Króna fyrir hvern? Stjórnarmaðurinn skrifar 16. júlí 2017 13:44 Krónan hefur gefið eftir um tæp tíu prósent gagnvart helstu viðskiptamyntum á rúmum mánuði. Athygli vekur að það gerist á háannatíma ferðaþjónustunnar, en samkvæmt öllum hefðbundnum stikum ætti blásumarið að vera sá tími þegar innflæði gjaldeyris er mest til landsins. Sagan segir okkur að krónan styrkist alla jafna á þessum árstíma. Nú er annað uppi á teningnum og margir anda vafalaust eilítið léttar. Útflutningsgreinarnar hafa einfaldlega verið komnar að þolmörkum. Athyglisvert hefur líka verið að heyra í fólki sem starfar í ferðaþjónustu. Margir hafa talað opinberlega um að ferðamenn kvarti undan okri – þó það nú væri – og aðrir hafa ekki farið leynt með að farið sé að bera á afbókunum fyrir næsta vetur. Greinilegt er því að krónan ofursterka er farin að bíta á nýju grundvallaratvinnugreinina okkar. Vonandi er skaðinn ekki óafturkræfur, en ljóst er þó að ferðaþjónustan, rétt eins og aðrar atvinnugreinar í landinu sem á einhvern hátt byggjast á samskiptum við útlönd, má illa við því að notast við gjaldmiðil sem reglulega tekur snarpar dýfur eða stökk í hæstu hæðir eins og hendi sé veifað. Það býður ekki bara þeirri hættu heim, að ferðamönnum ofbjóði verðlagið þegar sá gállinn er á krónunni, heldur er nánast ómögulegt að gera skynsamlegar rekstraráætlanir til lengri tíma. Ófarir bílaleiga hérlendis í sumar eru til marks um það. Nú hefur ferðaþjónustan fengið að finna fyrir því hversu óhentugur gjaldmiðill krónan er. Sjávarútvegurinn hefur sömuleiðis fengið að finna fyrir henni. Sú tíð er sem betur fer liðin að forsvarsmenn þeirrar ágætu atvinnugreinar geti pantað gengisfellingu eftir hentugleikum. Raunar er það svo að sú atvinnugrein hefur í auknum mæli sagt skilið við krónuhagkerfið. Ekki er því gott að segja hverjir hafa hag af að halda krónunni. Kannski helst pólitíkusarnir sem hafa þá fleiri þræði á sinni hendi, fleiri bitlinga og störf til að útdeila. Gjarnan er vitnað til þess að krónan veiti sveigjanleika þegar illa árar. Vissulega er sannleikskorn í því. Hin hliðin á peningnum er sú að þótt gengissveiflurnar kunni að draga úr sjúkdómseinkennum með því að varpa kvölinni yfir á aðra, þá er krónan króníski sjúkdómurinn sem sífellt er verið að glíma við.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Krónan hefur gefið eftir um tæp tíu prósent gagnvart helstu viðskiptamyntum á rúmum mánuði. Athygli vekur að það gerist á háannatíma ferðaþjónustunnar, en samkvæmt öllum hefðbundnum stikum ætti blásumarið að vera sá tími þegar innflæði gjaldeyris er mest til landsins. Sagan segir okkur að krónan styrkist alla jafna á þessum árstíma. Nú er annað uppi á teningnum og margir anda vafalaust eilítið léttar. Útflutningsgreinarnar hafa einfaldlega verið komnar að þolmörkum. Athyglisvert hefur líka verið að heyra í fólki sem starfar í ferðaþjónustu. Margir hafa talað opinberlega um að ferðamenn kvarti undan okri – þó það nú væri – og aðrir hafa ekki farið leynt með að farið sé að bera á afbókunum fyrir næsta vetur. Greinilegt er því að krónan ofursterka er farin að bíta á nýju grundvallaratvinnugreinina okkar. Vonandi er skaðinn ekki óafturkræfur, en ljóst er þó að ferðaþjónustan, rétt eins og aðrar atvinnugreinar í landinu sem á einhvern hátt byggjast á samskiptum við útlönd, má illa við því að notast við gjaldmiðil sem reglulega tekur snarpar dýfur eða stökk í hæstu hæðir eins og hendi sé veifað. Það býður ekki bara þeirri hættu heim, að ferðamönnum ofbjóði verðlagið þegar sá gállinn er á krónunni, heldur er nánast ómögulegt að gera skynsamlegar rekstraráætlanir til lengri tíma. Ófarir bílaleiga hérlendis í sumar eru til marks um það. Nú hefur ferðaþjónustan fengið að finna fyrir því hversu óhentugur gjaldmiðill krónan er. Sjávarútvegurinn hefur sömuleiðis fengið að finna fyrir henni. Sú tíð er sem betur fer liðin að forsvarsmenn þeirrar ágætu atvinnugreinar geti pantað gengisfellingu eftir hentugleikum. Raunar er það svo að sú atvinnugrein hefur í auknum mæli sagt skilið við krónuhagkerfið. Ekki er því gott að segja hverjir hafa hag af að halda krónunni. Kannski helst pólitíkusarnir sem hafa þá fleiri þræði á sinni hendi, fleiri bitlinga og störf til að útdeila. Gjarnan er vitnað til þess að krónan veiti sveigjanleika þegar illa árar. Vissulega er sannleikskorn í því. Hin hliðin á peningnum er sú að þótt gengissveiflurnar kunni að draga úr sjúkdómseinkennum með því að varpa kvölinni yfir á aðra, þá er krónan króníski sjúkdómurinn sem sífellt er verið að glíma við.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira