„Seðlabankinn verður að girða sig í brók“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. júlí 2017 19:00 Þórir Garðarsson varaformaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar. Norskt viðskiptablað segir að miklar áhyggjur séu af annarri kreppu á Íslandi. Varaformaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar vísar því á bug að hrun sé framundan í ferðaþjónustu. Hann segir að óvissan um gengið sé stærsta vandamálið sem atvinnugreinin standi frammi fyrir og kallar eftir aðgerðum frá Seðlabankanum til að bregðast við gengisflökti. Undanfarið hafa birst fréttir um að blikur séu á lofti í íslenskri ferðaþjónustu. Þannig hafa bankarnir dregið úr útlánum til hótelafyrirtækja á landsbyggðinni og kortavelta erlendra ferðamanna hefur minnkað ekki síst vegna styrkingar krónunnar. Í norska norska viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv er umfjöllun um að menn óttist nýja kreppu í efnahagslífinu á Íslandi. Þar segir að vöxtur ferðaþjónustunnar á Íslandi hafi tryggt viðsnúning í efnahagslífinu eftir bankahrunið en svona hraður og mikill vöxtur á skömmum tíma sé ekki sjálfbær. Þórir Garðarsson varaformaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar segir að staðan sé viðkvæm. „Á vissan hátt eru blikur á lofti. Því miður er það að raungerast sem við höfðum spáð síðasta vetur, þegar umræðan um virðisaukaskatt var sem hæst, að áhrif gengisstyrkingar íslensku krónunnar eru núna klárlega komnar fram. Ferðamenn eyða minna, ferðamenn dveljast skemur og fara minna út á land. Það er ákveðið áhyggjuefni,“ segir Þórir. Er hrun yfirvofandi vegna afkomubrests í ferðaþjónustu? „Nei, það held ég ekki. Ekki hrun. Það getur verið að þetta sé svipuð niðursveifla og við upplifðum 2001 eftir mjög gott ár árið 2000.“ Þórir segir að óvissan um gengi krónunnar sé stærsta vandamálið og stjórnvöld verði að bregðast við því. „Það er bara alveg nauðsynlegt að stoppa þetta flökt á krónunni. Menn hafa talað um að lækka stýrivexti, það mun hafa mikil áhrif. Seðlabankinn verður að girða sig í brók og með öllum tiltækum ráðum, koma böndum á þetta flökt á krónunni,“ segir Þórir Garðarsson. Stýrivextir eða meginvextir Seðlabankans eru vextir af sjö daga bundnum innlánum lánastofnana hjá Seðlabankanum og voru þessir vextir lækkaðir um 0,25 prósentur í 4,5 prósent hinn 14. júní síðastliðinn. Næsti vaxtaákvörðunardagur peningastefnunefndar Seðlabankans er hinn 23. ágúst næstkomandi. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Norskt viðskiptablað segir að miklar áhyggjur séu af annarri kreppu á Íslandi. Varaformaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar vísar því á bug að hrun sé framundan í ferðaþjónustu. Hann segir að óvissan um gengið sé stærsta vandamálið sem atvinnugreinin standi frammi fyrir og kallar eftir aðgerðum frá Seðlabankanum til að bregðast við gengisflökti. Undanfarið hafa birst fréttir um að blikur séu á lofti í íslenskri ferðaþjónustu. Þannig hafa bankarnir dregið úr útlánum til hótelafyrirtækja á landsbyggðinni og kortavelta erlendra ferðamanna hefur minnkað ekki síst vegna styrkingar krónunnar. Í norska norska viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv er umfjöllun um að menn óttist nýja kreppu í efnahagslífinu á Íslandi. Þar segir að vöxtur ferðaþjónustunnar á Íslandi hafi tryggt viðsnúning í efnahagslífinu eftir bankahrunið en svona hraður og mikill vöxtur á skömmum tíma sé ekki sjálfbær. Þórir Garðarsson varaformaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar segir að staðan sé viðkvæm. „Á vissan hátt eru blikur á lofti. Því miður er það að raungerast sem við höfðum spáð síðasta vetur, þegar umræðan um virðisaukaskatt var sem hæst, að áhrif gengisstyrkingar íslensku krónunnar eru núna klárlega komnar fram. Ferðamenn eyða minna, ferðamenn dveljast skemur og fara minna út á land. Það er ákveðið áhyggjuefni,“ segir Þórir. Er hrun yfirvofandi vegna afkomubrests í ferðaþjónustu? „Nei, það held ég ekki. Ekki hrun. Það getur verið að þetta sé svipuð niðursveifla og við upplifðum 2001 eftir mjög gott ár árið 2000.“ Þórir segir að óvissan um gengi krónunnar sé stærsta vandamálið og stjórnvöld verði að bregðast við því. „Það er bara alveg nauðsynlegt að stoppa þetta flökt á krónunni. Menn hafa talað um að lækka stýrivexti, það mun hafa mikil áhrif. Seðlabankinn verður að girða sig í brók og með öllum tiltækum ráðum, koma böndum á þetta flökt á krónunni,“ segir Þórir Garðarsson. Stýrivextir eða meginvextir Seðlabankans eru vextir af sjö daga bundnum innlánum lánastofnana hjá Seðlabankanum og voru þessir vextir lækkaðir um 0,25 prósentur í 4,5 prósent hinn 14. júní síðastliðinn. Næsti vaxtaákvörðunardagur peningastefnunefndar Seðlabankans er hinn 23. ágúst næstkomandi.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira