Fyrsta rafmagnsrúta landsins tekin í notkun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júní 2017 20:50 Fyrsta rafmagsrúta landsins hefur verið tekin í notkun en hún er í eigu Guðmundar Tyrfingssonar á Selfossi. Rútan getur ekið 320 kílómetra á hverri hleðslu. Bílinn fer strax í verkefni með erlenda ferðamenn út frá Reykjavík. Það er GTS ehf félag í eigu hjónanna Guðmundar Tyrfingssonar, Sigríðar Benediktsdóttur og fjölskyldu þeirra á Selfossi sem eiga fyrstu rafmagnsrútu landsins. Það var táknrænt að sjá þegar fyrsti bíll Guðmundar Tyrfingssonar fór í skoðun hjá Frumherja á Selfossi, Dodge Weapon árgerð 1953 og nýja rútan strax á eftir. Weapon-inn er hávær og mengar töluvert á meðan það heyrist ekki í rafmagnsrútunni og þar er enginn mengun. Báðir bílarnir fengu skoðun án nokkurra athugasemda.Eruð þið eitthvað að nota þennan bíl [Dodge-inn]? „Það er mjög lítið, en ef það eru einstök, góð tilefni þá setjum við hann í gang og keyrum,“ segir Tyrfingur Guðmundsson hjá GTS.Og nú eruð þið komin með rafmagnsrútu. Hvort velur þú rafmagnsrútuna eða Weapon-inn? „Ætli það fari ekki bara eftir tilefninu. Það er gáfulegra að nota rafmagnsbílinn, klárlega. En það á eftir að koma í ljós.“Heldur þú að þeim eigi eftir að fjölga, rafmagnsrútunum? „Ég held að það sé engin spurning. Þetta verður klárlega framtíðin og þarf að breytast,“ segir Tyrfingur. Nýja rútan getur ekið 320 kílómetra á hleðslunni. Hún var keypt af Yutong Eurobus í Kína en Yutong Group í Kína er stærsti rútuframleiðandi heims. Rútan er svokölluð millibæjarrúta að sænskri fyrirmynd með 32 farþegasætum með þriggja punkta öryggisbeltum. Úlfur Björnsson, stjórnarformaður hjá Yutong Eurobus, segir þetta vera byltingu í samgöngum á Íslandi. „Þetta er bíll sem gengur fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum í staðinn fyrir dísilolíu. Þannig að þetta er fyrsta skrefið í að skipta um orkugjafa í rútugeira.“ Úlfur segir að rútan hafi kostað alls um 60 milljónir króna með flutningskostnaði og virðisaukaskatti. „Það fer svolítið eftir gengi, hvernig það gengur upp,“ segir Úlfur, sem bendir einnig á að aksturskostnaður rafmagnsrútunnar sé mun minni en Íslendingar eiga að venjast. „Þetta er svona átta til tíu krónur á kílómetrann, orkukostnaðurinn.“ Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Fyrsta rafmagsrúta landsins hefur verið tekin í notkun en hún er í eigu Guðmundar Tyrfingssonar á Selfossi. Rútan getur ekið 320 kílómetra á hverri hleðslu. Bílinn fer strax í verkefni með erlenda ferðamenn út frá Reykjavík. Það er GTS ehf félag í eigu hjónanna Guðmundar Tyrfingssonar, Sigríðar Benediktsdóttur og fjölskyldu þeirra á Selfossi sem eiga fyrstu rafmagnsrútu landsins. Það var táknrænt að sjá þegar fyrsti bíll Guðmundar Tyrfingssonar fór í skoðun hjá Frumherja á Selfossi, Dodge Weapon árgerð 1953 og nýja rútan strax á eftir. Weapon-inn er hávær og mengar töluvert á meðan það heyrist ekki í rafmagnsrútunni og þar er enginn mengun. Báðir bílarnir fengu skoðun án nokkurra athugasemda.Eruð þið eitthvað að nota þennan bíl [Dodge-inn]? „Það er mjög lítið, en ef það eru einstök, góð tilefni þá setjum við hann í gang og keyrum,“ segir Tyrfingur Guðmundsson hjá GTS.Og nú eruð þið komin með rafmagnsrútu. Hvort velur þú rafmagnsrútuna eða Weapon-inn? „Ætli það fari ekki bara eftir tilefninu. Það er gáfulegra að nota rafmagnsbílinn, klárlega. En það á eftir að koma í ljós.“Heldur þú að þeim eigi eftir að fjölga, rafmagnsrútunum? „Ég held að það sé engin spurning. Þetta verður klárlega framtíðin og þarf að breytast,“ segir Tyrfingur. Nýja rútan getur ekið 320 kílómetra á hleðslunni. Hún var keypt af Yutong Eurobus í Kína en Yutong Group í Kína er stærsti rútuframleiðandi heims. Rútan er svokölluð millibæjarrúta að sænskri fyrirmynd með 32 farþegasætum með þriggja punkta öryggisbeltum. Úlfur Björnsson, stjórnarformaður hjá Yutong Eurobus, segir þetta vera byltingu í samgöngum á Íslandi. „Þetta er bíll sem gengur fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum í staðinn fyrir dísilolíu. Þannig að þetta er fyrsta skrefið í að skipta um orkugjafa í rútugeira.“ Úlfur segir að rútan hafi kostað alls um 60 milljónir króna með flutningskostnaði og virðisaukaskatti. „Það fer svolítið eftir gengi, hvernig það gengur upp,“ segir Úlfur, sem bendir einnig á að aksturskostnaður rafmagnsrútunnar sé mun minni en Íslendingar eiga að venjast. „Þetta er svona átta til tíu krónur á kílómetrann, orkukostnaðurinn.“
Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira