Lög um sjálfkeyrandi bíla eru ekki tímabær Kristinn Ingi Jónsson skrifar 10. júní 2017 07:00 Ráðherra segir þróun sjálfkeyrandi bíla að mörgu leyti spennandi og geta leitt til margvíslegra samfélagslegra umbóta. Vísir/EPA Ráðherra nýsköpunarmála telur ekki ástæðu að svo stöddu til þess að undirbúa lagasmíð um sjálfkeyrandi bíla. Stjórnvöld muni þó fylgjast vel með tækniþróun á þessu sviði. Þingmaður Pírata vill að settar verði lágmarksöryggiskröfur um slíka bíla. Hann óttast að stjórnvöld bregðist of seint við tækninýjungum. Fram kemur í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, við fyrirspurn Smára McCarthy að þróun þessarar nýju samgöngutækni, sjálfkeyrandi bíla, sé á margan hátt spennandi vegna þess að hún geti leitt til margvíslegra samfélagslegra umbóta, til dæmis með auðveldari ferðum þeirra sem vilja eða þurfa að losna undan eigin akstri. Þá muni ferðatími nýtast betur og til lengri tíma litið geti tæknin leitt til bætts umferðaröryggis og aukins orkusparnaðar. Tæknin muni leiða til þess að forsendur í mörgum atvinnugreinum, til dæmis hjá leigu-, rútu- og flutningabílum, breytast og er ráðuneytið með þau mál til almennrar skoðunar, að sögn ráðherrans. Hins vegar telur ráðherra enn of mörgum spurningum um sjálfkeyrandi bíla ósvarað. Núverandi staða kalli fyrst og fremst á að stjórnvöld fylgist vel með tækniþróuninni, fremur en að hefja undirbúning að lagasmíði.Smári McCarthySmári segir svör ráðherra ekki fullnægjandi. „Þetta er ekki eitthvað sem er að fara að gerast eftir tíu eða fimmtán ár, heldur eitthvað sem bregðast þarf við núna. Regluverkið er oft á tíðum seint á ferðinni þegar kemur að nýrri tækni. Stundum er það bara ágætt, vegna þess að of margar reglur of snemma í ferlinu geta valdið því að erfiðara verður að þróa tæknina, en á hinn bóginn er eðlilegt að löggjafinn og framkvæmdarvaldið fylgist vel með og séu aðeins á undan bylgjunni, að minnsta kosti þegar kemur að öryggismálum,“ segir Smári. Ekki megi ganga of langt í að setja reglur um sjálfkeyrandi bíla á þessu stigi, en þó ættu stjórnvöld að setja lágmarksöryggiskröfur. Smári segir að sá möguleiki sé fyrir hendi að tugir ef ekki hundruð sjálfkeyrandi bíla verði komin á íslenska vegi áður en regluverkið um þá verði tilbúið, bregðist stjórnvöld ekki strax við. Allt fari það eftir því hvernig tæknin þróast á næstu mánuðum. Það geti tekið langan tíma að semja lög um sjálfkeyrandi bíla og fá Alþingi til þess að samþykkja þau. „Ég hef engar stórkostlegar áhyggjur af þessu. Þetta er ekki forgangsmál, en samt augljóslega eitt af því sem við þurfum að hugsa um og byrja að gera eitthvað í.“ Tilvalið sé að fylgja fordæmi hinna Norðurlandanna. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Ráðherra nýsköpunarmála telur ekki ástæðu að svo stöddu til þess að undirbúa lagasmíð um sjálfkeyrandi bíla. Stjórnvöld muni þó fylgjast vel með tækniþróun á þessu sviði. Þingmaður Pírata vill að settar verði lágmarksöryggiskröfur um slíka bíla. Hann óttast að stjórnvöld bregðist of seint við tækninýjungum. Fram kemur í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, við fyrirspurn Smára McCarthy að þróun þessarar nýju samgöngutækni, sjálfkeyrandi bíla, sé á margan hátt spennandi vegna þess að hún geti leitt til margvíslegra samfélagslegra umbóta, til dæmis með auðveldari ferðum þeirra sem vilja eða þurfa að losna undan eigin akstri. Þá muni ferðatími nýtast betur og til lengri tíma litið geti tæknin leitt til bætts umferðaröryggis og aukins orkusparnaðar. Tæknin muni leiða til þess að forsendur í mörgum atvinnugreinum, til dæmis hjá leigu-, rútu- og flutningabílum, breytast og er ráðuneytið með þau mál til almennrar skoðunar, að sögn ráðherrans. Hins vegar telur ráðherra enn of mörgum spurningum um sjálfkeyrandi bíla ósvarað. Núverandi staða kalli fyrst og fremst á að stjórnvöld fylgist vel með tækniþróuninni, fremur en að hefja undirbúning að lagasmíði.Smári McCarthySmári segir svör ráðherra ekki fullnægjandi. „Þetta er ekki eitthvað sem er að fara að gerast eftir tíu eða fimmtán ár, heldur eitthvað sem bregðast þarf við núna. Regluverkið er oft á tíðum seint á ferðinni þegar kemur að nýrri tækni. Stundum er það bara ágætt, vegna þess að of margar reglur of snemma í ferlinu geta valdið því að erfiðara verður að þróa tæknina, en á hinn bóginn er eðlilegt að löggjafinn og framkvæmdarvaldið fylgist vel með og séu aðeins á undan bylgjunni, að minnsta kosti þegar kemur að öryggismálum,“ segir Smári. Ekki megi ganga of langt í að setja reglur um sjálfkeyrandi bíla á þessu stigi, en þó ættu stjórnvöld að setja lágmarksöryggiskröfur. Smári segir að sá möguleiki sé fyrir hendi að tugir ef ekki hundruð sjálfkeyrandi bíla verði komin á íslenska vegi áður en regluverkið um þá verði tilbúið, bregðist stjórnvöld ekki strax við. Allt fari það eftir því hvernig tæknin þróast á næstu mánuðum. Það geti tekið langan tíma að semja lög um sjálfkeyrandi bíla og fá Alþingi til þess að samþykkja þau. „Ég hef engar stórkostlegar áhyggjur af þessu. Þetta er ekki forgangsmál, en samt augljóslega eitt af því sem við þurfum að hugsa um og byrja að gera eitthvað í.“ Tilvalið sé að fylgja fordæmi hinna Norðurlandanna.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira