Lög um sjálfkeyrandi bíla eru ekki tímabær Kristinn Ingi Jónsson skrifar 10. júní 2017 07:00 Ráðherra segir þróun sjálfkeyrandi bíla að mörgu leyti spennandi og geta leitt til margvíslegra samfélagslegra umbóta. Vísir/EPA Ráðherra nýsköpunarmála telur ekki ástæðu að svo stöddu til þess að undirbúa lagasmíð um sjálfkeyrandi bíla. Stjórnvöld muni þó fylgjast vel með tækniþróun á þessu sviði. Þingmaður Pírata vill að settar verði lágmarksöryggiskröfur um slíka bíla. Hann óttast að stjórnvöld bregðist of seint við tækninýjungum. Fram kemur í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, við fyrirspurn Smára McCarthy að þróun þessarar nýju samgöngutækni, sjálfkeyrandi bíla, sé á margan hátt spennandi vegna þess að hún geti leitt til margvíslegra samfélagslegra umbóta, til dæmis með auðveldari ferðum þeirra sem vilja eða þurfa að losna undan eigin akstri. Þá muni ferðatími nýtast betur og til lengri tíma litið geti tæknin leitt til bætts umferðaröryggis og aukins orkusparnaðar. Tæknin muni leiða til þess að forsendur í mörgum atvinnugreinum, til dæmis hjá leigu-, rútu- og flutningabílum, breytast og er ráðuneytið með þau mál til almennrar skoðunar, að sögn ráðherrans. Hins vegar telur ráðherra enn of mörgum spurningum um sjálfkeyrandi bíla ósvarað. Núverandi staða kalli fyrst og fremst á að stjórnvöld fylgist vel með tækniþróuninni, fremur en að hefja undirbúning að lagasmíði.Smári McCarthySmári segir svör ráðherra ekki fullnægjandi. „Þetta er ekki eitthvað sem er að fara að gerast eftir tíu eða fimmtán ár, heldur eitthvað sem bregðast þarf við núna. Regluverkið er oft á tíðum seint á ferðinni þegar kemur að nýrri tækni. Stundum er það bara ágætt, vegna þess að of margar reglur of snemma í ferlinu geta valdið því að erfiðara verður að þróa tæknina, en á hinn bóginn er eðlilegt að löggjafinn og framkvæmdarvaldið fylgist vel með og séu aðeins á undan bylgjunni, að minnsta kosti þegar kemur að öryggismálum,“ segir Smári. Ekki megi ganga of langt í að setja reglur um sjálfkeyrandi bíla á þessu stigi, en þó ættu stjórnvöld að setja lágmarksöryggiskröfur. Smári segir að sá möguleiki sé fyrir hendi að tugir ef ekki hundruð sjálfkeyrandi bíla verði komin á íslenska vegi áður en regluverkið um þá verði tilbúið, bregðist stjórnvöld ekki strax við. Allt fari það eftir því hvernig tæknin þróast á næstu mánuðum. Það geti tekið langan tíma að semja lög um sjálfkeyrandi bíla og fá Alþingi til þess að samþykkja þau. „Ég hef engar stórkostlegar áhyggjur af þessu. Þetta er ekki forgangsmál, en samt augljóslega eitt af því sem við þurfum að hugsa um og byrja að gera eitthvað í.“ Tilvalið sé að fylgja fordæmi hinna Norðurlandanna. Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Ráðherra nýsköpunarmála telur ekki ástæðu að svo stöddu til þess að undirbúa lagasmíð um sjálfkeyrandi bíla. Stjórnvöld muni þó fylgjast vel með tækniþróun á þessu sviði. Þingmaður Pírata vill að settar verði lágmarksöryggiskröfur um slíka bíla. Hann óttast að stjórnvöld bregðist of seint við tækninýjungum. Fram kemur í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, við fyrirspurn Smára McCarthy að þróun þessarar nýju samgöngutækni, sjálfkeyrandi bíla, sé á margan hátt spennandi vegna þess að hún geti leitt til margvíslegra samfélagslegra umbóta, til dæmis með auðveldari ferðum þeirra sem vilja eða þurfa að losna undan eigin akstri. Þá muni ferðatími nýtast betur og til lengri tíma litið geti tæknin leitt til bætts umferðaröryggis og aukins orkusparnaðar. Tæknin muni leiða til þess að forsendur í mörgum atvinnugreinum, til dæmis hjá leigu-, rútu- og flutningabílum, breytast og er ráðuneytið með þau mál til almennrar skoðunar, að sögn ráðherrans. Hins vegar telur ráðherra enn of mörgum spurningum um sjálfkeyrandi bíla ósvarað. Núverandi staða kalli fyrst og fremst á að stjórnvöld fylgist vel með tækniþróuninni, fremur en að hefja undirbúning að lagasmíði.Smári McCarthySmári segir svör ráðherra ekki fullnægjandi. „Þetta er ekki eitthvað sem er að fara að gerast eftir tíu eða fimmtán ár, heldur eitthvað sem bregðast þarf við núna. Regluverkið er oft á tíðum seint á ferðinni þegar kemur að nýrri tækni. Stundum er það bara ágætt, vegna þess að of margar reglur of snemma í ferlinu geta valdið því að erfiðara verður að þróa tæknina, en á hinn bóginn er eðlilegt að löggjafinn og framkvæmdarvaldið fylgist vel með og séu aðeins á undan bylgjunni, að minnsta kosti þegar kemur að öryggismálum,“ segir Smári. Ekki megi ganga of langt í að setja reglur um sjálfkeyrandi bíla á þessu stigi, en þó ættu stjórnvöld að setja lágmarksöryggiskröfur. Smári segir að sá möguleiki sé fyrir hendi að tugir ef ekki hundruð sjálfkeyrandi bíla verði komin á íslenska vegi áður en regluverkið um þá verði tilbúið, bregðist stjórnvöld ekki strax við. Allt fari það eftir því hvernig tæknin þróast á næstu mánuðum. Það geti tekið langan tíma að semja lög um sjálfkeyrandi bíla og fá Alþingi til þess að samþykkja þau. „Ég hef engar stórkostlegar áhyggjur af þessu. Þetta er ekki forgangsmál, en samt augljóslega eitt af því sem við þurfum að hugsa um og byrja að gera eitthvað í.“ Tilvalið sé að fylgja fordæmi hinna Norðurlandanna.
Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira