Herdís fékk 20 milljóna aukagreiðslu frá Framtakssjóði Íslands Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. júní 2017 07:30 Herdís fékk greiddar 48,5 milljónir króna í laun og hlunnindi í fyrra. Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, fékk tuttugu milljóna króna aukagreiðslu frá sjóðnum í fyrra vegna starfa sinna þar síðustu fjögur ár. Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður sjóðsins, segir í samtali við Markaðinn að um sé að ræða uppgjör á samningi við Herdísi sem gerður var árið 2013. „Það var gerður samningur við hana árið 2013 um að ef hún yrði áfram starfandi hjá sjóðnum árið 2016, þá kæmi til þessarar aukagreiðslu sem yrði gerð upp 2016,“ nefnir hann. Markmiðið hafi verið að hvetja hana til þess að starfa áfram hjá sjóðnum. Fram kemur í ársreikningi Framtakssjóðsins að Herdís hafi fengið greiddar 48,5 milljónir króna í laun og hlunnindi í fyrra. Hækkaði greiðslan um 78%, eða sem nemur umræddri aukagreiðslu, á milli ára. Laun starfsmanna Framtakssjóðsins, sem eru fjórir talsins, hækkuðu um 13,5% á milli ára og námu tæpum 135 milljónum króna í fyrra. Laun stjórnarmanna sjóðsins lækkuðu hins vegar um 0,8% á milli ára og voru 13,2 milljónir króna árið 2016. Herdís Dröfn var ráðin framkvæmdastjóri sjóðsins í mars árið 2014 en áður hafði hún starfað þar sem fjárfestingastjóri frá árinu 2010. Hún er auk þess stjórnarformaður Icelandic Group og situr í stjórn Invent Farma. Eins og kunnugt er sagði hún sig úr stjórn tryggingafélagsins VÍS fyrr á árinu eftir að í ljós kom að hún hafði ekki stuðning meirihluta nýrrar stjórnar til að gegna áfram formennsku í félaginu. Áður hafði hún gegnt starfi stjórnarformanns VÍS frá því í nóvember árið 2015. Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og einn af stærstu hluthöfum VÍS, var kjörin stjórnarformaður í hennar stað, en mikil átök hafa sett mark sitt á störf stjórnarinnar á undanförnum misserum. Samþykkt var á aðalfundi Framtakssjóðsins í síðasta mánuði að greiða sjö milljarða króna arð til hluthafa, sem eru að langstærstum hluta lífeyrissjóðir auk Landsbankans og VÍS. Að auki var samþykkt að lækka hlutafé sjóðsins um 3,2 milljarða. Alls verða því greiddir 102 milljarðar króna til hluthafanna. Útgreiðslurnar skýrast aðallega af sölu á dótturfélögum Invent Farma sem og Icelandic Group, sem er nú stærsta fjárfesting sjóðsins, í fyrra. Eftir þessar útgreiðslur hefur Framtakssjóðurinn greitt alls 69,1 milljarð króna til hluthafa frá upphafi en kallað inn 43,3 milljarða króna. Hagnaður Framtakssjóðsins nam rúmum 6,9 milljörðum króna í fyrra. Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir sjóðsins um 13,9 millj- örðum króna og var bókfært eigið fé í lok árs 2016 einnig 13,9 milljarðar. Sjóðurinn innleysti í fyrra hluta af fjárfestingum sínum í Icelandic Group, Promens og Invent Farma í formi sölu hlutabréfa til félaganna sjálfra og einnig í formi lækkunar hlutafjár í Icelandic. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, fékk tuttugu milljóna króna aukagreiðslu frá sjóðnum í fyrra vegna starfa sinna þar síðustu fjögur ár. Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður sjóðsins, segir í samtali við Markaðinn að um sé að ræða uppgjör á samningi við Herdísi sem gerður var árið 2013. „Það var gerður samningur við hana árið 2013 um að ef hún yrði áfram starfandi hjá sjóðnum árið 2016, þá kæmi til þessarar aukagreiðslu sem yrði gerð upp 2016,“ nefnir hann. Markmiðið hafi verið að hvetja hana til þess að starfa áfram hjá sjóðnum. Fram kemur í ársreikningi Framtakssjóðsins að Herdís hafi fengið greiddar 48,5 milljónir króna í laun og hlunnindi í fyrra. Hækkaði greiðslan um 78%, eða sem nemur umræddri aukagreiðslu, á milli ára. Laun starfsmanna Framtakssjóðsins, sem eru fjórir talsins, hækkuðu um 13,5% á milli ára og námu tæpum 135 milljónum króna í fyrra. Laun stjórnarmanna sjóðsins lækkuðu hins vegar um 0,8% á milli ára og voru 13,2 milljónir króna árið 2016. Herdís Dröfn var ráðin framkvæmdastjóri sjóðsins í mars árið 2014 en áður hafði hún starfað þar sem fjárfestingastjóri frá árinu 2010. Hún er auk þess stjórnarformaður Icelandic Group og situr í stjórn Invent Farma. Eins og kunnugt er sagði hún sig úr stjórn tryggingafélagsins VÍS fyrr á árinu eftir að í ljós kom að hún hafði ekki stuðning meirihluta nýrrar stjórnar til að gegna áfram formennsku í félaginu. Áður hafði hún gegnt starfi stjórnarformanns VÍS frá því í nóvember árið 2015. Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og einn af stærstu hluthöfum VÍS, var kjörin stjórnarformaður í hennar stað, en mikil átök hafa sett mark sitt á störf stjórnarinnar á undanförnum misserum. Samþykkt var á aðalfundi Framtakssjóðsins í síðasta mánuði að greiða sjö milljarða króna arð til hluthafa, sem eru að langstærstum hluta lífeyrissjóðir auk Landsbankans og VÍS. Að auki var samþykkt að lækka hlutafé sjóðsins um 3,2 milljarða. Alls verða því greiddir 102 milljarðar króna til hluthafanna. Útgreiðslurnar skýrast aðallega af sölu á dótturfélögum Invent Farma sem og Icelandic Group, sem er nú stærsta fjárfesting sjóðsins, í fyrra. Eftir þessar útgreiðslur hefur Framtakssjóðurinn greitt alls 69,1 milljarð króna til hluthafa frá upphafi en kallað inn 43,3 milljarða króna. Hagnaður Framtakssjóðsins nam rúmum 6,9 milljörðum króna í fyrra. Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir sjóðsins um 13,9 millj- örðum króna og var bókfært eigið fé í lok árs 2016 einnig 13,9 milljarðar. Sjóðurinn innleysti í fyrra hluta af fjárfestingum sínum í Icelandic Group, Promens og Invent Farma í formi sölu hlutabréfa til félaganna sjálfra og einnig í formi lækkunar hlutafjár í Icelandic. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira