Viðskipti innlent

„Seðlabankinn verður að girða sig í brók“

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Þórir Garðarsson varaformaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar.
Þórir Garðarsson varaformaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar.

Norskt viðskiptablað segir að miklar áhyggjur séu af annarri kreppu á Íslandi. Varaformaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar vísar því á bug að hrun sé framundan í ferðaþjónustu. Hann segir að óvissan um gengið sé stærsta vandamálið sem atvinnugreinin standi frammi fyrir og kallar eftir aðgerðum frá Seðlabankanum til að bregðast við gengisflökti.

Undanfarið hafa birst fréttir um að blikur séu á lofti í íslenskri ferðaþjónustu. Þannig hafa bankarnir dregið úr útlánum til hótelafyrirtækja á landsbyggðinni og kortavelta erlendra ferðamanna hefur minnkað ekki síst vegna styrkingar krónunnar. 

Í norska norska viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv er umfjöllun um að menn óttist nýja kreppu í efnahagslífinu á Íslandi. Þar segir að vöxtur ferðaþjónustunnar á Íslandi hafi tryggt viðsnúning í efnahagslífinu eftir bankahrunið en svona hraður og mikill vöxtur á skömmum tíma sé ekki sjálfbær. 

Þórir Garðarsson varaformaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar segir að staðan sé viðkvæm.

„Á vissan hátt eru blikur á lofti. Því miður er það að raungerast sem við höfðum spáð síðasta vetur, þegar umræðan um virðisaukaskatt var sem hæst, að áhrif gengisstyrkingar íslensku krónunnar eru núna klárlega komnar fram. Ferðamenn eyða minna, ferðamenn dveljast skemur og fara minna út á land. Það er ákveðið áhyggjuefni,“ segir Þórir. 

Er hrun yfirvofandi vegna afkomubrests í ferðaþjónustu?
„Nei, það held ég ekki. Ekki hrun. Það getur verið að þetta sé svipuð niðursveifla og við upplifðum 2001 eftir mjög gott ár árið 2000.“

Þórir segir að óvissan um gengi krónunnar sé stærsta vandamálið og stjórnvöld verði að bregðast við því. 

„Það er bara alveg nauðsynlegt að stoppa þetta flökt á krónunni. Menn hafa talað um að lækka stýrivexti, það mun hafa mikil áhrif. Seðlabankinn verður að girða sig í brók og með öllum tiltækum ráðum, koma böndum á þetta flökt á krónunni,“ segir Þórir Garðarsson.

Stýrivextir eða meginvextir Seðlabankans eru vextir af sjö daga bundnum innlánum lánastofnana hjá Seðlabankanum og voru þessir vextir lækkaðir um 0,25 prósentur í 4,5 prósent hinn 14. júní síðastliðinn. Næsti vaxtaákvörðunardagur peningastefnunefndar Seðlabankans er hinn 23. ágúst næstkomandi. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.