Áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2017 12:48 Samkvæmt upplýsingum Túrista frá British Airways hafa kínverskir ferðamenn verið fjölmennasti farþegahópurinn í Íslandsflugi British Airways frá Heathrow flugvelli. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir fækkun breskra ferðamanna á Íslandi í síðasta mánuði bjóða flugfélög upp á áttatíu ferðir á viku milli Keflavíkur og Lundúna næsta vetur. Upplýsingafulltrúi Isavia segir óskum um afgreiðslutíma næsta vetur hafa fjölgað um þrjátíu prósent. Þótt breskum ferðamönnum hafi fækkað um 23 prósent í mái miðað við sama mánuð í fyrra greinir ferðamálasíðan Túristi.is frá því að British Airways sjái tækifæri í auknu Íslandsflugi og muni félagið fljúga tvisvar á dag milli Lundúna og Keflavíkur allan næsta vetur. Samkvæmt upplýsingum Túrista frá British Airways hafa kínverskir ferðamenn verið fjölmennasti farþegahópurinn í Íslandsflugi British Airways frá Heathrow flugvelli en einnig hefur flugið verið vinsælt meðal Breta. Túrista telst til að það verði boðið upp á áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur sem Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia segir að sé ótrúleg tíðni. „Sérstaklega yfir vetrartímann til Lundúna. Búið að aukast samfellt og það hefur gengið vel að fá flugfélög til að fljúga yfir vetrartímann og þar með aukið vetrarferðamennsku á Íslandi,“ segir Guðni. Næsti vetur líti vel út.Lufthansa flýgur allan ársins hring Guðni segir að tíðni ferða almennt sé að aukast og þá hafi þýska flugfélagið Lufthansa nýlega ákveðið að fljúga allt árið milli Frankfurt og Keflavíkur.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia.Isavia„Það er náttúrlega mjög gott að fá þessi stóru flugfélög, með þeim stærstu í heimi sem eru að fljúga hingað allt árið. Það er mjög ánægjulegt.“Það vekur líka athygli að talsmaður British Airways segir að stór hluti þeirra farþega til Keflavíkur séu Kínverjar?„Já, það er mjög áhugavert. Asíu-ferðamönnum hefur fjölgað mjög mikið og kannski sérstaklega Kínverjum. Það sem er líka gott fyrir okkur hér á landi er að tengitímarnir í gegnum Lundúni með British Airways eru mjög þægilegir,“ segir Guðni. Þetta opni því mikla möguleika fyrir farþega héðan.Útlitið fyrir næsta vetur er gott Allar tölur um fjölgun og aukningu hafa veriðí tugum prósenta á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár á meðan flestir flugvellir eru ánægðir með fjögurra til fimm prósenta aukningu. Guðni segir útlitið fyrir næsta vetur gott. „Það er alltaf aukinn áhugi. Við sjáum að nú í vetur er 30 prósenta aukning á umsóknum um afgreiðslutíma. Þannig að það er aukinn áhugi og flugfélögum fjölgar stöðugt,“ segir Guðni. Framkvæmt hefur verið fyrir tugi milljarða á Keflavíkurflugvelli á undanförnum fjórum árum og þessa dagana er enn einum áfanganum að ljúka þar með opnun sjö þúsund fermetra viðbyggingar sem að fullu verður klár í september. En með þessum breytingum batnar aðstaða tengifarþega til muna. „Þar höfum við stækkað vegabréfasalinn mikið, landamærasalinn þar sem fólk fer yfir Schengen-landamærin. Bætt við sjálfvirkum hliðum sem fólk kannast við á flugvöllum í útlöndum. Þá höfum við fjölgað sætum og þar með stórbætt aðstæður tengifarþega og bætt við verslunum og veitingastöðum,“ segir Guðni Sigurðsson. Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Þrátt fyrir fækkun breskra ferðamanna á Íslandi í síðasta mánuði bjóða flugfélög upp á áttatíu ferðir á viku milli Keflavíkur og Lundúna næsta vetur. Upplýsingafulltrúi Isavia segir óskum um afgreiðslutíma næsta vetur hafa fjölgað um þrjátíu prósent. Þótt breskum ferðamönnum hafi fækkað um 23 prósent í mái miðað við sama mánuð í fyrra greinir ferðamálasíðan Túristi.is frá því að British Airways sjái tækifæri í auknu Íslandsflugi og muni félagið fljúga tvisvar á dag milli Lundúna og Keflavíkur allan næsta vetur. Samkvæmt upplýsingum Túrista frá British Airways hafa kínverskir ferðamenn verið fjölmennasti farþegahópurinn í Íslandsflugi British Airways frá Heathrow flugvelli en einnig hefur flugið verið vinsælt meðal Breta. Túrista telst til að það verði boðið upp á áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur sem Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia segir að sé ótrúleg tíðni. „Sérstaklega yfir vetrartímann til Lundúna. Búið að aukast samfellt og það hefur gengið vel að fá flugfélög til að fljúga yfir vetrartímann og þar með aukið vetrarferðamennsku á Íslandi,“ segir Guðni. Næsti vetur líti vel út.Lufthansa flýgur allan ársins hring Guðni segir að tíðni ferða almennt sé að aukast og þá hafi þýska flugfélagið Lufthansa nýlega ákveðið að fljúga allt árið milli Frankfurt og Keflavíkur.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia.Isavia„Það er náttúrlega mjög gott að fá þessi stóru flugfélög, með þeim stærstu í heimi sem eru að fljúga hingað allt árið. Það er mjög ánægjulegt.“Það vekur líka athygli að talsmaður British Airways segir að stór hluti þeirra farþega til Keflavíkur séu Kínverjar?„Já, það er mjög áhugavert. Asíu-ferðamönnum hefur fjölgað mjög mikið og kannski sérstaklega Kínverjum. Það sem er líka gott fyrir okkur hér á landi er að tengitímarnir í gegnum Lundúni með British Airways eru mjög þægilegir,“ segir Guðni. Þetta opni því mikla möguleika fyrir farþega héðan.Útlitið fyrir næsta vetur er gott Allar tölur um fjölgun og aukningu hafa veriðí tugum prósenta á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár á meðan flestir flugvellir eru ánægðir með fjögurra til fimm prósenta aukningu. Guðni segir útlitið fyrir næsta vetur gott. „Það er alltaf aukinn áhugi. Við sjáum að nú í vetur er 30 prósenta aukning á umsóknum um afgreiðslutíma. Þannig að það er aukinn áhugi og flugfélögum fjölgar stöðugt,“ segir Guðni. Framkvæmt hefur verið fyrir tugi milljarða á Keflavíkurflugvelli á undanförnum fjórum árum og þessa dagana er enn einum áfanganum að ljúka þar með opnun sjö þúsund fermetra viðbyggingar sem að fullu verður klár í september. En með þessum breytingum batnar aðstaða tengifarþega til muna. „Þar höfum við stækkað vegabréfasalinn mikið, landamærasalinn þar sem fólk fer yfir Schengen-landamærin. Bætt við sjálfvirkum hliðum sem fólk kannast við á flugvöllum í útlöndum. Þá höfum við fjölgað sætum og þar með stórbætt aðstæður tengifarþega og bætt við verslunum og veitingastöðum,“ segir Guðni Sigurðsson.
Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira