Svipmynd Markaðarins: Alæta á tónlist og á kafi í hestamennsku Haraldur Guðmundsson skrifar 2. júlí 2017 17:00 Ingibjörg Guðmundsdóttir hefur setið í stjórn FKA og segist vera í draumastarfinu í Skemmtigarðinum í Grafarvogi. vísir/anton brink Ingibjörg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Skemmtigarðsins í Grafarvogi, er alæta á tónlist og er á kafi í hestamennsku. Hún hefur setið í stjórn FKA og vann áður í heilbrigðisgeiranum. Ingibjörg situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Vissulega er það fjölmargt sem fær mig til að lyfta brúnum. Fyrst má nefna ákvörðun forseta Bandaríkjanna um að draga Bandaríkin út úr Parísarsáttmálanum um loftslagsmál. Hryðjuverkin halda áfram og virðist vera sem þau séu komin til að vera í okkar samfélagi sem er gríðarlega dapurt. Þá er húsnæðismarkaðurinn kominn á eitthvert yfirnáttúrlegt flug, þvílíkar eru verðhækkanirnar síðastliðið ár. Og talandi um flug, þá finnst mér gaman að fylgjast með þeim hjá WOW air og fagna áframhaldandi góðu gengi.Hvaða app notarðu mest? Þessi klassísku: Snapchat, Instagram, Pinterest, WhatsApp en það nýjasta sló hins vegar öll út. Dóttir mín fékk mig til að fá mér Just dance app sem notað er til að mæla danstilþrif mín í PS4 Just dance 2017. Ég hef ekki náð fram sigri í þeim leik enn en minn tími mun koma.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Ég er á kafi í hestamennskunni og dreif mig í keppnisbrautina aftur eftir 20 ára hlé. Það er svakalega gaman að keppa, ég hreint elska að ríða brautina hnarrreist og finna svo fyrir sigurvímunni í lokin en elsku dómararnir eru ekki alltaf sammála um þá vímu. Gulrót hestamennskunnar er svo að fara í 2-4 daga hestaferðir í góðum félagskap og gera vel við sig í mat og drykk. Þá er ég dugleg að fara austur í sumarbústað með fjölskyldunni og njóta sveitasælunnar við Hellu, mekka hestamennskunnar. Og þar sem ég kann ekki að segja nei, þá hef ég sinnt hinum ýmsu félagsmálum í mínum frítíma sem gefa mikið til baka.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég verð að viðurkenna að ég er síðasta manneskjan sem þú sérð inni á líkamsræktarstöð. Mesta hreyfingin sem ég fæ er þegar ég fer í hesthúsið, moka út, kembi og skelli mér á hestbak. Við búum á æðislegum stað á Kársnesinu og gönguleiðir eru frábærar meðfram sjónum og ekkert betra en að fara í góða hressandi göngutúra í kvöldsólinni. Andlega formið er ekki síður mikilvægt en það líkamlega og undanfarin tvö ár hef ég sérstaklega einblínt á að „hægja“ á lífinu og reyna að útrýma stressi og álagi. Þegar ég fann að vinnan var farin að stýra mér en ekki ég henni þá settist ég niður og lagði upp nýja lífssýn með mig í fyrsta sæti.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég er alæta á tónlist og fer lagaval alveg eftir því í hvernig stemningu ég er hverju sinni. Ég get hlustað á „Basket Case“ með Green day, sungið með öllum lögunum í Mamma mia eða leyft rómantíkinni að blómstra við „Í hjarta mér“ með Öldu og Bubba. David Guetta finnst mér líka frábær, eða alveg frá því að sonur minn dró mig á „unglingatónleika“ með Guetta í Laugardalshöllinni fyrir nokkrum árum. Íslensku hljómsveitirnar eru að gera frábæra hluti, ég fer á fjölda ferðasýninga erlendis og þar er oftast rætt um íslensku tónlistina. Ég get ekki hrósað tónlistarfólkinu okkar nægilega fyrir framlag þeirra til íslenskrar menningar og landkynningar.Ertu í þínu draumastarfi? Já, ef ég hef brennandi áhuga á einhverju þá er ég alltaf í draumastarfinu mínu sama hvað það er. Í dag rek ég tvö fyrirtæki, annars vegar ferðaskrifstofuna Incentive Travel fyrir erlenda hvataferða- og fyrirtækjahópa og hins vegar Skemmtigarðinn í Grafarvogi. Ég er alltaf á heimavelli og í dag fá viðskiptafræðingurinn og útivistarkonan að blómstra saman. En ég vann áður í heilbrigðisgeiranum og satt best að segja þá sakna ég hans alltaf, því það er gjöfult starf. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Ingibjörg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Skemmtigarðsins í Grafarvogi, er alæta á tónlist og er á kafi í hestamennsku. Hún hefur setið í stjórn FKA og vann áður í heilbrigðisgeiranum. Ingibjörg situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Vissulega er það fjölmargt sem fær mig til að lyfta brúnum. Fyrst má nefna ákvörðun forseta Bandaríkjanna um að draga Bandaríkin út úr Parísarsáttmálanum um loftslagsmál. Hryðjuverkin halda áfram og virðist vera sem þau séu komin til að vera í okkar samfélagi sem er gríðarlega dapurt. Þá er húsnæðismarkaðurinn kominn á eitthvert yfirnáttúrlegt flug, þvílíkar eru verðhækkanirnar síðastliðið ár. Og talandi um flug, þá finnst mér gaman að fylgjast með þeim hjá WOW air og fagna áframhaldandi góðu gengi.Hvaða app notarðu mest? Þessi klassísku: Snapchat, Instagram, Pinterest, WhatsApp en það nýjasta sló hins vegar öll út. Dóttir mín fékk mig til að fá mér Just dance app sem notað er til að mæla danstilþrif mín í PS4 Just dance 2017. Ég hef ekki náð fram sigri í þeim leik enn en minn tími mun koma.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Ég er á kafi í hestamennskunni og dreif mig í keppnisbrautina aftur eftir 20 ára hlé. Það er svakalega gaman að keppa, ég hreint elska að ríða brautina hnarrreist og finna svo fyrir sigurvímunni í lokin en elsku dómararnir eru ekki alltaf sammála um þá vímu. Gulrót hestamennskunnar er svo að fara í 2-4 daga hestaferðir í góðum félagskap og gera vel við sig í mat og drykk. Þá er ég dugleg að fara austur í sumarbústað með fjölskyldunni og njóta sveitasælunnar við Hellu, mekka hestamennskunnar. Og þar sem ég kann ekki að segja nei, þá hef ég sinnt hinum ýmsu félagsmálum í mínum frítíma sem gefa mikið til baka.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég verð að viðurkenna að ég er síðasta manneskjan sem þú sérð inni á líkamsræktarstöð. Mesta hreyfingin sem ég fæ er þegar ég fer í hesthúsið, moka út, kembi og skelli mér á hestbak. Við búum á æðislegum stað á Kársnesinu og gönguleiðir eru frábærar meðfram sjónum og ekkert betra en að fara í góða hressandi göngutúra í kvöldsólinni. Andlega formið er ekki síður mikilvægt en það líkamlega og undanfarin tvö ár hef ég sérstaklega einblínt á að „hægja“ á lífinu og reyna að útrýma stressi og álagi. Þegar ég fann að vinnan var farin að stýra mér en ekki ég henni þá settist ég niður og lagði upp nýja lífssýn með mig í fyrsta sæti.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég er alæta á tónlist og fer lagaval alveg eftir því í hvernig stemningu ég er hverju sinni. Ég get hlustað á „Basket Case“ með Green day, sungið með öllum lögunum í Mamma mia eða leyft rómantíkinni að blómstra við „Í hjarta mér“ með Öldu og Bubba. David Guetta finnst mér líka frábær, eða alveg frá því að sonur minn dró mig á „unglingatónleika“ með Guetta í Laugardalshöllinni fyrir nokkrum árum. Íslensku hljómsveitirnar eru að gera frábæra hluti, ég fer á fjölda ferðasýninga erlendis og þar er oftast rætt um íslensku tónlistina. Ég get ekki hrósað tónlistarfólkinu okkar nægilega fyrir framlag þeirra til íslenskrar menningar og landkynningar.Ertu í þínu draumastarfi? Já, ef ég hef brennandi áhuga á einhverju þá er ég alltaf í draumastarfinu mínu sama hvað það er. Í dag rek ég tvö fyrirtæki, annars vegar ferðaskrifstofuna Incentive Travel fyrir erlenda hvataferða- og fyrirtækjahópa og hins vegar Skemmtigarðinn í Grafarvogi. Ég er alltaf á heimavelli og í dag fá viðskiptafræðingurinn og útivistarkonan að blómstra saman. En ég vann áður í heilbrigðisgeiranum og satt best að segja þá sakna ég hans alltaf, því það er gjöfult starf.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent