Vill 1,3 milljarða króna í skaðabætur í vatnsstríði Haraldur Guðmundsson skrifar 28. júní 2017 07:00 Icelandic Water Holdings selur vatn undir vörumerkinu Icelandic Glacial og fór fram á lögbann á vörumerkinu Iceland Glacier. Vísir/Anton Brink Einkahlutafélagið iGwater hefur stefnt Icelandic Water Holdings (IWH), vatnsátöppunarfyrirtæki Jóns Ólafssonar í Ölfusi, og krefst skaða- og miskabóta upp á 1,3 milljarða króna vegna lögbanns sem lagt var á notkun vörumerkisins Iceland Glacier í árslok 2013. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands í dag en iGwater fer fram á að dómkvaddir matsmenn verði fengnir til að meta meint tjón félagsins. Eldra skaðabótamáli þess gegn IWH var vísað frá dómi í febrúar í fyrra vegna þess hversu vanreifaður málatilbúnaður iGwater var. „Þessi nýja krafa er auðvitað ekki raunhæf enda fyrirtækið varla starfandi. Þeir segja ósatt um að vatn þeirra komi úr Eyjafjallajökli en mér skilst að það hafi verið tekið í Vestmannaeyjum eftir að því hefur verið dælt í pípu til Eyja. Ég held að þessir menn séu ekki á réttri braut með þetta mál,“ segir Jón Ólafsson, einn eigenda IWH.iGwater hefur framleitt vatnið Sno Iceland Glacier Water.Forsaga málsins er sú að IWH fékk í nóvember 2013 lögbann á notkun iGwater, þá Iceland Glacier Wonders, á vörumerkinu Iceland Glacier. iGwater rekur átöppunarverksmiðju í Vestmannaeyjum og framleiðir vatn á flöskum undir vörumerkinu Sno Iceland Glacier Water. Fyrirtæki Jóns í Ölfusi selur vatnið Icelandic Glacial. Jón sagði í fjölmiðlum í desember 2013 að honum þættu vörumerkin of lík og stóð lögbannið þangað til í október 2014. Rúmu hálfu ári síðar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að iGwater mætti ekki nota vörumerkið Iceland Glacier í firmaheiti sínu en að því væri heimilt að nota það til markaðssetningar. Stjórnendur félagsins fullyrða að lögbannið hafi spillt lánstrausti og viðskiptahagsmunum og að IWH hafi fylgt því eftir af mikilli hörku og haft samband við erlendar verslanir sem seldu vörur iGwater. Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður félagsins, segir að ný gögn verði lögð fram í skaðabótamálinu fyrir Héraðsdómi Suðurlands. Framkvæmdastjóri iGwater heitir Natalie Anne Stotter og er dóttir hollenska fjárfestisins Ottos Spork. Otto rak um tíma félagið Iceland Glacier Products ehf. Félagið stefndi að rekstri átöppunarverksmiðju á Rifi á Snæfellsnesi árið 2007 en var tekið til gjaldþrotaskipta fjórum árum síðar. IWH tilkynnti í kjölfarið að það hefði keypt öll vörumerkjaréttindi út úr þrotabúinu en iGwater síðar hafið notkun á þeim án leyfis.Í fréttinni stóð upphaflega að lögbannið hefði verið í gildi þangað til í október 2015. Það er ekki rétt en það var í gildi til október 2014. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Einkahlutafélagið iGwater hefur stefnt Icelandic Water Holdings (IWH), vatnsátöppunarfyrirtæki Jóns Ólafssonar í Ölfusi, og krefst skaða- og miskabóta upp á 1,3 milljarða króna vegna lögbanns sem lagt var á notkun vörumerkisins Iceland Glacier í árslok 2013. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands í dag en iGwater fer fram á að dómkvaddir matsmenn verði fengnir til að meta meint tjón félagsins. Eldra skaðabótamáli þess gegn IWH var vísað frá dómi í febrúar í fyrra vegna þess hversu vanreifaður málatilbúnaður iGwater var. „Þessi nýja krafa er auðvitað ekki raunhæf enda fyrirtækið varla starfandi. Þeir segja ósatt um að vatn þeirra komi úr Eyjafjallajökli en mér skilst að það hafi verið tekið í Vestmannaeyjum eftir að því hefur verið dælt í pípu til Eyja. Ég held að þessir menn séu ekki á réttri braut með þetta mál,“ segir Jón Ólafsson, einn eigenda IWH.iGwater hefur framleitt vatnið Sno Iceland Glacier Water.Forsaga málsins er sú að IWH fékk í nóvember 2013 lögbann á notkun iGwater, þá Iceland Glacier Wonders, á vörumerkinu Iceland Glacier. iGwater rekur átöppunarverksmiðju í Vestmannaeyjum og framleiðir vatn á flöskum undir vörumerkinu Sno Iceland Glacier Water. Fyrirtæki Jóns í Ölfusi selur vatnið Icelandic Glacial. Jón sagði í fjölmiðlum í desember 2013 að honum þættu vörumerkin of lík og stóð lögbannið þangað til í október 2014. Rúmu hálfu ári síðar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að iGwater mætti ekki nota vörumerkið Iceland Glacier í firmaheiti sínu en að því væri heimilt að nota það til markaðssetningar. Stjórnendur félagsins fullyrða að lögbannið hafi spillt lánstrausti og viðskiptahagsmunum og að IWH hafi fylgt því eftir af mikilli hörku og haft samband við erlendar verslanir sem seldu vörur iGwater. Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður félagsins, segir að ný gögn verði lögð fram í skaðabótamálinu fyrir Héraðsdómi Suðurlands. Framkvæmdastjóri iGwater heitir Natalie Anne Stotter og er dóttir hollenska fjárfestisins Ottos Spork. Otto rak um tíma félagið Iceland Glacier Products ehf. Félagið stefndi að rekstri átöppunarverksmiðju á Rifi á Snæfellsnesi árið 2007 en var tekið til gjaldþrotaskipta fjórum árum síðar. IWH tilkynnti í kjölfarið að það hefði keypt öll vörumerkjaréttindi út úr þrotabúinu en iGwater síðar hafið notkun á þeim án leyfis.Í fréttinni stóð upphaflega að lögbannið hefði verið í gildi þangað til í október 2015. Það er ekki rétt en það var í gildi til október 2014.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira