Sögulega lítið um vanskil húsnæðislána Benedikt Bóas skrifar 22. júní 2017 07:00 Fara þarf tíu ár aftur til að finna jafn góða stöðu húseigenda. vísir/valli Vanskil húsnæðislána eru nú í sögulegu lágmarki. Til marks um það hefur Íbúðalánasjóður einungis tekið til sín 23 eignir á uppboði á fyrstu fimm mánuðum ársins. Fara þarf meira en tíu ár aftur í tímann til að finna jafn góða stöðu húseigenda. Ástandið hefur því gjörbreyst frá því fyrir nokkrum árum, en til samanburðar eignaðist Íbúðalánasjóður 832 eignir á uppboði árið 2010. Þetta kemur fram í tilkynningu. Útlit er fyrir að sjóðurinn eignist aðeins 50-60 fullnustueignir á þessu ári en alls eru í dag 536 eignir í eigu sjóðsins og er söluundirbúningur vegna þeirra langt á veg kominn. Markmið sjóðsins er að ljúka við að selja stóran hluta þessara eigna á almennum markaði fyrir árslok og verður gert átak í sölu þeirra á komandi hausti. Um 60 prósent eigna Íbúðalánasjóðs eru í útleigu en um þriðjungur íbúðanna er leigður fyrri eigendum þeirra. Sjóðnum er heimilt að leigja fólki, sem missir íbúðir sínar í kjölfar vanskila, þær aftur tímabundið til að gefa því ráðrúm til að finna nýtt húsnæði. Tveir þriðju leigjenda sjóðsins hafa verið í þrjú ár eða lengur í íbúðunum. Þeim stendur til boða að kaupa eignirnar, rétt eins og öðrum. Gerðarþolar, þ.e.a.s. þeir sem áttu íbúðina áður, geta þó einungis keypt með láni frá Íbúðalánasjóði að því gefnu að þeir séu ekki í vanskilum við sjóðinn í dag. Fasteignasalar annast söluna og verður hagstæðasta tilboði tekið. Allir samningar við leigjendur íbúðanna eru tímabundnir og hafa leigusamningar þeirra að undanförnu verið endurnýjaðir að hámarki til sex mánaða í senn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Vanskil húsnæðislána eru nú í sögulegu lágmarki. Til marks um það hefur Íbúðalánasjóður einungis tekið til sín 23 eignir á uppboði á fyrstu fimm mánuðum ársins. Fara þarf meira en tíu ár aftur í tímann til að finna jafn góða stöðu húseigenda. Ástandið hefur því gjörbreyst frá því fyrir nokkrum árum, en til samanburðar eignaðist Íbúðalánasjóður 832 eignir á uppboði árið 2010. Þetta kemur fram í tilkynningu. Útlit er fyrir að sjóðurinn eignist aðeins 50-60 fullnustueignir á þessu ári en alls eru í dag 536 eignir í eigu sjóðsins og er söluundirbúningur vegna þeirra langt á veg kominn. Markmið sjóðsins er að ljúka við að selja stóran hluta þessara eigna á almennum markaði fyrir árslok og verður gert átak í sölu þeirra á komandi hausti. Um 60 prósent eigna Íbúðalánasjóðs eru í útleigu en um þriðjungur íbúðanna er leigður fyrri eigendum þeirra. Sjóðnum er heimilt að leigja fólki, sem missir íbúðir sínar í kjölfar vanskila, þær aftur tímabundið til að gefa því ráðrúm til að finna nýtt húsnæði. Tveir þriðju leigjenda sjóðsins hafa verið í þrjú ár eða lengur í íbúðunum. Þeim stendur til boða að kaupa eignirnar, rétt eins og öðrum. Gerðarþolar, þ.e.a.s. þeir sem áttu íbúðina áður, geta þó einungis keypt með láni frá Íbúðalánasjóði að því gefnu að þeir séu ekki í vanskilum við sjóðinn í dag. Fasteignasalar annast söluna og verður hagstæðasta tilboði tekið. Allir samningar við leigjendur íbúðanna eru tímabundnir og hafa leigusamningar þeirra að undanförnu verið endurnýjaðir að hámarki til sex mánaða í senn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira