Reykjavík orðin dýrari en New York Sæunn Gísladóttir skrifar 6. júlí 2017 11:26 Reykjavík var 4 prósent ódýrari en New York árið 2016 en er 31 prósent dýrari í dag. Reykjavík er ein dýrasta borg í heimi ef marka má lista fyrirtækisins Numbeo. En borgin skipar 8. sæti lista Numbeo af 6.500 borgum sé litið til framfærslukostnaðar. Samkvæmt listanum er Zurich í Sviss dýrasta borg í heimi og er framfærslukostnaður þar 50 prósent hærri en í New York, á Íslandi er hins vegar framfærslukostnaðurinn 31 prósenti hærri. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þar kemur fram að aðferðarfræði Numbeo sé að setja kostnað í New York sem 100 á hverjum tíma og miða aðrar borgir við þá tölu. EFTA-löndin Sviss, Ísland og Noregur skipa hæstu sæti listans auk Hamilton á Bermúda. Sé litið á höfuðborgir Norðurlandanna sést að Reykjavík er langdýrasta borgin og hafa hún og Osló nokkra sérstöðu. Í hinum þremur borgunum er framfærslukostnaður lægri en í New York.Ísland hoppað upp um 53 sætiÁ árinu 2011 var Reykjavík í 61. sæti á lista þessara borga hvað varðar framfærslukostnað. Síðan hefur borgin klifrað upp listann og var í 28. sæti 2016 og er í 8. sæti miðað við síðustu tölur. Samanburðurinn við New York breyttist mikið milli 2016 og 2017, Reykjavík var 4 prósent ódýrari 2016 en er 31 prósent dýrari í dag. Þarna skiptir sambandið á milli krónunnar og dollars miklu máli.Matvaran dýr á ÍslandiReykjavík var í 8. sæti á listanum hvað verð á matvöru varðar, dýrust borga á Norðurlöndunum. Skammt á eftir kom Osló í 13. sæti og Stokkhólmur kom langt þar á eftir í 68. sæti. Ísland og Noregur hafa því mikla sérstöðu meðal Norðurlandanna í þessum samanburði.Veitingahúsin líka dýrSé verðlag á veitingahúsum skoðað sést að Hamilton á Bermúda er dýrasta borgin og síðan Zug í Sviss. Þar á eftir koma Stavanger og Reykjavík. Kaupmannahöfn er í 14. sæti. Af 13 efstu sætunum eru allar borgirnar ýmist á Íslandi, í Noregi og Sviss fyrir utan Hamilton sem er í fyrsta sæti. Fram kemur í Hagsjánni að tölur af þessu tagi séu auðvitað ekki mjög nákvæm vísindi, en gefi engu að síður vísbendingu um hvernig staða Reykjavík birtist þeim sem skoða heimasíður fyrirtækja á borð við Numbeo. Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Reykjavík er ein dýrasta borg í heimi ef marka má lista fyrirtækisins Numbeo. En borgin skipar 8. sæti lista Numbeo af 6.500 borgum sé litið til framfærslukostnaðar. Samkvæmt listanum er Zurich í Sviss dýrasta borg í heimi og er framfærslukostnaður þar 50 prósent hærri en í New York, á Íslandi er hins vegar framfærslukostnaðurinn 31 prósenti hærri. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þar kemur fram að aðferðarfræði Numbeo sé að setja kostnað í New York sem 100 á hverjum tíma og miða aðrar borgir við þá tölu. EFTA-löndin Sviss, Ísland og Noregur skipa hæstu sæti listans auk Hamilton á Bermúda. Sé litið á höfuðborgir Norðurlandanna sést að Reykjavík er langdýrasta borgin og hafa hún og Osló nokkra sérstöðu. Í hinum þremur borgunum er framfærslukostnaður lægri en í New York.Ísland hoppað upp um 53 sætiÁ árinu 2011 var Reykjavík í 61. sæti á lista þessara borga hvað varðar framfærslukostnað. Síðan hefur borgin klifrað upp listann og var í 28. sæti 2016 og er í 8. sæti miðað við síðustu tölur. Samanburðurinn við New York breyttist mikið milli 2016 og 2017, Reykjavík var 4 prósent ódýrari 2016 en er 31 prósent dýrari í dag. Þarna skiptir sambandið á milli krónunnar og dollars miklu máli.Matvaran dýr á ÍslandiReykjavík var í 8. sæti á listanum hvað verð á matvöru varðar, dýrust borga á Norðurlöndunum. Skammt á eftir kom Osló í 13. sæti og Stokkhólmur kom langt þar á eftir í 68. sæti. Ísland og Noregur hafa því mikla sérstöðu meðal Norðurlandanna í þessum samanburði.Veitingahúsin líka dýrSé verðlag á veitingahúsum skoðað sést að Hamilton á Bermúda er dýrasta borgin og síðan Zug í Sviss. Þar á eftir koma Stavanger og Reykjavík. Kaupmannahöfn er í 14. sæti. Af 13 efstu sætunum eru allar borgirnar ýmist á Íslandi, í Noregi og Sviss fyrir utan Hamilton sem er í fyrsta sæti. Fram kemur í Hagsjánni að tölur af þessu tagi séu auðvitað ekki mjög nákvæm vísindi, en gefi engu að síður vísbendingu um hvernig staða Reykjavík birtist þeim sem skoða heimasíður fyrirtækja á borð við Numbeo.
Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira