Notaðir bílar lækkað um 20 prósent en samt dýrastir hér á landi Sæunn Gísladóttir skrifar 6. júlí 2017 06:00 Dregið gæti úr sölu á notuðum bílum næstu árin vegna aukinni eftirspurn eftir nýjum bílum. VÍSIR/VILHELM Verð á notuðum bílum er með því hæsta hér á landi meðal Norðurlanda þrátt fyrir að hafa lækkað um 20 prósent á síðastliðnu ári. „Hjá einhverjum umboðum er lagerstaðan betri en fyrir ári á notuðum bílum af því að þeir hafa verið virkir að lækka verðið. Lækkunin er svipuð og gengið, um og yfir 20 prósent á síðastliðnu ári. Maður sér sums staðar að ekki hafi verið lækkað nógu vel og þá seljast bílarnir hægar,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambandsins.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Fréttablaðið/AuðunnRunólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), segir að fram að þessu hafi verð á notuðum bílum verið nokkuð hærra en gerist og gengur í nágrannalöndunum. Það sé meðal annars vegna þess að í kjölfar hrunsins seldust nýir bílar illa til almennings og myndaðist þá meiri eftirspurn eftir notuðum bílum og um leið hækkaði verðið. „Nú er selt nokkuð drjúgt af nýjum bílum og ásamt styrkingu gengisins hefur það í för með sér verðlækkun á notaða flotanum.“ Ásvaldur Óskar hjá bílasölunni Bílalind segist ekki finna fyrir offramboði af notuðum bílum. „Það gæti gerst í haust þegar bílaleigubílarnir koma á markað. Það seldist ekki mikið af þeim í fyrra því þeir fengu ekki það verð sem þeir voru sáttir við.“ Ásvaldur segist ekki hafa þurft að lækka verð á notuðum bílum umfram lækkun verðs á nýjum bílum. Bergþór Karlsson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, telur ekki að komið sé stopp á endursölu bíla sem séu eðlilega eknir og hafi verið vel við haldið. „En það sem gæti setið eftir eru mikið eknir bílar, það byrjar alltaf þar. Þegar menn hugsa vel um flotann sinn þá eru það alveg samkeppnisfærir bílar. Ég held að þörfin fyrir að endurnýja mikið hafi verið fyrir hendi. En auðvitað kemur að því þó að það verði kannski ekki á þessu ári að menn þurfa að fara að velta þessu fyrir sér,“ segir Bergþór. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Verð á notuðum bílum er með því hæsta hér á landi meðal Norðurlanda þrátt fyrir að hafa lækkað um 20 prósent á síðastliðnu ári. „Hjá einhverjum umboðum er lagerstaðan betri en fyrir ári á notuðum bílum af því að þeir hafa verið virkir að lækka verðið. Lækkunin er svipuð og gengið, um og yfir 20 prósent á síðastliðnu ári. Maður sér sums staðar að ekki hafi verið lækkað nógu vel og þá seljast bílarnir hægar,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambandsins.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Fréttablaðið/AuðunnRunólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), segir að fram að þessu hafi verð á notuðum bílum verið nokkuð hærra en gerist og gengur í nágrannalöndunum. Það sé meðal annars vegna þess að í kjölfar hrunsins seldust nýir bílar illa til almennings og myndaðist þá meiri eftirspurn eftir notuðum bílum og um leið hækkaði verðið. „Nú er selt nokkuð drjúgt af nýjum bílum og ásamt styrkingu gengisins hefur það í för með sér verðlækkun á notaða flotanum.“ Ásvaldur Óskar hjá bílasölunni Bílalind segist ekki finna fyrir offramboði af notuðum bílum. „Það gæti gerst í haust þegar bílaleigubílarnir koma á markað. Það seldist ekki mikið af þeim í fyrra því þeir fengu ekki það verð sem þeir voru sáttir við.“ Ásvaldur segist ekki hafa þurft að lækka verð á notuðum bílum umfram lækkun verðs á nýjum bílum. Bergþór Karlsson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, telur ekki að komið sé stopp á endursölu bíla sem séu eðlilega eknir og hafi verið vel við haldið. „En það sem gæti setið eftir eru mikið eknir bílar, það byrjar alltaf þar. Þegar menn hugsa vel um flotann sinn þá eru það alveg samkeppnisfærir bílar. Ég held að þörfin fyrir að endurnýja mikið hafi verið fyrir hendi. En auðvitað kemur að því þó að það verði kannski ekki á þessu ári að menn þurfa að fara að velta þessu fyrir sér,“ segir Bergþór.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira