Versta afkoma álvers Norðuráls frá upphafi Haraldur Guðmundsson skrifar 7. júní 2017 09:00 Norðurál hefur rekið álverið á Grundartanga frá júní 1998. Vísir/Stefán Álver Norðuráls á Grundartanga var rekið með 21,2 milljóna dala tapi í fyrra, jafnvirði 2,4 milljarða króna, og er um að ræða verstu afkomu í nítján ára sögu fyrirtækisins. Tekjur álversins drógust saman um ellefu prósent og bendir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, á að álverð hafi í fyrra ekki verið lægra síðan 2003. „Áliðnaðurinn einkennist af sveiflum í verði og erum við því ekki óvön að sjá það sveiflast upp og niður. Við erum líka að sjá áhrifin af sterkari krónu og launahækkanir hér hafa verið mun meiri en í nágrannalöndum og launakostnaður því aukist,“ segir Ragnar.Ragnar Guðmundsson, forstjóri NorðurálsForstjórinn bendir á að álverð hafi hækkað um 20 prósent frá meðalverðinu í fyrra. Tonn af áli hafi í gær kostað um 1.918 dali en að meðaltali um 1.600 dali í fyrra. „Frá síðasta ári hefur krónan styrkst enn þá meira og launahækkanir eru enn þá töluvert miklar. Þetta er hluti af skýringunni á afkomunni í fyrra þar sem stóra myndin er tekjurnar.“ Tekjur álversins í fyrra námu 516 milljónum dala, eða 58 milljörðum króna miðað við gengi krónunnar í lok árs, og drógust saman um 65 milljónir dala milli ára. Rekstrarkostnaður lækkaði einnig eða úr 476 milljónum dala árið 2015 í 450 milljónir. Álverið á Grundartanga hefur ekki skilað tapi síðan árið 2009 þegar afkoman var neikvæð um 3,2 milljónir dala. Árið 2015 skiluðu framleiðsla og útflutningur á áli fyrirtækinu hagnaði upp á 46 milljónir dala og 82,7 milljónir árið 2014. Síðastliðin tíu ár hefur afkoman þó ekki verið betri en árið 2008 þegar álverið var rekið með 164 milljóna dala hagnaði. Hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði nam 26 milljónum dala í fyrra samanborið við 63 milljónir árið 2015. Eigið fé félagsins var jákvætt um 375 milljónir í árslok 2016 samanborið við 397 milljónir á sama tíma árið á undan. Stjórn Norðuráls Grundartanga ehf. félagsins samþykkti í apríl að greiða móðurfélaginu Norðuráli ehf. 60 milljóna dala arð vegna rekstursins í fyrra. Norðurál ehf. er í eigu kanadíska álfyrirtækisins Century Aluminum og hefur ekki skilað inn ársreikningi til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra fyrir árið í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Álver Norðuráls á Grundartanga var rekið með 21,2 milljóna dala tapi í fyrra, jafnvirði 2,4 milljarða króna, og er um að ræða verstu afkomu í nítján ára sögu fyrirtækisins. Tekjur álversins drógust saman um ellefu prósent og bendir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, á að álverð hafi í fyrra ekki verið lægra síðan 2003. „Áliðnaðurinn einkennist af sveiflum í verði og erum við því ekki óvön að sjá það sveiflast upp og niður. Við erum líka að sjá áhrifin af sterkari krónu og launahækkanir hér hafa verið mun meiri en í nágrannalöndum og launakostnaður því aukist,“ segir Ragnar.Ragnar Guðmundsson, forstjóri NorðurálsForstjórinn bendir á að álverð hafi hækkað um 20 prósent frá meðalverðinu í fyrra. Tonn af áli hafi í gær kostað um 1.918 dali en að meðaltali um 1.600 dali í fyrra. „Frá síðasta ári hefur krónan styrkst enn þá meira og launahækkanir eru enn þá töluvert miklar. Þetta er hluti af skýringunni á afkomunni í fyrra þar sem stóra myndin er tekjurnar.“ Tekjur álversins í fyrra námu 516 milljónum dala, eða 58 milljörðum króna miðað við gengi krónunnar í lok árs, og drógust saman um 65 milljónir dala milli ára. Rekstrarkostnaður lækkaði einnig eða úr 476 milljónum dala árið 2015 í 450 milljónir. Álverið á Grundartanga hefur ekki skilað tapi síðan árið 2009 þegar afkoman var neikvæð um 3,2 milljónir dala. Árið 2015 skiluðu framleiðsla og útflutningur á áli fyrirtækinu hagnaði upp á 46 milljónir dala og 82,7 milljónir árið 2014. Síðastliðin tíu ár hefur afkoman þó ekki verið betri en árið 2008 þegar álverið var rekið með 164 milljóna dala hagnaði. Hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði nam 26 milljónum dala í fyrra samanborið við 63 milljónir árið 2015. Eigið fé félagsins var jákvætt um 375 milljónir í árslok 2016 samanborið við 397 milljónir á sama tíma árið á undan. Stjórn Norðuráls Grundartanga ehf. félagsins samþykkti í apríl að greiða móðurfélaginu Norðuráli ehf. 60 milljóna dala arð vegna rekstursins í fyrra. Norðurál ehf. er í eigu kanadíska álfyrirtækisins Century Aluminum og hefur ekki skilað inn ársreikningi til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra fyrir árið í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira