Fýlubomba Brynjars á vegg Þórðar Snæs veldur ólgu Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2017 14:25 Brynjar hefur átt afar erfitt með þagnarbindindi sitt og gat ekki stillt sig um að hnýta í Þórð Snæ ritstjóra Kjarnans. Brynjar Níelsson þingmaður varpar óvænt sprengju á Facebookvegg Þórðar Snæs Júlíussonar ritstjóra Kjarnans. Þar segir hann: „Það er ekki gott að vera tjá sig mikið um eitthvað sem maður hefur ekkert vit á, Þórður“ Punktur. Þessi stutta setning hefur vakið verulega athygli og reiði á mörgum bæjum. Brynjar Níelsson þingmaður var ekki viðstaddur atkvæðagreiðslu í þingi þá er tillaga Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra, sem laut að skipan 15 dómara við nýtt millidómsstig. Málið hefur vakið mikla athygli en það hefur verið kennt við misbeitingu valds, þá á þeim forsendum að fjórir á lista Sigríðar voru ekki á lista þeim sem sérstök hæfisnefnd lagði fram.Ömurlegur og óheiðarlegur gjörningur Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hefur fjallað ítarlega um málið og segir rökstuðning dómsmálaráðherra ekki standast lágmarks skoðun. Sigríður segist vera á höttunum eftir meiri reynslu af dómsstörfum, en þegar það er skoðað nánar halda þær skýringar engu vatni. Þórður sparar ekki stóru orðin. Hann talar um valdníðslu, að traust á dómsstólum og Alþingi sé í molum. „Það sem átti sér stað í gær er risamál. Það var samþykktur gjörningur sem er ömurlegur og óheiðarlegur. Borðleggjandi er að rökstuðningur ráðherrans gengur ekki upp heldur eru önnur sjónarmið sem ráða ákvörðun hennar. Trúverðugleiki Landsréttar, dómskerfisins og Alþingis hefur beðið hnekki. Skaðinn er skeður. Og þann skaða eiga Viðreisn og Björt framtíð skuldlaust.“Krefst útskýringa Brynjar, sem er fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands, hefur ekki tjáð sig um þetta mál ef frá er talin þessi eina setning. Sem helgast líkast til af þeirri einföldu staðreynd að ný á lista Sigríðar er eiginkona hans. En, hann gat ekki stillt sig um að hnýta í Þórð Snæ. Ljóst er að ritstjóranum blöskrar hinar knöppu skammir Brynjars: „Viltu útskýra það nánar Brynjar Níelsson? Ertu að segja að þingmennirnir sem kusu með skipan ráðherra hafi ekkert vit á því sem þeir eru að gera? Eða eigum við flónin ekkert að vera að biðja þingmenn um að rökstyðja ákvarðanir sínar?“Brynjar þögull En, Brynjar ansar engu. Árni Snævarr erindreki bregst ókvæða við orðum Brynjars. „Ótrúlegur hroki hjá [Brynjari Níelssyni]. Miklar líkur eru á því að hann hafi knúið fram þessa breytingu með yfirgangi. Ef hann af öllum mönnum vill leiðréttingu á kynjahlutfalli, þá er það brandari ársins. Brynjar hefur stórskaðast pólitískt á þessu máli - dapurlegt því hann er að ýmsu leyti góður maður. Vald spillir, svo einfalt er það.“ Ekkert svar og svo enn eitt dæmi sé nefnt af þeim sem ofbýður framganga þingmannsins þá leggur Einar Steingrímsson stærðfræðingur orð í belg: „Þetta er ekki bara heimskulegt og hrokafullt hjá Brynjari; það er líka ósmekklegt af honum að tjá sig yfirleitt um þetta mál þar sem eiginkona hans er ein af þeim sem ráðherrann ákvað að skipa ...“ Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Hæstaréttarlögmaður spyr hvort vinatengsl hafi ráðið för við skipan dómaranna "Breyting ráðherra á niðurstöðu dómnefndar er því öðrum þræði á skjön við eigin rökstuðning. Það leiðir hugann að því að önnur og ef til vill ólögmæt sjónarmið hafi ráðið mati ráðherra á hæfi umsækjenda,“ segir í bréfi Jóns Höskuldssonar héraðsdómara til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 2. júní 2017 07:00 Jón Þór biðlar til forsetans Síðasta úrræðið svo stöðva megi skipan dómara í Landsrétt. 2. júní 2017 13:27 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Brynjar Níelsson þingmaður varpar óvænt sprengju á Facebookvegg Þórðar Snæs Júlíussonar ritstjóra Kjarnans. Þar segir hann: „Það er ekki gott að vera tjá sig mikið um eitthvað sem maður hefur ekkert vit á, Þórður“ Punktur. Þessi stutta setning hefur vakið verulega athygli og reiði á mörgum bæjum. Brynjar Níelsson þingmaður var ekki viðstaddur atkvæðagreiðslu í þingi þá er tillaga Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra, sem laut að skipan 15 dómara við nýtt millidómsstig. Málið hefur vakið mikla athygli en það hefur verið kennt við misbeitingu valds, þá á þeim forsendum að fjórir á lista Sigríðar voru ekki á lista þeim sem sérstök hæfisnefnd lagði fram.Ömurlegur og óheiðarlegur gjörningur Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hefur fjallað ítarlega um málið og segir rökstuðning dómsmálaráðherra ekki standast lágmarks skoðun. Sigríður segist vera á höttunum eftir meiri reynslu af dómsstörfum, en þegar það er skoðað nánar halda þær skýringar engu vatni. Þórður sparar ekki stóru orðin. Hann talar um valdníðslu, að traust á dómsstólum og Alþingi sé í molum. „Það sem átti sér stað í gær er risamál. Það var samþykktur gjörningur sem er ömurlegur og óheiðarlegur. Borðleggjandi er að rökstuðningur ráðherrans gengur ekki upp heldur eru önnur sjónarmið sem ráða ákvörðun hennar. Trúverðugleiki Landsréttar, dómskerfisins og Alþingis hefur beðið hnekki. Skaðinn er skeður. Og þann skaða eiga Viðreisn og Björt framtíð skuldlaust.“Krefst útskýringa Brynjar, sem er fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands, hefur ekki tjáð sig um þetta mál ef frá er talin þessi eina setning. Sem helgast líkast til af þeirri einföldu staðreynd að ný á lista Sigríðar er eiginkona hans. En, hann gat ekki stillt sig um að hnýta í Þórð Snæ. Ljóst er að ritstjóranum blöskrar hinar knöppu skammir Brynjars: „Viltu útskýra það nánar Brynjar Níelsson? Ertu að segja að þingmennirnir sem kusu með skipan ráðherra hafi ekkert vit á því sem þeir eru að gera? Eða eigum við flónin ekkert að vera að biðja þingmenn um að rökstyðja ákvarðanir sínar?“Brynjar þögull En, Brynjar ansar engu. Árni Snævarr erindreki bregst ókvæða við orðum Brynjars. „Ótrúlegur hroki hjá [Brynjari Níelssyni]. Miklar líkur eru á því að hann hafi knúið fram þessa breytingu með yfirgangi. Ef hann af öllum mönnum vill leiðréttingu á kynjahlutfalli, þá er það brandari ársins. Brynjar hefur stórskaðast pólitískt á þessu máli - dapurlegt því hann er að ýmsu leyti góður maður. Vald spillir, svo einfalt er það.“ Ekkert svar og svo enn eitt dæmi sé nefnt af þeim sem ofbýður framganga þingmannsins þá leggur Einar Steingrímsson stærðfræðingur orð í belg: „Þetta er ekki bara heimskulegt og hrokafullt hjá Brynjari; það er líka ósmekklegt af honum að tjá sig yfirleitt um þetta mál þar sem eiginkona hans er ein af þeim sem ráðherrann ákvað að skipa ...“
Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Hæstaréttarlögmaður spyr hvort vinatengsl hafi ráðið för við skipan dómaranna "Breyting ráðherra á niðurstöðu dómnefndar er því öðrum þræði á skjön við eigin rökstuðning. Það leiðir hugann að því að önnur og ef til vill ólögmæt sjónarmið hafi ráðið mati ráðherra á hæfi umsækjenda,“ segir í bréfi Jóns Höskuldssonar héraðsdómara til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 2. júní 2017 07:00 Jón Þór biðlar til forsetans Síðasta úrræðið svo stöðva megi skipan dómara í Landsrétt. 2. júní 2017 13:27 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15
Hæstaréttarlögmaður spyr hvort vinatengsl hafi ráðið för við skipan dómaranna "Breyting ráðherra á niðurstöðu dómnefndar er því öðrum þræði á skjön við eigin rökstuðning. Það leiðir hugann að því að önnur og ef til vill ólögmæt sjónarmið hafi ráðið mati ráðherra á hæfi umsækjenda,“ segir í bréfi Jóns Höskuldssonar héraðsdómara til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 2. júní 2017 07:00
Jón Þór biðlar til forsetans Síðasta úrræðið svo stöðva megi skipan dómara í Landsrétt. 2. júní 2017 13:27