréf í Marel um 1,5 prósent í verði í 836 milljóna króna viðskiptum í gær. Árni Oddur segir að mikið hafi verið um pantanir síðustu þrjá ársfjórðunga. „Þær verksmiðjur eru til afhendingar frá og með byrjun árs 2018, þannig að við erum nú að vinna að útfærslu á þeim og að hefja framleiðslu á þeim. Við gerum því ráð fyrir að sjá aukningu í veltu og þar af leiðandi, ef allt gengur vel, hagnaði á næstu misserum,“ nefnir Árni. „Þetta eru mjög flóknar og stórar verksmiðjur og í sumum tilfellum tekur lengri tíma að hanna þær heldur en menn ætla í fyrstu. Við tökum því ávallt fram í okkar uppgjörum að afkoman geti auðveldlega sveiflast á milli ársfjórðunga.“ Marel stefnir á tólf prósenta árlegan meðalvöxt tekna næstu tíu árin og ætlar félagið sér – með sterkri markaðsstöðu og nýsköpun – að vaxa hraðar en markaðurinn sem vex á milli fjögur til sex prósent árlega. Í júlímánuði var stærsta pöntun í sögu Marels tryggð með samningi við bandaríska verslanarisann Costco og Lincoln Premium Poultry um nýja hátækni kjúklingaverksmiðju í Nebraska í Bandaríkjunum. „Við gerum ráð fyrir að verksmiðjan verði starfhæf á fullum afköstum í apríl árið 2019. Með þessu verkefni erum við í samstarfi við Costco að umbreyta matvælaiðnaðinum. Costco er að feta nýjar slóðir en þeir ætla með okkar aðstoð að sjá um framleiðsluna frá upphafi til enda,“ segir Árni Oddur. Þeir munu fyrst sjá um eggin þar til þau klekjast. Fara þá kjúklingarnir til kjúklingabænda í þrjátíu til fjörutíu daga. Í kjölfarið eru þeir sendir í verksmiðjuna sem Marel hannar, þar sem við tekur slátrun og fullvinnsla. Er gert ráð fyrir að um 1,6 milljónir kjúklinga verði að fullunninni vöru í viku hverri. „Við sjáum um framleiðsluna allt frá bónda þar til varan er fullunnin. Það er nýtt fyrir okkur, því fram að þessu höfum við séð um framleiðsluna frá slátrun. Þetta er líka nýtt fyrir Costco. Þeir hafa hingað til séð um áframvinnslu á kjöti en hafa ekki áður séð um alla virðiskeðjuna.“ Árni Oddur segir framtíðarsýn Marels og viðskiptavina skipta máli. „Við erum að reyna að gera viðskiptavinum okkar kleift að framleiða hágæða matvæli á hagkvæman og sjálfbæran hátt. Við höfum unnið að því að auka gæði og öryggi og höfum fjárfest verulega í tækni til þess að auka sjálfbærni.“Sjá mikil tækifæri í Brasilíu og Suður-Ameríku Markmiðið með kaupum Marels á Sulmaq, brasilískum framleiðanda á búnaði fyrir fyrsta stig kjötvinnslu, sem tilkynnt var um í fyrradag, er að styrkja stöðu félagsins í Suður-Ameríku og tryggja greiðari aðgang að stækkandi vaxtarmörkuðum fyrir nauta- og svínakjöt. Árni Oddur bendir á að Brasilía ein og sér sé annar stærsti framleiðandi nautakjöts í heiminum og þriðji stærsti framleiðandi kjúklingakjöts. Landið sé jafnframt stór útflytjandi á korni og sojabaunum. „Við erum með þrjátíu prósent af okkar veltu í Bandaríkjunum og Kanada sem er 360 milljóna manna markaður, en sex til tíu prósent af veltunni okkar er í Suður- eða Mið-Ameríku sem er 630 milljóna manna markaður. Við sjáum því mikil tækifæri þarna. Við höfum undanfarna tvo áratugi náð góðum árangri í að nútímavæða kjúklingaiðnaðinn og náð landvinningum í laxaiðnaði á þessu markaðssvæði og teljum að með kaupunum á Sulmaq séum við enn betur í stakk búin fyrir frekari vöxt þarna.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira