Íslensku tryggingafélögin mega ekki sofna á verðinum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 10. júní 2017 07:00 Volvo er einn þeirra bílaframleiðenda sem hafa stofnað sérstakt tryggingafélag, en félagið telur bíla sína það örugga að það réttlæti verulega lág iðgjöld á tryggingum þess. Vísir/EPA Útlit er fyrir að vátryggingamarkaðurinn muni taka örum breytingum á næstu árum í takt við miklar tækniframfarir. Ef íslensku tryggingafélögin bregðast ekki við þróuninni gæti skapast svigrúm fyrir erlend félög til að sækja á íslenska markaðinn og ná til sín markaðshlutdeild. Þetta segir Sigurður Örn Karlsson, greinandi hjá IFS, í samtali við Fréttablaðið. Ör tækniþróun, sem ekki fyrir löngu hljómaði sem músík í eyrum margra, mun hafa veruleg áhrif á íslensku tryggingafélögin á næstu árum. Tæknin mun gera félögin betur í stakk búin til að verðleggja tryggingar, meðal annars eftir notkun og hegðun viðskiptavina, sem ætti að öðru óbreyttu að leiða til þess að iðgjöld af tryggingum lækki hjá þeim sem lenda sjaldan í tjóni en hækki hjá tjónaþungum viðskiptavinum. Sigurður Örn segir að þeir hjá IFS séu þegar farnir að taka tillit til þessara væntanlegu breytinga við verðmat. „Við höfum aðeins dregið úr iðgjaldavextinum til lengra tíma og lækkað tjónshlutfallið. Við viljum meina að vöxtur iðgjalda gæti orðið minni en að tjónakostnaður félaganna verði að sama skapi lægri,“ nefnir hann. Takist félögunum að nýta sér þróunina sér í hag aukist með öðrum orðum líkurnar á því að tekjuvöxturinn í minnki í framtíðinni en afkoma vátryggingarekstrarins batni. Hann ítrekar þó að óvissan sé algjör. Þróunin sé hröð og óvíst sé hver áhrifin verða nákvæmlega á rekstur tryggingafélaganna. Sigurður Örn segir að helsta þróunin varði hlutanetið svonefnda (e. Internet of Things). Hann tekur dæmi: „Allir nýir bílar í framtíðinni verða á einhvern hátt tengdir í gegnum netið, símkort eða GPS. Þannig verður hægt að safna gögnum um aksturslag, til dæmis hversu hratt og mikið er keyrt, og ástand ökutækis. Slíkar upplýsingar auðvelda félögunum að verðleggja tryggingarnar.“ Hann nefnir jafnframt að með auknum öryggisbúnaði, svo sem skynjurum, myndavélum og sjálfvirkum bremsum, séu bílar að verða öruggari með hverjum degi sem líður. Það kalli á lægri iðgjöld vegna lægri tjónakostnaðar. Tryggingafélög gætu einnig, svo annað dæmi sé tekið, nýtt sér heilsuúr, sem taka niður upplýsingar um heilsufar fólks, til þess að verðleggja sjúkra- og heilsutryggingar. Mörg erlend félög eru þegar byrjuð að færa sér tæknina í nyt. Í skýrslu IFS frá því í apríl kemur meðal annars fram að sænski bílarisinn Volvo hafi stofnað sitt eigið tryggingafélag í Bretlandi sem bjóði upp á lægri iðgjöld af tryggingum á Volvo-bílum. Tesla hafi gert það sama í Asíu. Þá bjóði fjarskiptafélagið O2 í Bretlandi upp á ódýrar ökutækjatryggingar í gegnum snjallforrit sem viðskiptavinir þurfa að hala niður í símana sína. Snjallforritið getur mælt aksturslag viðkomandi ökumanns og hvatt hann til þess að bæta ráð sitt. Sigurður Örn segir að ekki muni líða langur tími þar til íslensku tryggingafélögin fari að bjóða upp á lausnir sem þessar. Þau verði að halda vel á spöðunum ef þau ætli sér ekki að verða undir í samkeppninni.Hærra verðmat á tryggingafélögunumGreiningarfyrirtækið IFS hækkaði fyrr í vikunni verðmat sitt á hlutabréfum í tryggingafélögunum þremur sem skráð eru á markað. Sérfræðingar IFS benda þó á að átökin sem sett hafa mark sitt á störf stjórnar VÍS undanfarna mánuði kasti skugga á félagið og geti, að minnsta kosti til skemmri tíma, skaðað það. IFS metur virði félaganna þriggja, VÍS, Sjóvár og TM, samanlagt á 75,1 milljarð króna samkvæmt nýjum virðismötum sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Miðað við gengi bréfa í félögunum við lok markaðar á föstudag telur IFS að fjárfestar eigi að halda hlutum sínum í þeim. Markaðsvirði félaganna hefur hækkað að undanförnu vegna meðal annars væntinga um betri afkomu af vátryggingarekstri, að sögn IFS. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Sjá meira
Útlit er fyrir að vátryggingamarkaðurinn muni taka örum breytingum á næstu árum í takt við miklar tækniframfarir. Ef íslensku tryggingafélögin bregðast ekki við þróuninni gæti skapast svigrúm fyrir erlend félög til að sækja á íslenska markaðinn og ná til sín markaðshlutdeild. Þetta segir Sigurður Örn Karlsson, greinandi hjá IFS, í samtali við Fréttablaðið. Ör tækniþróun, sem ekki fyrir löngu hljómaði sem músík í eyrum margra, mun hafa veruleg áhrif á íslensku tryggingafélögin á næstu árum. Tæknin mun gera félögin betur í stakk búin til að verðleggja tryggingar, meðal annars eftir notkun og hegðun viðskiptavina, sem ætti að öðru óbreyttu að leiða til þess að iðgjöld af tryggingum lækki hjá þeim sem lenda sjaldan í tjóni en hækki hjá tjónaþungum viðskiptavinum. Sigurður Örn segir að þeir hjá IFS séu þegar farnir að taka tillit til þessara væntanlegu breytinga við verðmat. „Við höfum aðeins dregið úr iðgjaldavextinum til lengra tíma og lækkað tjónshlutfallið. Við viljum meina að vöxtur iðgjalda gæti orðið minni en að tjónakostnaður félaganna verði að sama skapi lægri,“ nefnir hann. Takist félögunum að nýta sér þróunina sér í hag aukist með öðrum orðum líkurnar á því að tekjuvöxturinn í minnki í framtíðinni en afkoma vátryggingarekstrarins batni. Hann ítrekar þó að óvissan sé algjör. Þróunin sé hröð og óvíst sé hver áhrifin verða nákvæmlega á rekstur tryggingafélaganna. Sigurður Örn segir að helsta þróunin varði hlutanetið svonefnda (e. Internet of Things). Hann tekur dæmi: „Allir nýir bílar í framtíðinni verða á einhvern hátt tengdir í gegnum netið, símkort eða GPS. Þannig verður hægt að safna gögnum um aksturslag, til dæmis hversu hratt og mikið er keyrt, og ástand ökutækis. Slíkar upplýsingar auðvelda félögunum að verðleggja tryggingarnar.“ Hann nefnir jafnframt að með auknum öryggisbúnaði, svo sem skynjurum, myndavélum og sjálfvirkum bremsum, séu bílar að verða öruggari með hverjum degi sem líður. Það kalli á lægri iðgjöld vegna lægri tjónakostnaðar. Tryggingafélög gætu einnig, svo annað dæmi sé tekið, nýtt sér heilsuúr, sem taka niður upplýsingar um heilsufar fólks, til þess að verðleggja sjúkra- og heilsutryggingar. Mörg erlend félög eru þegar byrjuð að færa sér tæknina í nyt. Í skýrslu IFS frá því í apríl kemur meðal annars fram að sænski bílarisinn Volvo hafi stofnað sitt eigið tryggingafélag í Bretlandi sem bjóði upp á lægri iðgjöld af tryggingum á Volvo-bílum. Tesla hafi gert það sama í Asíu. Þá bjóði fjarskiptafélagið O2 í Bretlandi upp á ódýrar ökutækjatryggingar í gegnum snjallforrit sem viðskiptavinir þurfa að hala niður í símana sína. Snjallforritið getur mælt aksturslag viðkomandi ökumanns og hvatt hann til þess að bæta ráð sitt. Sigurður Örn segir að ekki muni líða langur tími þar til íslensku tryggingafélögin fari að bjóða upp á lausnir sem þessar. Þau verði að halda vel á spöðunum ef þau ætli sér ekki að verða undir í samkeppninni.Hærra verðmat á tryggingafélögunumGreiningarfyrirtækið IFS hækkaði fyrr í vikunni verðmat sitt á hlutabréfum í tryggingafélögunum þremur sem skráð eru á markað. Sérfræðingar IFS benda þó á að átökin sem sett hafa mark sitt á störf stjórnar VÍS undanfarna mánuði kasti skugga á félagið og geti, að minnsta kosti til skemmri tíma, skaðað það. IFS metur virði félaganna þriggja, VÍS, Sjóvár og TM, samanlagt á 75,1 milljarð króna samkvæmt nýjum virðismötum sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Miðað við gengi bréfa í félögunum við lok markaðar á föstudag telur IFS að fjárfestar eigi að halda hlutum sínum í þeim. Markaðsvirði félaganna hefur hækkað að undanförnu vegna meðal annars væntinga um betri afkomu af vátryggingarekstri, að sögn IFS.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Sjá meira