Segir engan mun á upplifun notenda í ADSL og ljósleiðara í bréfi til Póst- og fjar Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. júní 2017 19:00 Framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur sem rekur ljósleiðaraþjónustu heldur því fram í svarbréfi til Póst- og fjarskiptastofnunar að notendur verði ekki varið við neinn mun á fjarskiptaþjónustu um koparheimtaug (ADSL) og ljósleiðaraheimtaug. Þetta er á skjön við yfirlýsingar framkvæmdastjórans opinberlega og auglýsingar Gagnaveitunnar. Gagnaveita Reykjavíkur hefur byggt upp ljósleiðarakerfi fyrir á þriðja tug milljarða króna frá aldamótum til þessa dags. Fyrirtækið, sem er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, varð til á grunni Línu.nets á sínum tíma. Undanfarin misseri hefur Síminn gert tilraunir til þess að kaupa aðgang að ljósleiðarakerfi Gagnaveitunnar. Stjórnendur Símans telja að Gagnaveitan hafi sett óaðgengileg skilyrði fyrir slíkum kaupum. Meðal annars óskaði Gagnaveitan eftir skuldbindingu Símans um tugþúsunda heimila lágmarksfjölda og að keypt væri heildarfjarskiptaþjónusta af Gagnaveitunni í stað þess ljósleiðaraaðgangs sem óskað var eftir. Síminn beindi erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar hinn 6. janúar á þessu ári þar sem fyrirtækið krafðist þess meðal annars að stofnunin skyldaði Gagnaveituna til að veita Símanum svokallaðan „passívan aðgang" að ljósleiðaraneti Gagnaveitunnar í þeim sveitarfélögum þar sem uppbyggingin á sér stað. Í þessu felst heildsöluaðgangur að heimtaugum í tengistöðvum og að Síminn gæti keypt aðgang að ljósleiðaraheimtaugum Gagnaveitunnar án virks búnaðar frá fyrirtækinu.Notendur sjá ekki mun „svo nokkru nemi“ Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur sendi svarbréf fyrir hönd fyrirtækisins til Póst- og fjarskiptastofnunar hinn 13. mars síðastliðinn. Fréttastofan hefur bréfið undir höndum en þar segir meðal annars: „Ekki hafa orðið þær breytingar á eftirspurn í þjónustu sem notendur kalla eftir þannig að ADSL og VDSL nái ekki að veita þá þjónustu til móts við ljósleiðara. Ljóst er þó hvert stefnir í þeim efnum en að öllum líkindum hefur þeim þröskuldi ekki enn verið náð að xDSL sé ekki lengur samkeppnisfært í hraða við ljósleiðara. Að mati GR er xDSL tækni enn með þeim hætti að notendur geta m.a. horft á IPTV í háskerpu og tekið niður netþjónustu af öðru tagi án þess að verða þess varir hvort þjónustan komi yfir kopar eða ljósleiðara svo nokkru nemi.“ Þetta gengur í berhögg við yfirlýsingar framkvæmdastjórans opinberlega og er á skjön við auglýsingar Gagnaveitunnar sem eiga að sýna yfirburði nettengingar yfir ljósleiðara. Í auglýsingu Gagnaveitunnar útskýrði stúlka fyrir föður sínum muninn á hraða ljósleiðarans og annars konar tengingar með því að hella vatni úr glasi og hins vegar hella vatni úr flösku með grönnum flöskuhálsi. Auglýsingin var tekin úr umferð því Neytendastofa taldi hana brjóta gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Í viðtali við Markaðinn, fylgiblað Fréttablaðsins, 5. október á síðasta ári sagði Erling um ljósleiðarann: „Notendur finna mikinn mun á hraða og snerpu, þó venjulegt heimili taki ekki til sín mikið af gögnum.“Hvers vegna segir þú í bréfi til PFS að notendur verði ekki varir svo „nokkru nemi“ á mismuni á fjarskiptaþjónustu um kopar og ljósleiðaraheimtaug þegar þú hefur sagt annað í fjölmiðlum og Gagnaveitan hefur haldið öðru fram í auglýsingum? „Þessar tvær vörur (ADSL og ljósleiðari innsk.blm) eru á sama markaði hér á landi og í Evrópu. Þessi samanburður snýst ekki um flutningsgetuna. Ef þú horfir á ljósleiðarann þá er samanburður á hraða alltaf ljósleiðaranum í hag,“ segir Erling aðspurður um þessar misvísandi yfirlýsingar opinberlega og í svarbréfi til Póst- og fjarskiptastofnunar. Fellst þú ekki á að þetta sé á skjön við það sem fyrirtækið er að halda fram opinberlega? „Við erum að vitna í samanburð á markaði. Þetta er sami markaður sem þessar tvær vörur eru á. Það er ekki verið tala um samanburð á flutningsgetu. Til dæmis hefur flutningshraði ljósleiðarans hjá okkur á síðustu tíu árum tuttugufaldast.“Þú segir efnislega í svarbréfinu að notandinn verði ekki var við muninn á þessari tækni. Er það ekki á skjön við það sem fyrirtækið hefur haldið fram opinberlega? „Þú ert að vitna í markaði. Ég held að báðar þessar vörur geti horft á sjónvarp í dag. Ég held því áfram fram að ljósleiðarinn er vara sem hefur meiri hraða á interneti. Þarna ert þú að vitna í samanburð á mörkuðum.“Hvað áttu við þegar þú segir að notandinn verði þess ekki var hvort þjónustan komi yfir kopar eða ljósleiðara? „Þegar þú ert að horfa á sjónvarpið þá sérðu ekki mun á sjónvarpinu hvort það komi yfir ljósleiðara eða aðrar tegundir grunneta eins og ég nefndi í þessu samhengi,“ segir Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Gagnaveitunnar. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur sem rekur ljósleiðaraþjónustu heldur því fram í svarbréfi til Póst- og fjarskiptastofnunar að notendur verði ekki varið við neinn mun á fjarskiptaþjónustu um koparheimtaug (ADSL) og ljósleiðaraheimtaug. Þetta er á skjön við yfirlýsingar framkvæmdastjórans opinberlega og auglýsingar Gagnaveitunnar. Gagnaveita Reykjavíkur hefur byggt upp ljósleiðarakerfi fyrir á þriðja tug milljarða króna frá aldamótum til þessa dags. Fyrirtækið, sem er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, varð til á grunni Línu.nets á sínum tíma. Undanfarin misseri hefur Síminn gert tilraunir til þess að kaupa aðgang að ljósleiðarakerfi Gagnaveitunnar. Stjórnendur Símans telja að Gagnaveitan hafi sett óaðgengileg skilyrði fyrir slíkum kaupum. Meðal annars óskaði Gagnaveitan eftir skuldbindingu Símans um tugþúsunda heimila lágmarksfjölda og að keypt væri heildarfjarskiptaþjónusta af Gagnaveitunni í stað þess ljósleiðaraaðgangs sem óskað var eftir. Síminn beindi erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar hinn 6. janúar á þessu ári þar sem fyrirtækið krafðist þess meðal annars að stofnunin skyldaði Gagnaveituna til að veita Símanum svokallaðan „passívan aðgang" að ljósleiðaraneti Gagnaveitunnar í þeim sveitarfélögum þar sem uppbyggingin á sér stað. Í þessu felst heildsöluaðgangur að heimtaugum í tengistöðvum og að Síminn gæti keypt aðgang að ljósleiðaraheimtaugum Gagnaveitunnar án virks búnaðar frá fyrirtækinu.Notendur sjá ekki mun „svo nokkru nemi“ Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur sendi svarbréf fyrir hönd fyrirtækisins til Póst- og fjarskiptastofnunar hinn 13. mars síðastliðinn. Fréttastofan hefur bréfið undir höndum en þar segir meðal annars: „Ekki hafa orðið þær breytingar á eftirspurn í þjónustu sem notendur kalla eftir þannig að ADSL og VDSL nái ekki að veita þá þjónustu til móts við ljósleiðara. Ljóst er þó hvert stefnir í þeim efnum en að öllum líkindum hefur þeim þröskuldi ekki enn verið náð að xDSL sé ekki lengur samkeppnisfært í hraða við ljósleiðara. Að mati GR er xDSL tækni enn með þeim hætti að notendur geta m.a. horft á IPTV í háskerpu og tekið niður netþjónustu af öðru tagi án þess að verða þess varir hvort þjónustan komi yfir kopar eða ljósleiðara svo nokkru nemi.“ Þetta gengur í berhögg við yfirlýsingar framkvæmdastjórans opinberlega og er á skjön við auglýsingar Gagnaveitunnar sem eiga að sýna yfirburði nettengingar yfir ljósleiðara. Í auglýsingu Gagnaveitunnar útskýrði stúlka fyrir föður sínum muninn á hraða ljósleiðarans og annars konar tengingar með því að hella vatni úr glasi og hins vegar hella vatni úr flösku með grönnum flöskuhálsi. Auglýsingin var tekin úr umferð því Neytendastofa taldi hana brjóta gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Í viðtali við Markaðinn, fylgiblað Fréttablaðsins, 5. október á síðasta ári sagði Erling um ljósleiðarann: „Notendur finna mikinn mun á hraða og snerpu, þó venjulegt heimili taki ekki til sín mikið af gögnum.“Hvers vegna segir þú í bréfi til PFS að notendur verði ekki varir svo „nokkru nemi“ á mismuni á fjarskiptaþjónustu um kopar og ljósleiðaraheimtaug þegar þú hefur sagt annað í fjölmiðlum og Gagnaveitan hefur haldið öðru fram í auglýsingum? „Þessar tvær vörur (ADSL og ljósleiðari innsk.blm) eru á sama markaði hér á landi og í Evrópu. Þessi samanburður snýst ekki um flutningsgetuna. Ef þú horfir á ljósleiðarann þá er samanburður á hraða alltaf ljósleiðaranum í hag,“ segir Erling aðspurður um þessar misvísandi yfirlýsingar opinberlega og í svarbréfi til Póst- og fjarskiptastofnunar. Fellst þú ekki á að þetta sé á skjön við það sem fyrirtækið er að halda fram opinberlega? „Við erum að vitna í samanburð á markaði. Þetta er sami markaður sem þessar tvær vörur eru á. Það er ekki verið tala um samanburð á flutningsgetu. Til dæmis hefur flutningshraði ljósleiðarans hjá okkur á síðustu tíu árum tuttugufaldast.“Þú segir efnislega í svarbréfinu að notandinn verði ekki var við muninn á þessari tækni. Er það ekki á skjön við það sem fyrirtækið hefur haldið fram opinberlega? „Þú ert að vitna í markaði. Ég held að báðar þessar vörur geti horft á sjónvarp í dag. Ég held því áfram fram að ljósleiðarinn er vara sem hefur meiri hraða á interneti. Þarna ert þú að vitna í samanburð á mörkuðum.“Hvað áttu við þegar þú segir að notandinn verði þess ekki var hvort þjónustan komi yfir kopar eða ljósleiðara? „Þegar þú ert að horfa á sjónvarpið þá sérðu ekki mun á sjónvarpinu hvort það komi yfir ljósleiðara eða aðrar tegundir grunneta eins og ég nefndi í þessu samhengi,“ segir Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Gagnaveitunnar.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira