Félag í eigu Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Samskipa, og Hjörleifs Jakobssonar fjárfestis kom með tæplega tvo milljarða króna til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands í desember 2012. Miðað við núverandi gengi gæti félagið innleyst um 809 milljónir í gengishagnað, samkvæmt útreikningum Markaðarins, en fjármunirnir verða lausir til ráðstöfunar í lok ársins. Árleg ávöxtun yrði þá 13,7 prósent. Við bætist síðan ávöxtunin af sjálfri fjárfestingunni.
Umrætt félag, Arius ehf., tók þátt í útboði fjárfestingarleiðarinnar í lok árs 2012 og fékk þannig ríflega tuttugu prósenta afslátt af krónunum. Voru fjármunirnir einkum nýttir til fjárfestinga í Samskipum og fasteignafélaginu Festingu, samkvæmt upplýsingum sem fengust frá Ólafi.
Arius er dótturfélag hollenska félagsins SMT Partners B.V. sem er í áttatíu prósenta eigu Ólafs og tuttugu prósenta eigu Hjörleifs.
Fjárfestingarleið Seðlabankans gekk út á að fjárfestar komu með gjaldeyri til landsins og skiptu honum fyrir krónur og fjárfestu hér til lengri tíma. Gulrótin var að þeir fengu um tuttugu prósenta afslátt af krónunum.
Þeir fjárfestar sem komu með evrur í gegnum fjárfestingarleiðina á fyrri helmingi 2012 geta nú innleyst samanlagt rúma tuttugu milljarða í gengishagnað, samkvæmt útreikningum Markaðarins. Ávöxtunin nemur fjórtán prósentum á ársgrundvelli.
Til viðbótar við gengishagnaðinn bætist síðan ávöxtun af fjárfestingunni sjálfri, en hún hefur verið afar ríkuleg á undanförnum árum. Þannig gæti fjárfestir sem kom með evrur til landsins í fyrsta útboði fjárfestingarleiðarinnar, í febrúar 2012, og keypti sér fimmtíu milljóna króna fasteign í miðbæ Reykjavíkur nú innleyst tæplega 58 milljóna hagnað. Árleg ávöxtun nemur í því tilviki 38,9 prósentum.
Félag Ólafs Ólafssonar gæti innleyst yfir 800 milljóna hagnað
Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa

Mest lesið

Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu
Viðskipti innlent

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife
Viðskipti innlent

Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa
Viðskipti innlent

Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér
Viðskipti innlent

Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum
Viðskipti erlent

Valgerður Hrund hættir hjá Sensa
Viðskipti innlent
