Píratinn Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 1. júlí 2017 07:00 Pírati og manneskja úti í bæ tóku tal saman: Jæja, þetta er nú alveg ágætt land sem við búum í. Pírati: „HÉR VARÐ HRUUUN. ÞETTA ER ÖMURLEGT LAND.“ Já, en það hefur gengið mjög vel hjá okkur, lífskjörin aldrei betri, skuldir lækka og launin hækka, þannig að?… Pírati: „ÞAÐ ER EKKERT AÐ MARKA, ÞETTA ER VERSTA LAND Í HEIMI.“ Jú, það er að marka, ertu ekki búinn að sjá allar þessar alþjóðlegu kannanir sem sýna að við erum í fremstu röð. Pírati: „HRUUN, OG ÞETTA ÚTLENSKA LIÐ ER ALLT SPILLT, ÉG MEINA HVER LÆTUR ÞAU HAFA GÖGNIN, HA, BJARNI BEN?“ Þetta eru alþjóðlegar stofnanir og ég er viss um að?… Pírati: „VISS, PISS, ÞAÐ ER MESTA FÁTÆKT Í HEIMI HÉRNA OG MESTA ÓRÉTTLÆTI Í ÖLLU OG MESTA SPILLING.“ Bíddu nú við, þessar alþjóðlegu rannsóknir sýna að það er einna minnsti launamunur í heimi hérna á Íslandi. Pírati: „HLUSTA EKKI Á ÞETTA, ÉG MEINA , ÞAÐ VARÐ HRUUUN!“ Þú ert búinn að segja það, rannsóknirnar sýna að það er mjög mikið jafnrétti hérna á Íslandi og staða kvenna í samfélaginu er hvað best hérna og?… Pírati: „ÉG HLUSTA EKKI Á ÞETTA, ÞETTA ER SVO ÖÖÖMURLEGT ÞJÓÐFÉLAG OG ÞÚ ERT AUÐVALDSLÚÐUR.“ Heyrðu, allar þessar alþjóðlegu rannsóknir sýna að það gengur vel hérna, ekkert atvinnuleysi, launin hækka og hækka, ríkissjóðurinn með afgang, fólkið borgar niður skuldir, mikill jöfnuður og þú tekur ekkert mark á þessu, ókei, það er ekki allt fullkomið hérna en finnst þér þetta vera málefnalegt hjá þér? Pírati: „MÉR LÍÐUR SVONA – HRUUUUUUN.“ Svona, svona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir Skoðun
Pírati og manneskja úti í bæ tóku tal saman: Jæja, þetta er nú alveg ágætt land sem við búum í. Pírati: „HÉR VARÐ HRUUUN. ÞETTA ER ÖMURLEGT LAND.“ Já, en það hefur gengið mjög vel hjá okkur, lífskjörin aldrei betri, skuldir lækka og launin hækka, þannig að?… Pírati: „ÞAÐ ER EKKERT AÐ MARKA, ÞETTA ER VERSTA LAND Í HEIMI.“ Jú, það er að marka, ertu ekki búinn að sjá allar þessar alþjóðlegu kannanir sem sýna að við erum í fremstu röð. Pírati: „HRUUN, OG ÞETTA ÚTLENSKA LIÐ ER ALLT SPILLT, ÉG MEINA HVER LÆTUR ÞAU HAFA GÖGNIN, HA, BJARNI BEN?“ Þetta eru alþjóðlegar stofnanir og ég er viss um að?… Pírati: „VISS, PISS, ÞAÐ ER MESTA FÁTÆKT Í HEIMI HÉRNA OG MESTA ÓRÉTTLÆTI Í ÖLLU OG MESTA SPILLING.“ Bíddu nú við, þessar alþjóðlegu rannsóknir sýna að það er einna minnsti launamunur í heimi hérna á Íslandi. Pírati: „HLUSTA EKKI Á ÞETTA, ÉG MEINA , ÞAÐ VARÐ HRUUUN!“ Þú ert búinn að segja það, rannsóknirnar sýna að það er mjög mikið jafnrétti hérna á Íslandi og staða kvenna í samfélaginu er hvað best hérna og?… Pírati: „ÉG HLUSTA EKKI Á ÞETTA, ÞETTA ER SVO ÖÖÖMURLEGT ÞJÓÐFÉLAG OG ÞÚ ERT AUÐVALDSLÚÐUR.“ Heyrðu, allar þessar alþjóðlegu rannsóknir sýna að það gengur vel hérna, ekkert atvinnuleysi, launin hækka og hækka, ríkissjóðurinn með afgang, fólkið borgar niður skuldir, mikill jöfnuður og þú tekur ekkert mark á þessu, ókei, það er ekki allt fullkomið hérna en finnst þér þetta vera málefnalegt hjá þér? Pírati: „MÉR LÍÐUR SVONA – HRUUUUUUN.“ Svona, svona.
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun