„Seðlabankinn verður að girða sig í brók“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. júlí 2017 19:00 Þórir Garðarsson varaformaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar. Norskt viðskiptablað segir að miklar áhyggjur séu af annarri kreppu á Íslandi. Varaformaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar vísar því á bug að hrun sé framundan í ferðaþjónustu. Hann segir að óvissan um gengið sé stærsta vandamálið sem atvinnugreinin standi frammi fyrir og kallar eftir aðgerðum frá Seðlabankanum til að bregðast við gengisflökti. Undanfarið hafa birst fréttir um að blikur séu á lofti í íslenskri ferðaþjónustu. Þannig hafa bankarnir dregið úr útlánum til hótelafyrirtækja á landsbyggðinni og kortavelta erlendra ferðamanna hefur minnkað ekki síst vegna styrkingar krónunnar. Í norska norska viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv er umfjöllun um að menn óttist nýja kreppu í efnahagslífinu á Íslandi. Þar segir að vöxtur ferðaþjónustunnar á Íslandi hafi tryggt viðsnúning í efnahagslífinu eftir bankahrunið en svona hraður og mikill vöxtur á skömmum tíma sé ekki sjálfbær. Þórir Garðarsson varaformaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar segir að staðan sé viðkvæm. „Á vissan hátt eru blikur á lofti. Því miður er það að raungerast sem við höfðum spáð síðasta vetur, þegar umræðan um virðisaukaskatt var sem hæst, að áhrif gengisstyrkingar íslensku krónunnar eru núna klárlega komnar fram. Ferðamenn eyða minna, ferðamenn dveljast skemur og fara minna út á land. Það er ákveðið áhyggjuefni,“ segir Þórir. Er hrun yfirvofandi vegna afkomubrests í ferðaþjónustu? „Nei, það held ég ekki. Ekki hrun. Það getur verið að þetta sé svipuð niðursveifla og við upplifðum 2001 eftir mjög gott ár árið 2000.“ Þórir segir að óvissan um gengi krónunnar sé stærsta vandamálið og stjórnvöld verði að bregðast við því. „Það er bara alveg nauðsynlegt að stoppa þetta flökt á krónunni. Menn hafa talað um að lækka stýrivexti, það mun hafa mikil áhrif. Seðlabankinn verður að girða sig í brók og með öllum tiltækum ráðum, koma böndum á þetta flökt á krónunni,“ segir Þórir Garðarsson. Stýrivextir eða meginvextir Seðlabankans eru vextir af sjö daga bundnum innlánum lánastofnana hjá Seðlabankanum og voru þessir vextir lækkaðir um 0,25 prósentur í 4,5 prósent hinn 14. júní síðastliðinn. Næsti vaxtaákvörðunardagur peningastefnunefndar Seðlabankans er hinn 23. ágúst næstkomandi. Mest lesið „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Sjá meira
Norskt viðskiptablað segir að miklar áhyggjur séu af annarri kreppu á Íslandi. Varaformaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar vísar því á bug að hrun sé framundan í ferðaþjónustu. Hann segir að óvissan um gengið sé stærsta vandamálið sem atvinnugreinin standi frammi fyrir og kallar eftir aðgerðum frá Seðlabankanum til að bregðast við gengisflökti. Undanfarið hafa birst fréttir um að blikur séu á lofti í íslenskri ferðaþjónustu. Þannig hafa bankarnir dregið úr útlánum til hótelafyrirtækja á landsbyggðinni og kortavelta erlendra ferðamanna hefur minnkað ekki síst vegna styrkingar krónunnar. Í norska norska viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv er umfjöllun um að menn óttist nýja kreppu í efnahagslífinu á Íslandi. Þar segir að vöxtur ferðaþjónustunnar á Íslandi hafi tryggt viðsnúning í efnahagslífinu eftir bankahrunið en svona hraður og mikill vöxtur á skömmum tíma sé ekki sjálfbær. Þórir Garðarsson varaformaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar segir að staðan sé viðkvæm. „Á vissan hátt eru blikur á lofti. Því miður er það að raungerast sem við höfðum spáð síðasta vetur, þegar umræðan um virðisaukaskatt var sem hæst, að áhrif gengisstyrkingar íslensku krónunnar eru núna klárlega komnar fram. Ferðamenn eyða minna, ferðamenn dveljast skemur og fara minna út á land. Það er ákveðið áhyggjuefni,“ segir Þórir. Er hrun yfirvofandi vegna afkomubrests í ferðaþjónustu? „Nei, það held ég ekki. Ekki hrun. Það getur verið að þetta sé svipuð niðursveifla og við upplifðum 2001 eftir mjög gott ár árið 2000.“ Þórir segir að óvissan um gengi krónunnar sé stærsta vandamálið og stjórnvöld verði að bregðast við því. „Það er bara alveg nauðsynlegt að stoppa þetta flökt á krónunni. Menn hafa talað um að lækka stýrivexti, það mun hafa mikil áhrif. Seðlabankinn verður að girða sig í brók og með öllum tiltækum ráðum, koma böndum á þetta flökt á krónunni,“ segir Þórir Garðarsson. Stýrivextir eða meginvextir Seðlabankans eru vextir af sjö daga bundnum innlánum lánastofnana hjá Seðlabankanum og voru þessir vextir lækkaðir um 0,25 prósentur í 4,5 prósent hinn 14. júní síðastliðinn. Næsti vaxtaákvörðunardagur peningastefnunefndar Seðlabankans er hinn 23. ágúst næstkomandi.
Mest lesið „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent