Stór dagur fyrir neytendur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. júní 2017 10:22 Símafyrirtækjum er nú óheimilt að rukka svokallað reikigjald vegna farsímaþjónustu eftir að reglugerð frá Evrópusambandinu tók gildi í gær. Formaður Neytendasamtakanna hvetur fólk til að fylgjast með því að símafyrirtækin standi við þessar breytingar. Margir hafa upplifað það að fara til útlanda með farsímann með sér en áttað sig á því við heimkomu og haft áhyggjur af því að síminn hefur verið notaður óhóflega mikið bæði í símtöl og til þess að ferðast um veraldarvefinn. Nú er það hins vegar frá. Frá og með gærdeginum mega símafyrirtækin ekki má rukka sérstök reikigjöld þegar ferðast er til annars lands innan EES svæðisins. Ólafur Arnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir þetta vera stór tíðindi fyrir neytendur. „Fram til dagsins í dag [gær] hafa þeir verið upp á von og óvon hvaða reikning þeir fengju frá símfélaginu eftir sumarfríið,“ segir Ólafur. Elmar Hallgríms Hallgrímsson, framkvæmdastjóri hjá 365, tekur í sama streng og segir þetta þetta töluverða byltingu. „Nú geta farsímanotendur farið á milli landa innan evrópska efnahagssvæðisins og borga samkvæmt heimagjaldskránni,“ segir Elmar. Frá þessu eru þó undanþágur en meðal annars má koma í veg fyrir það að farsímanotandi í einu landi geti verið með farsímaþjónustu í reikning í öðru landi. Nýju reglurnar gilda í öllum 28 löndum Evrópusambandsins auk Noregs, Liechtensteins og Íslands.VísirHér að ofan má sjá dæmi um notkun hjá farsímanotanda með íslenskt númer sem er staddur innan EES-svæðins. Hér var kostnaðurinn yfir daginn 607,8 krónur. Í dag er kostnaðurinn háður þeirri farsímaákrift sem notandinn er með - en miðað við farsímaáskriftina í dæminu hér að ofan væri kostnaðurinn enginn. Mikilvægt að farsímanotendur kynni sér hvernig nýju reglurnar eru útfærðar innan EES-svæðisins en samkvæmt reglugerðinni hafa fjarskiptafyrirtæki heimild til að setja hámark á hversu mikið gagnamagn er hægt að nota í hverju landi. „Ég hef séð símafyrirtæki auglýsa að það muni nýta sér þessa undanþágu, hin ætli ekki að gera það. Samtök evrópskra neytendasamtaka hafa verið að berjast fyrir þessu og þetta hefur skilað þessum árangri,“ segir Ólafur Arnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Tengdar fréttir Fella einnig niður reikigjöld á frelsisnotendur Símanotendur með frelsisnúmer hjá Símanum og Vodafone munu finna fyrir afnámi reikigjalda á morgun eins og aðrir viðskiptavinir fyrirtækjanna. 14. júní 2017 14:24 Reikigjöld ættu að falla niður hjá íslensku símafyrirtækjunum á fimmtudag Reikigjöld á farsímaþjónustu verða felld niður í Evrópu á fimmtudag og tekur reglugerð þess efnis þá einnig gildi hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Hrafnkeli Viðari Gíslasyni forstjóra Póst-og fjarskiptastofnunar. 13. júní 2017 18:00 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Símafyrirtækjum er nú óheimilt að rukka svokallað reikigjald vegna farsímaþjónustu eftir að reglugerð frá Evrópusambandinu tók gildi í gær. Formaður Neytendasamtakanna hvetur fólk til að fylgjast með því að símafyrirtækin standi við þessar breytingar. Margir hafa upplifað það að fara til útlanda með farsímann með sér en áttað sig á því við heimkomu og haft áhyggjur af því að síminn hefur verið notaður óhóflega mikið bæði í símtöl og til þess að ferðast um veraldarvefinn. Nú er það hins vegar frá. Frá og með gærdeginum mega símafyrirtækin ekki má rukka sérstök reikigjöld þegar ferðast er til annars lands innan EES svæðisins. Ólafur Arnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir þetta vera stór tíðindi fyrir neytendur. „Fram til dagsins í dag [gær] hafa þeir verið upp á von og óvon hvaða reikning þeir fengju frá símfélaginu eftir sumarfríið,“ segir Ólafur. Elmar Hallgríms Hallgrímsson, framkvæmdastjóri hjá 365, tekur í sama streng og segir þetta þetta töluverða byltingu. „Nú geta farsímanotendur farið á milli landa innan evrópska efnahagssvæðisins og borga samkvæmt heimagjaldskránni,“ segir Elmar. Frá þessu eru þó undanþágur en meðal annars má koma í veg fyrir það að farsímanotandi í einu landi geti verið með farsímaþjónustu í reikning í öðru landi. Nýju reglurnar gilda í öllum 28 löndum Evrópusambandsins auk Noregs, Liechtensteins og Íslands.VísirHér að ofan má sjá dæmi um notkun hjá farsímanotanda með íslenskt númer sem er staddur innan EES-svæðins. Hér var kostnaðurinn yfir daginn 607,8 krónur. Í dag er kostnaðurinn háður þeirri farsímaákrift sem notandinn er með - en miðað við farsímaáskriftina í dæminu hér að ofan væri kostnaðurinn enginn. Mikilvægt að farsímanotendur kynni sér hvernig nýju reglurnar eru útfærðar innan EES-svæðisins en samkvæmt reglugerðinni hafa fjarskiptafyrirtæki heimild til að setja hámark á hversu mikið gagnamagn er hægt að nota í hverju landi. „Ég hef séð símafyrirtæki auglýsa að það muni nýta sér þessa undanþágu, hin ætli ekki að gera það. Samtök evrópskra neytendasamtaka hafa verið að berjast fyrir þessu og þetta hefur skilað þessum árangri,“ segir Ólafur Arnarsson, formaður Neytendasamtakanna.
Tengdar fréttir Fella einnig niður reikigjöld á frelsisnotendur Símanotendur með frelsisnúmer hjá Símanum og Vodafone munu finna fyrir afnámi reikigjalda á morgun eins og aðrir viðskiptavinir fyrirtækjanna. 14. júní 2017 14:24 Reikigjöld ættu að falla niður hjá íslensku símafyrirtækjunum á fimmtudag Reikigjöld á farsímaþjónustu verða felld niður í Evrópu á fimmtudag og tekur reglugerð þess efnis þá einnig gildi hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Hrafnkeli Viðari Gíslasyni forstjóra Póst-og fjarskiptastofnunar. 13. júní 2017 18:00 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Fella einnig niður reikigjöld á frelsisnotendur Símanotendur með frelsisnúmer hjá Símanum og Vodafone munu finna fyrir afnámi reikigjalda á morgun eins og aðrir viðskiptavinir fyrirtækjanna. 14. júní 2017 14:24
Reikigjöld ættu að falla niður hjá íslensku símafyrirtækjunum á fimmtudag Reikigjöld á farsímaþjónustu verða felld niður í Evrópu á fimmtudag og tekur reglugerð þess efnis þá einnig gildi hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Hrafnkeli Viðari Gíslasyni forstjóra Póst-og fjarskiptastofnunar. 13. júní 2017 18:00