Reykjavík orðin dýrari en New York Sæunn Gísladóttir skrifar 6. júlí 2017 11:26 Reykjavík var 4 prósent ódýrari en New York árið 2016 en er 31 prósent dýrari í dag. Reykjavík er ein dýrasta borg í heimi ef marka má lista fyrirtækisins Numbeo. En borgin skipar 8. sæti lista Numbeo af 6.500 borgum sé litið til framfærslukostnaðar. Samkvæmt listanum er Zurich í Sviss dýrasta borg í heimi og er framfærslukostnaður þar 50 prósent hærri en í New York, á Íslandi er hins vegar framfærslukostnaðurinn 31 prósenti hærri. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þar kemur fram að aðferðarfræði Numbeo sé að setja kostnað í New York sem 100 á hverjum tíma og miða aðrar borgir við þá tölu. EFTA-löndin Sviss, Ísland og Noregur skipa hæstu sæti listans auk Hamilton á Bermúda. Sé litið á höfuðborgir Norðurlandanna sést að Reykjavík er langdýrasta borgin og hafa hún og Osló nokkra sérstöðu. Í hinum þremur borgunum er framfærslukostnaður lægri en í New York.Ísland hoppað upp um 53 sætiÁ árinu 2011 var Reykjavík í 61. sæti á lista þessara borga hvað varðar framfærslukostnað. Síðan hefur borgin klifrað upp listann og var í 28. sæti 2016 og er í 8. sæti miðað við síðustu tölur. Samanburðurinn við New York breyttist mikið milli 2016 og 2017, Reykjavík var 4 prósent ódýrari 2016 en er 31 prósent dýrari í dag. Þarna skiptir sambandið á milli krónunnar og dollars miklu máli.Matvaran dýr á ÍslandiReykjavík var í 8. sæti á listanum hvað verð á matvöru varðar, dýrust borga á Norðurlöndunum. Skammt á eftir kom Osló í 13. sæti og Stokkhólmur kom langt þar á eftir í 68. sæti. Ísland og Noregur hafa því mikla sérstöðu meðal Norðurlandanna í þessum samanburði.Veitingahúsin líka dýrSé verðlag á veitingahúsum skoðað sést að Hamilton á Bermúda er dýrasta borgin og síðan Zug í Sviss. Þar á eftir koma Stavanger og Reykjavík. Kaupmannahöfn er í 14. sæti. Af 13 efstu sætunum eru allar borgirnar ýmist á Íslandi, í Noregi og Sviss fyrir utan Hamilton sem er í fyrsta sæti. Fram kemur í Hagsjánni að tölur af þessu tagi séu auðvitað ekki mjög nákvæm vísindi, en gefi engu að síður vísbendingu um hvernig staða Reykjavík birtist þeim sem skoða heimasíður fyrirtækja á borð við Numbeo. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Reykjavík er ein dýrasta borg í heimi ef marka má lista fyrirtækisins Numbeo. En borgin skipar 8. sæti lista Numbeo af 6.500 borgum sé litið til framfærslukostnaðar. Samkvæmt listanum er Zurich í Sviss dýrasta borg í heimi og er framfærslukostnaður þar 50 prósent hærri en í New York, á Íslandi er hins vegar framfærslukostnaðurinn 31 prósenti hærri. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þar kemur fram að aðferðarfræði Numbeo sé að setja kostnað í New York sem 100 á hverjum tíma og miða aðrar borgir við þá tölu. EFTA-löndin Sviss, Ísland og Noregur skipa hæstu sæti listans auk Hamilton á Bermúda. Sé litið á höfuðborgir Norðurlandanna sést að Reykjavík er langdýrasta borgin og hafa hún og Osló nokkra sérstöðu. Í hinum þremur borgunum er framfærslukostnaður lægri en í New York.Ísland hoppað upp um 53 sætiÁ árinu 2011 var Reykjavík í 61. sæti á lista þessara borga hvað varðar framfærslukostnað. Síðan hefur borgin klifrað upp listann og var í 28. sæti 2016 og er í 8. sæti miðað við síðustu tölur. Samanburðurinn við New York breyttist mikið milli 2016 og 2017, Reykjavík var 4 prósent ódýrari 2016 en er 31 prósent dýrari í dag. Þarna skiptir sambandið á milli krónunnar og dollars miklu máli.Matvaran dýr á ÍslandiReykjavík var í 8. sæti á listanum hvað verð á matvöru varðar, dýrust borga á Norðurlöndunum. Skammt á eftir kom Osló í 13. sæti og Stokkhólmur kom langt þar á eftir í 68. sæti. Ísland og Noregur hafa því mikla sérstöðu meðal Norðurlandanna í þessum samanburði.Veitingahúsin líka dýrSé verðlag á veitingahúsum skoðað sést að Hamilton á Bermúda er dýrasta borgin og síðan Zug í Sviss. Þar á eftir koma Stavanger og Reykjavík. Kaupmannahöfn er í 14. sæti. Af 13 efstu sætunum eru allar borgirnar ýmist á Íslandi, í Noregi og Sviss fyrir utan Hamilton sem er í fyrsta sæti. Fram kemur í Hagsjánni að tölur af þessu tagi séu auðvitað ekki mjög nákvæm vísindi, en gefi engu að síður vísbendingu um hvernig staða Reykjavík birtist þeim sem skoða heimasíður fyrirtækja á borð við Numbeo.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent