Landsbankinn fær 7,8 milljarða lán frá Norræna fjárfestingarbankanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júní 2017 11:52 Landsbankinn fékk einnig lán frá Norræna fjárfestingarbankanum árið 2015. Vísir/Andri marínó Norræni fjárfestingarbankinn, NIB, og Landsbankinn hafa skrifað undir nýjan lánasamning til sjö ára. Lánið verður notað til að fjármagna lítil og meðalstór fyrirtæki en fjárhæðin nemur 75 milljónum Bandaríkjadala eða um 7,8 milljörðum íslenskra króna. Í fréttatilkynningu frá Landsbankanum um málið segir að Landsbankinn muni endurlána fjárhæðina, 7,8 milljarða króna, til lítilla og meðalstórra fyrirtækja auk umhverfistengdra verkefna á Íslandi. Um er að ræða fyrirtæki í ýmsum atvinnugreinum, svo sem fiskveiðum, fiskvinnslu, iðnaði og ferðaþjónustu. Þá verður einnig einhverju veitt til uppbyggingar atvinnuhúsnæðis. Lánveitingarnar verða grundvallaðar á því hversu vel verkefnin falla að því markmiði Norræna fjárfestingarbankans að efla samkeppnishæfni og stuðla að umhverfisvernd í aðildarríkjum bankans.Annað lánið sem NIB veitir Landsbankanum „Samstarf okkar við Landsbankann, sem miðar að því að ná til lítilla og meðalstórra íslenskra fyrirtækja, hefur verið mjög árangursríkt og það gleður okkar að halda því áfram með nýrri lánveitingu,“ segir Henrik Normann, forstjóri Norræna fjárfestingarbankans að því er kemur fram í fréttatilkynningunni. „Lánasamningurinn við NIB rennir styrkari og fjölbreyttari stoðum undir erlenda fjármögnun Landsbankans. Með samningnum er staðfest, enn og aftur, að bankinn nýtur aukins trausts meðal erlendra lánveitenda. Samvinnan við NIB hefur verið árangursrík og mun hún halda áfram að koma viðskiptavinum okkar til góða ásamt því að styðja vel við samfélagsstefnu bankans,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Þetta er annað lánið sem Norræni fjárfestingarbankinn veitir Landsbankanum. Fyrra lánið var veitt árið 2015 og hefur að fullu verið endurlánað.Norræni fjárfestingarbankinn er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu átta aðildarlanda: Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháen, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn lánar til opinberra verkefna og einkaverkefna jafnt innan sem utan aðildarríkjanna Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Norræni fjárfestingarbankinn, NIB, og Landsbankinn hafa skrifað undir nýjan lánasamning til sjö ára. Lánið verður notað til að fjármagna lítil og meðalstór fyrirtæki en fjárhæðin nemur 75 milljónum Bandaríkjadala eða um 7,8 milljörðum íslenskra króna. Í fréttatilkynningu frá Landsbankanum um málið segir að Landsbankinn muni endurlána fjárhæðina, 7,8 milljarða króna, til lítilla og meðalstórra fyrirtækja auk umhverfistengdra verkefna á Íslandi. Um er að ræða fyrirtæki í ýmsum atvinnugreinum, svo sem fiskveiðum, fiskvinnslu, iðnaði og ferðaþjónustu. Þá verður einnig einhverju veitt til uppbyggingar atvinnuhúsnæðis. Lánveitingarnar verða grundvallaðar á því hversu vel verkefnin falla að því markmiði Norræna fjárfestingarbankans að efla samkeppnishæfni og stuðla að umhverfisvernd í aðildarríkjum bankans.Annað lánið sem NIB veitir Landsbankanum „Samstarf okkar við Landsbankann, sem miðar að því að ná til lítilla og meðalstórra íslenskra fyrirtækja, hefur verið mjög árangursríkt og það gleður okkar að halda því áfram með nýrri lánveitingu,“ segir Henrik Normann, forstjóri Norræna fjárfestingarbankans að því er kemur fram í fréttatilkynningunni. „Lánasamningurinn við NIB rennir styrkari og fjölbreyttari stoðum undir erlenda fjármögnun Landsbankans. Með samningnum er staðfest, enn og aftur, að bankinn nýtur aukins trausts meðal erlendra lánveitenda. Samvinnan við NIB hefur verið árangursrík og mun hún halda áfram að koma viðskiptavinum okkar til góða ásamt því að styðja vel við samfélagsstefnu bankans,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Þetta er annað lánið sem Norræni fjárfestingarbankinn veitir Landsbankanum. Fyrra lánið var veitt árið 2015 og hefur að fullu verið endurlánað.Norræni fjárfestingarbankinn er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu átta aðildarlanda: Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháen, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn lánar til opinberra verkefna og einkaverkefna jafnt innan sem utan aðildarríkjanna
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira