Varpa ljósi á umfang skuldsetningar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. júlí 2017 06:00 Hvergi í Evrópu eru birtar upplýsingar um heildarveðsetningu á hlutabréfamörkuðum, líkt og til stendur að gera hér á landi. Fréttablaðið/Stefán Nasdaq kauphöllin á Íslandi hyggst frá og með deginum í dag taka saman og birta opinberlega upplýsingar um heildarveðsetningu hlutabréfamarkaðarins. Slíkar upplýsingar, sem geta veitt vísbendingar um umfang skuldsetningar, hafa ekki verið birtar áður á evrópskum hlutabréfamörkuðum, eftir því sem best er vitað. Forstöðumaður eftirlitssviðs Nasdaq segir að með birtingunni sé enn eitt skrefið stigið í átt að auknu gagnsæi á markaðinum. Um er að ræða upplýsingar um meðalveðsetningu skráðra félaga á hlutabréfamörkuðum, þ.e. Aðalmarkaði og First North, reiknað út frá hlutfallslegu vægi hvers og eins félags, en byggt er á gögnum um veðsettar eignir í kerfum Nasdaq verðbréfamiðstöðvar. Gögnin gefa til kynna að aðeins hafi dregið úr veðsetningu hlutabréfa á síðustu árum. Þannig var meðalveðsetning félaga sem skráð eru í Kauphöllina um 11,25 prósent af heildarverðmæti markaðarins í lok árs 2014 borið saman við 9,97 prósent í lok júní á þessu ári. Taka skal fram að gögnin sýna einungis beina veðsetningu þar sem veð í verðbréfi hefur verið skráð á reikningi í kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvarinnar. Gögnin sýna þannig ekki hvert heildarumfang skuldsetningar á hlutabréfamarkaðinum er, en veita þó ákveðnar vísbendingar í þá veru.Baldur Thorlacius, forstöðumaður eftirlitssviðs Nasdaq kauphallarinnar.mynd/ingólfur júlíussonBaldur Thorlacius, forstöðumaður eftirlitssviðs Nasdaq Iceland, segir að hugmyndin að því að birta umræddar upplýsingar hafi kviknað eftir að rannsóknarnefnd Alþingis, sem rannsakaði fall bankanna 2008, tók saman sambærileg gögn. „Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar birtust meðal annars upplýsingar um þróun á markaðsvirði veðsettra hlutabréfa, sem skráð voru í Kauphöllinni, sem hlutfall af heildarvirði markaðarins á árunum fyrir hrun. Þar má sjá að skuldsetningin á markaðinum óx nokkurn veginn í takt við hækkun hlutabréfaverðs. Það sannar auðvitað ekki neitt, en gefur okkur samt vísbendingu um að ákveðin fylgni sé þarna á milli, sem er jafnframt í samræmi við fræðikenningar í þá veru. Eftir að umræddar upplýsingar birtust í skýrslunni vöktu þær þó nokkra athygli og höfðu margir á orði að ef þeir hefðu vitað að skuldsetningin á markaðinum væri svona mikil, þá hefðu þeir kannski hugsað sig tvisvar um og haldið mögulega að sér höndum,“ segir Baldur. Margir hafi vitað að skuldsetningin væri mikil en ekki áttað sig á heildarumfanginu. „Það gerir líka hverjum og einum banka erfiðara fyrir í sinni áhættustýringu að vita ekki hver heildarveðsetningin á markaðinum er. Að vita bara sína stöðu en geta ekki gefið sér neitt um hvar markaðurinn stendur.“ Upplýsingar um veðsetningu gætu því minnkað líkur á að markaðurinn verði of skuldsettur og fjárfestar stökkvi inn á slíkan markað. Baldur segir að aukin skuldsetning geti verið til marks um aukna bjartsýni á meðal fjárfesta, svo lengi sem hún sé ekki óhófleg. Of mikil skuldsetning geti hins vegar leitt til hækkunar eignaverðs umfram raunvirði til skemmri tíma og eins gert það að verkum að áhrif neikvæðra atburða á hlutabréfaverð verði harkalegri en ella. Ef hlutabréf félags séu að stórum hluta veðsett geti lítil verðlækkun komið af stað keðjuverkun sem leiðir til þess að heildarlækkunin verði mikil og hröð. „Mikil skuldsetning getur allavega aukið sveiflurnar á markaði. Fyrir vikið höfum við talið æskilegt að það ríkti ákveðið gagnsæi um umfang skuldsetningarinnar og þróun hennar. Þannig geta fjárfestar þá að minnsta kosti verið meðvitaðir um stöðuna og tekið upplýstar ákvarðanir á grundvelli þess hver hún er.“ Aukin upplýsingagjöf á hlutabréfamarkaðinum Eins og kunnugt er tók reglugerð Evrópusambandsins um skortsölu gildi hér á landi 1. júlí síðastliðinn. Í reglugerðinni eru gerðar nokkuð strangar kröfur til fjárfesta um að þeir tilkynni skortstöður sínar til yfirvalda að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ef skortstaða fjárfestis í hlutabréfum félags fer yfir sem nemur 0,5 prósent af útgefnu hlutafé félagsins þarf hann, svo dæmi sé tekið, að birta opinberlega tilkynningu um það. Reglugerðin felur þannig í sér að nokkuð ítarlegar upplýsingar verða birtar með opinberum hætti um skortstöður niður á einstaka hlutabréf. Baldur segir að með birtingu upplýsinga um annars vegar veðsetningu hlutabréfamarkaðarins og hins vegar skortstöður sé veitt betri innsýn inn í þau öfl sem geta mögulega haft áhrif á framboð og eftirspurn eftir hlutabréfum. „Það geta vonandi flestir verið sammála að um sé að ræða gagnlega viðbót við þá flóru upplýsinga sem fjárfestar höfðu áður aðgang að,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Nasdaq kauphöllin á Íslandi hyggst frá og með deginum í dag taka saman og birta opinberlega upplýsingar um heildarveðsetningu hlutabréfamarkaðarins. Slíkar upplýsingar, sem geta veitt vísbendingar um umfang skuldsetningar, hafa ekki verið birtar áður á evrópskum hlutabréfamörkuðum, eftir því sem best er vitað. Forstöðumaður eftirlitssviðs Nasdaq segir að með birtingunni sé enn eitt skrefið stigið í átt að auknu gagnsæi á markaðinum. Um er að ræða upplýsingar um meðalveðsetningu skráðra félaga á hlutabréfamörkuðum, þ.e. Aðalmarkaði og First North, reiknað út frá hlutfallslegu vægi hvers og eins félags, en byggt er á gögnum um veðsettar eignir í kerfum Nasdaq verðbréfamiðstöðvar. Gögnin gefa til kynna að aðeins hafi dregið úr veðsetningu hlutabréfa á síðustu árum. Þannig var meðalveðsetning félaga sem skráð eru í Kauphöllina um 11,25 prósent af heildarverðmæti markaðarins í lok árs 2014 borið saman við 9,97 prósent í lok júní á þessu ári. Taka skal fram að gögnin sýna einungis beina veðsetningu þar sem veð í verðbréfi hefur verið skráð á reikningi í kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvarinnar. Gögnin sýna þannig ekki hvert heildarumfang skuldsetningar á hlutabréfamarkaðinum er, en veita þó ákveðnar vísbendingar í þá veru.Baldur Thorlacius, forstöðumaður eftirlitssviðs Nasdaq kauphallarinnar.mynd/ingólfur júlíussonBaldur Thorlacius, forstöðumaður eftirlitssviðs Nasdaq Iceland, segir að hugmyndin að því að birta umræddar upplýsingar hafi kviknað eftir að rannsóknarnefnd Alþingis, sem rannsakaði fall bankanna 2008, tók saman sambærileg gögn. „Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar birtust meðal annars upplýsingar um þróun á markaðsvirði veðsettra hlutabréfa, sem skráð voru í Kauphöllinni, sem hlutfall af heildarvirði markaðarins á árunum fyrir hrun. Þar má sjá að skuldsetningin á markaðinum óx nokkurn veginn í takt við hækkun hlutabréfaverðs. Það sannar auðvitað ekki neitt, en gefur okkur samt vísbendingu um að ákveðin fylgni sé þarna á milli, sem er jafnframt í samræmi við fræðikenningar í þá veru. Eftir að umræddar upplýsingar birtust í skýrslunni vöktu þær þó nokkra athygli og höfðu margir á orði að ef þeir hefðu vitað að skuldsetningin á markaðinum væri svona mikil, þá hefðu þeir kannski hugsað sig tvisvar um og haldið mögulega að sér höndum,“ segir Baldur. Margir hafi vitað að skuldsetningin væri mikil en ekki áttað sig á heildarumfanginu. „Það gerir líka hverjum og einum banka erfiðara fyrir í sinni áhættustýringu að vita ekki hver heildarveðsetningin á markaðinum er. Að vita bara sína stöðu en geta ekki gefið sér neitt um hvar markaðurinn stendur.“ Upplýsingar um veðsetningu gætu því minnkað líkur á að markaðurinn verði of skuldsettur og fjárfestar stökkvi inn á slíkan markað. Baldur segir að aukin skuldsetning geti verið til marks um aukna bjartsýni á meðal fjárfesta, svo lengi sem hún sé ekki óhófleg. Of mikil skuldsetning geti hins vegar leitt til hækkunar eignaverðs umfram raunvirði til skemmri tíma og eins gert það að verkum að áhrif neikvæðra atburða á hlutabréfaverð verði harkalegri en ella. Ef hlutabréf félags séu að stórum hluta veðsett geti lítil verðlækkun komið af stað keðjuverkun sem leiðir til þess að heildarlækkunin verði mikil og hröð. „Mikil skuldsetning getur allavega aukið sveiflurnar á markaði. Fyrir vikið höfum við talið æskilegt að það ríkti ákveðið gagnsæi um umfang skuldsetningarinnar og þróun hennar. Þannig geta fjárfestar þá að minnsta kosti verið meðvitaðir um stöðuna og tekið upplýstar ákvarðanir á grundvelli þess hver hún er.“ Aukin upplýsingagjöf á hlutabréfamarkaðinum Eins og kunnugt er tók reglugerð Evrópusambandsins um skortsölu gildi hér á landi 1. júlí síðastliðinn. Í reglugerðinni eru gerðar nokkuð strangar kröfur til fjárfesta um að þeir tilkynni skortstöður sínar til yfirvalda að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ef skortstaða fjárfestis í hlutabréfum félags fer yfir sem nemur 0,5 prósent af útgefnu hlutafé félagsins þarf hann, svo dæmi sé tekið, að birta opinberlega tilkynningu um það. Reglugerðin felur þannig í sér að nokkuð ítarlegar upplýsingar verða birtar með opinberum hætti um skortstöður niður á einstaka hlutabréf. Baldur segir að með birtingu upplýsinga um annars vegar veðsetningu hlutabréfamarkaðarins og hins vegar skortstöður sé veitt betri innsýn inn í þau öfl sem geta mögulega haft áhrif á framboð og eftirspurn eftir hlutabréfum. „Það geta vonandi flestir verið sammála að um sé að ræða gagnlega viðbót við þá flóru upplýsinga sem fjárfestar höfðu áður aðgang að,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira