Stór dagur fyrir neytendur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. júní 2017 10:22 Símafyrirtækjum er nú óheimilt að rukka svokallað reikigjald vegna farsímaþjónustu eftir að reglugerð frá Evrópusambandinu tók gildi í gær. Formaður Neytendasamtakanna hvetur fólk til að fylgjast með því að símafyrirtækin standi við þessar breytingar. Margir hafa upplifað það að fara til útlanda með farsímann með sér en áttað sig á því við heimkomu og haft áhyggjur af því að síminn hefur verið notaður óhóflega mikið bæði í símtöl og til þess að ferðast um veraldarvefinn. Nú er það hins vegar frá. Frá og með gærdeginum mega símafyrirtækin ekki má rukka sérstök reikigjöld þegar ferðast er til annars lands innan EES svæðisins. Ólafur Arnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir þetta vera stór tíðindi fyrir neytendur. „Fram til dagsins í dag [gær] hafa þeir verið upp á von og óvon hvaða reikning þeir fengju frá símfélaginu eftir sumarfríið,“ segir Ólafur. Elmar Hallgríms Hallgrímsson, framkvæmdastjóri hjá 365, tekur í sama streng og segir þetta þetta töluverða byltingu. „Nú geta farsímanotendur farið á milli landa innan evrópska efnahagssvæðisins og borga samkvæmt heimagjaldskránni,“ segir Elmar. Frá þessu eru þó undanþágur en meðal annars má koma í veg fyrir það að farsímanotandi í einu landi geti verið með farsímaþjónustu í reikning í öðru landi. Nýju reglurnar gilda í öllum 28 löndum Evrópusambandsins auk Noregs, Liechtensteins og Íslands.VísirHér að ofan má sjá dæmi um notkun hjá farsímanotanda með íslenskt númer sem er staddur innan EES-svæðins. Hér var kostnaðurinn yfir daginn 607,8 krónur. Í dag er kostnaðurinn háður þeirri farsímaákrift sem notandinn er með - en miðað við farsímaáskriftina í dæminu hér að ofan væri kostnaðurinn enginn. Mikilvægt að farsímanotendur kynni sér hvernig nýju reglurnar eru útfærðar innan EES-svæðisins en samkvæmt reglugerðinni hafa fjarskiptafyrirtæki heimild til að setja hámark á hversu mikið gagnamagn er hægt að nota í hverju landi. „Ég hef séð símafyrirtæki auglýsa að það muni nýta sér þessa undanþágu, hin ætli ekki að gera það. Samtök evrópskra neytendasamtaka hafa verið að berjast fyrir þessu og þetta hefur skilað þessum árangri,“ segir Ólafur Arnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Tengdar fréttir Fella einnig niður reikigjöld á frelsisnotendur Símanotendur með frelsisnúmer hjá Símanum og Vodafone munu finna fyrir afnámi reikigjalda á morgun eins og aðrir viðskiptavinir fyrirtækjanna. 14. júní 2017 14:24 Reikigjöld ættu að falla niður hjá íslensku símafyrirtækjunum á fimmtudag Reikigjöld á farsímaþjónustu verða felld niður í Evrópu á fimmtudag og tekur reglugerð þess efnis þá einnig gildi hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Hrafnkeli Viðari Gíslasyni forstjóra Póst-og fjarskiptastofnunar. 13. júní 2017 18:00 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Símafyrirtækjum er nú óheimilt að rukka svokallað reikigjald vegna farsímaþjónustu eftir að reglugerð frá Evrópusambandinu tók gildi í gær. Formaður Neytendasamtakanna hvetur fólk til að fylgjast með því að símafyrirtækin standi við þessar breytingar. Margir hafa upplifað það að fara til útlanda með farsímann með sér en áttað sig á því við heimkomu og haft áhyggjur af því að síminn hefur verið notaður óhóflega mikið bæði í símtöl og til þess að ferðast um veraldarvefinn. Nú er það hins vegar frá. Frá og með gærdeginum mega símafyrirtækin ekki má rukka sérstök reikigjöld þegar ferðast er til annars lands innan EES svæðisins. Ólafur Arnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir þetta vera stór tíðindi fyrir neytendur. „Fram til dagsins í dag [gær] hafa þeir verið upp á von og óvon hvaða reikning þeir fengju frá símfélaginu eftir sumarfríið,“ segir Ólafur. Elmar Hallgríms Hallgrímsson, framkvæmdastjóri hjá 365, tekur í sama streng og segir þetta þetta töluverða byltingu. „Nú geta farsímanotendur farið á milli landa innan evrópska efnahagssvæðisins og borga samkvæmt heimagjaldskránni,“ segir Elmar. Frá þessu eru þó undanþágur en meðal annars má koma í veg fyrir það að farsímanotandi í einu landi geti verið með farsímaþjónustu í reikning í öðru landi. Nýju reglurnar gilda í öllum 28 löndum Evrópusambandsins auk Noregs, Liechtensteins og Íslands.VísirHér að ofan má sjá dæmi um notkun hjá farsímanotanda með íslenskt númer sem er staddur innan EES-svæðins. Hér var kostnaðurinn yfir daginn 607,8 krónur. Í dag er kostnaðurinn háður þeirri farsímaákrift sem notandinn er með - en miðað við farsímaáskriftina í dæminu hér að ofan væri kostnaðurinn enginn. Mikilvægt að farsímanotendur kynni sér hvernig nýju reglurnar eru útfærðar innan EES-svæðisins en samkvæmt reglugerðinni hafa fjarskiptafyrirtæki heimild til að setja hámark á hversu mikið gagnamagn er hægt að nota í hverju landi. „Ég hef séð símafyrirtæki auglýsa að það muni nýta sér þessa undanþágu, hin ætli ekki að gera það. Samtök evrópskra neytendasamtaka hafa verið að berjast fyrir þessu og þetta hefur skilað þessum árangri,“ segir Ólafur Arnarsson, formaður Neytendasamtakanna.
Tengdar fréttir Fella einnig niður reikigjöld á frelsisnotendur Símanotendur með frelsisnúmer hjá Símanum og Vodafone munu finna fyrir afnámi reikigjalda á morgun eins og aðrir viðskiptavinir fyrirtækjanna. 14. júní 2017 14:24 Reikigjöld ættu að falla niður hjá íslensku símafyrirtækjunum á fimmtudag Reikigjöld á farsímaþjónustu verða felld niður í Evrópu á fimmtudag og tekur reglugerð þess efnis þá einnig gildi hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Hrafnkeli Viðari Gíslasyni forstjóra Póst-og fjarskiptastofnunar. 13. júní 2017 18:00 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Fella einnig niður reikigjöld á frelsisnotendur Símanotendur með frelsisnúmer hjá Símanum og Vodafone munu finna fyrir afnámi reikigjalda á morgun eins og aðrir viðskiptavinir fyrirtækjanna. 14. júní 2017 14:24
Reikigjöld ættu að falla niður hjá íslensku símafyrirtækjunum á fimmtudag Reikigjöld á farsímaþjónustu verða felld niður í Evrópu á fimmtudag og tekur reglugerð þess efnis þá einnig gildi hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Hrafnkeli Viðari Gíslasyni forstjóra Póst-og fjarskiptastofnunar. 13. júní 2017 18:00