Reykjavík orðin dýrari en New York Sæunn Gísladóttir skrifar 6. júlí 2017 11:26 Reykjavík var 4 prósent ódýrari en New York árið 2016 en er 31 prósent dýrari í dag. Reykjavík er ein dýrasta borg í heimi ef marka má lista fyrirtækisins Numbeo. En borgin skipar 8. sæti lista Numbeo af 6.500 borgum sé litið til framfærslukostnaðar. Samkvæmt listanum er Zurich í Sviss dýrasta borg í heimi og er framfærslukostnaður þar 50 prósent hærri en í New York, á Íslandi er hins vegar framfærslukostnaðurinn 31 prósenti hærri. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þar kemur fram að aðferðarfræði Numbeo sé að setja kostnað í New York sem 100 á hverjum tíma og miða aðrar borgir við þá tölu. EFTA-löndin Sviss, Ísland og Noregur skipa hæstu sæti listans auk Hamilton á Bermúda. Sé litið á höfuðborgir Norðurlandanna sést að Reykjavík er langdýrasta borgin og hafa hún og Osló nokkra sérstöðu. Í hinum þremur borgunum er framfærslukostnaður lægri en í New York.Ísland hoppað upp um 53 sætiÁ árinu 2011 var Reykjavík í 61. sæti á lista þessara borga hvað varðar framfærslukostnað. Síðan hefur borgin klifrað upp listann og var í 28. sæti 2016 og er í 8. sæti miðað við síðustu tölur. Samanburðurinn við New York breyttist mikið milli 2016 og 2017, Reykjavík var 4 prósent ódýrari 2016 en er 31 prósent dýrari í dag. Þarna skiptir sambandið á milli krónunnar og dollars miklu máli.Matvaran dýr á ÍslandiReykjavík var í 8. sæti á listanum hvað verð á matvöru varðar, dýrust borga á Norðurlöndunum. Skammt á eftir kom Osló í 13. sæti og Stokkhólmur kom langt þar á eftir í 68. sæti. Ísland og Noregur hafa því mikla sérstöðu meðal Norðurlandanna í þessum samanburði.Veitingahúsin líka dýrSé verðlag á veitingahúsum skoðað sést að Hamilton á Bermúda er dýrasta borgin og síðan Zug í Sviss. Þar á eftir koma Stavanger og Reykjavík. Kaupmannahöfn er í 14. sæti. Af 13 efstu sætunum eru allar borgirnar ýmist á Íslandi, í Noregi og Sviss fyrir utan Hamilton sem er í fyrsta sæti. Fram kemur í Hagsjánni að tölur af þessu tagi séu auðvitað ekki mjög nákvæm vísindi, en gefi engu að síður vísbendingu um hvernig staða Reykjavík birtist þeim sem skoða heimasíður fyrirtækja á borð við Numbeo. Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
Reykjavík er ein dýrasta borg í heimi ef marka má lista fyrirtækisins Numbeo. En borgin skipar 8. sæti lista Numbeo af 6.500 borgum sé litið til framfærslukostnaðar. Samkvæmt listanum er Zurich í Sviss dýrasta borg í heimi og er framfærslukostnaður þar 50 prósent hærri en í New York, á Íslandi er hins vegar framfærslukostnaðurinn 31 prósenti hærri. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þar kemur fram að aðferðarfræði Numbeo sé að setja kostnað í New York sem 100 á hverjum tíma og miða aðrar borgir við þá tölu. EFTA-löndin Sviss, Ísland og Noregur skipa hæstu sæti listans auk Hamilton á Bermúda. Sé litið á höfuðborgir Norðurlandanna sést að Reykjavík er langdýrasta borgin og hafa hún og Osló nokkra sérstöðu. Í hinum þremur borgunum er framfærslukostnaður lægri en í New York.Ísland hoppað upp um 53 sætiÁ árinu 2011 var Reykjavík í 61. sæti á lista þessara borga hvað varðar framfærslukostnað. Síðan hefur borgin klifrað upp listann og var í 28. sæti 2016 og er í 8. sæti miðað við síðustu tölur. Samanburðurinn við New York breyttist mikið milli 2016 og 2017, Reykjavík var 4 prósent ódýrari 2016 en er 31 prósent dýrari í dag. Þarna skiptir sambandið á milli krónunnar og dollars miklu máli.Matvaran dýr á ÍslandiReykjavík var í 8. sæti á listanum hvað verð á matvöru varðar, dýrust borga á Norðurlöndunum. Skammt á eftir kom Osló í 13. sæti og Stokkhólmur kom langt þar á eftir í 68. sæti. Ísland og Noregur hafa því mikla sérstöðu meðal Norðurlandanna í þessum samanburði.Veitingahúsin líka dýrSé verðlag á veitingahúsum skoðað sést að Hamilton á Bermúda er dýrasta borgin og síðan Zug í Sviss. Þar á eftir koma Stavanger og Reykjavík. Kaupmannahöfn er í 14. sæti. Af 13 efstu sætunum eru allar borgirnar ýmist á Íslandi, í Noregi og Sviss fyrir utan Hamilton sem er í fyrsta sæti. Fram kemur í Hagsjánni að tölur af þessu tagi séu auðvitað ekki mjög nákvæm vísindi, en gefi engu að síður vísbendingu um hvernig staða Reykjavík birtist þeim sem skoða heimasíður fyrirtækja á borð við Numbeo.
Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira