Fyrrverandi knattspyrnufólk skipar nýjar stöður hjá VÍS Haraldur Guðmundsson skrifar 10. júlí 2017 15:04 Jón Ragnar Gunnarsson, Elfa Björk Erlingsdóttir og Bjarni Guðjónsson. VÍS hefur samkvæmt tilkynningu vátryggingafélagsins ráðið í þrjár stöður í þeim tilgangi að styrkja enn frekar þjónustu þess á fyrirtækjamarkaði. Bjarni Guðjónsson, fyrrverandi knattspyrnumaður og aðstoðarþjálfari Víkings hefur verið ráðinn í starf viðskiptastjóra með áherslu á sjávarútveg í fyrirtækjaráðgjöf. Í tilkynningu VÍS segir að Bjarni sé með BS próf í viðskipta- og markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hafi starfað sem sölustjóri sjávarútvegsteymis hjá Odda en áður var hann aðalþjálfari KR og Fram í úrvaldsdeild karla og verslunarstjóri hjá Ellingsen. Bjarni er giftur Önnu Maríu Gísladóttur og eiga þau þrjú börn á aldrinum 3 - 14 ára. Hann kemur til starfa til VÍS 1. ágúst nk. VÍS greinir einnig frá því að Elfa Björk Erlingsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu, hafi verið ráðin í starf fyrirtækjaráðgjafa í fyrirtækjaráðgjöf vátryggingafélagsins. Elfa Björk er með meistarapróf í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað hjá Sjóvá frá árinu 2009 m.a. sem ráðgjafi hjá Sjóvá Líf, ráðgjafi á tjónasviði vegna ökutækja og persónutrygginga og staðgengill fræðslustjóra. Áður vann hún hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Elfa Björk er fyrrum landsliðskona í fótbolta og spilaði í mörg ár fyrir Stjörnuna og KR. Elfa Björk er gift Sigurði Bjarna Sigurðssyni og eiga þau tvær dætur, 7 og 11 ára. Elfa Björk kemur til starfa til VÍS fyrir miðjan ágúst. Þá hefur Jón Ragnar Gunnarsson verið ráðinn í starf viðskiptastjóra í fyrirtækjaráðgjöf. Jón Ragnar stundaði nám við Háskóla Íslands í ensku og bókmenntum og lauk einnig kennararéttindum frá Kennaraháskóla Íslands. Jón Ragnar hefur starfað hjá Sjóvá síðustu sextán árin, síðustu sjö árin sem viðskiptastjóri á fyrirtækjamarkaði. Áður hefur Jón Ragnar starfað sem grunnskólakennari, í ferðaþjónustu sem leiðsögumaður, hjá lögreglunni í Hafnarfirði og hjá Slökkviliði Reykjavíkur. Jón Ragnar er giftur Huldu Sólveigu Jóhannsdóttur og eiga þau þrjú börn á aldrinum 11 – 17 ára. Hann kemur til starfa til VÍS 1. ágúst nk. Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
VÍS hefur samkvæmt tilkynningu vátryggingafélagsins ráðið í þrjár stöður í þeim tilgangi að styrkja enn frekar þjónustu þess á fyrirtækjamarkaði. Bjarni Guðjónsson, fyrrverandi knattspyrnumaður og aðstoðarþjálfari Víkings hefur verið ráðinn í starf viðskiptastjóra með áherslu á sjávarútveg í fyrirtækjaráðgjöf. Í tilkynningu VÍS segir að Bjarni sé með BS próf í viðskipta- og markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hafi starfað sem sölustjóri sjávarútvegsteymis hjá Odda en áður var hann aðalþjálfari KR og Fram í úrvaldsdeild karla og verslunarstjóri hjá Ellingsen. Bjarni er giftur Önnu Maríu Gísladóttur og eiga þau þrjú börn á aldrinum 3 - 14 ára. Hann kemur til starfa til VÍS 1. ágúst nk. VÍS greinir einnig frá því að Elfa Björk Erlingsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu, hafi verið ráðin í starf fyrirtækjaráðgjafa í fyrirtækjaráðgjöf vátryggingafélagsins. Elfa Björk er með meistarapróf í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað hjá Sjóvá frá árinu 2009 m.a. sem ráðgjafi hjá Sjóvá Líf, ráðgjafi á tjónasviði vegna ökutækja og persónutrygginga og staðgengill fræðslustjóra. Áður vann hún hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Elfa Björk er fyrrum landsliðskona í fótbolta og spilaði í mörg ár fyrir Stjörnuna og KR. Elfa Björk er gift Sigurði Bjarna Sigurðssyni og eiga þau tvær dætur, 7 og 11 ára. Elfa Björk kemur til starfa til VÍS fyrir miðjan ágúst. Þá hefur Jón Ragnar Gunnarsson verið ráðinn í starf viðskiptastjóra í fyrirtækjaráðgjöf. Jón Ragnar stundaði nám við Háskóla Íslands í ensku og bókmenntum og lauk einnig kennararéttindum frá Kennaraháskóla Íslands. Jón Ragnar hefur starfað hjá Sjóvá síðustu sextán árin, síðustu sjö árin sem viðskiptastjóri á fyrirtækjamarkaði. Áður hefur Jón Ragnar starfað sem grunnskólakennari, í ferðaþjónustu sem leiðsögumaður, hjá lögreglunni í Hafnarfirði og hjá Slökkviliði Reykjavíkur. Jón Ragnar er giftur Huldu Sólveigu Jóhannsdóttur og eiga þau þrjú börn á aldrinum 11 – 17 ára. Hann kemur til starfa til VÍS 1. ágúst nk.
Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira