Þetta eru vinsælustu vörurnar í Costco í Kauptúni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2017 13:45 Costco hefur notið mikilla vinsælda síðan það opnaði og virðast landsmenn meðal annars sólgnir í ávextina sem þar eru seldir og rakvélablöðin. vísir/eyþór Óhætt er að fullyrða að Íslendingar hafi tekið bandaríska verslunarrisanum Costco opnum örmum. Verslunin opnaði í Kauptúni í Garðabæ fyrir rúmum tveimur vikum og hefur ítrekað myndast röð við verslunina af áhugasömum viðskiptavinum. Þá er Facebook-hópurinn Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð að öllum líkindum stærsti Facebook-hópur sem Íslendingar hafa safnast saman í en meðlimirnir eru nú rúmlega 78 þúsund talsins. Til að mega versla í Costco þarf að gerast meðlimur hjá keðjunni og eru rúmlega 60 þúsund Íslendingar nú þegar greiðandi meðlimir hjá versluninni hér á landi. En hvað eru þessir tugir þúsunda landsmanna að kaupa í Costco? Vísi lék forvitni á að vita hvaða vörur væru vinsælastar og sendi því fyrirspurn til Steven Pappas, aðstoðarforstjóra Costco í Evrópu. Vinsælustu vörurnar í Costco á Íslandi eru eftirfarandi samkvæmt svari Pappas: • Ferskir ávextir og ferskt grænmeti • Pizza • Sushi • Kjöt, fiskur og kjúklingur • Lífrænar matvörur • Rakvélablöð • Klósettpappír • Íþróttavörur • Grill • Fatnaður • Brauð, kökur og annað bakkelsi • Þvottaefni • Gleraugu • Dekk • Bensín og díselolía Að sögn Pappas var salan í Costco í Garðabæ „mjög mikil“ fyrstu vikurnar og á pari við söluna á miklu stærri markaðssvæðum eins og í Japan, Kóreu og Bretlandi. Hann vill þó ekki gefa upp fjárhæðir í þessu samhengi. Þá er opnunin hér á landi sú stærsta hjá Costco í nýju landi hvað varðar aðildafjölda en fyrra metið átti Melbourne í Ástralíu. Ársaðild að Costco kostar 4.800 krónur fyrir einstakling og 3.800 krónur fyrir fyrirtæki. Langstærsti hluti þeirra sem eru með aðild eru einstaklingar og má því gróflega áætla að Íslendingar hafi greitt Costco nærri því 300 milljónir í aðildargjöld. Costco Tengdar fréttir Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45 Stórlækka verð eftir að þau fóru að kaupa inn í Costco Matvöruverslun á Akranesi er farin að geta boðið viðskiptavinum sínum mun betri verð eftir að farið var að versla vörur af Costco. 5. júní 2017 10:59 Einn af hverjum fjórum meðlimur í Costco Aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu segir opnunina á Íslandi þá stærstu í sögu verslunarinnar. 7. júní 2017 10:44 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Sjá meira
Óhætt er að fullyrða að Íslendingar hafi tekið bandaríska verslunarrisanum Costco opnum örmum. Verslunin opnaði í Kauptúni í Garðabæ fyrir rúmum tveimur vikum og hefur ítrekað myndast röð við verslunina af áhugasömum viðskiptavinum. Þá er Facebook-hópurinn Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð að öllum líkindum stærsti Facebook-hópur sem Íslendingar hafa safnast saman í en meðlimirnir eru nú rúmlega 78 þúsund talsins. Til að mega versla í Costco þarf að gerast meðlimur hjá keðjunni og eru rúmlega 60 þúsund Íslendingar nú þegar greiðandi meðlimir hjá versluninni hér á landi. En hvað eru þessir tugir þúsunda landsmanna að kaupa í Costco? Vísi lék forvitni á að vita hvaða vörur væru vinsælastar og sendi því fyrirspurn til Steven Pappas, aðstoðarforstjóra Costco í Evrópu. Vinsælustu vörurnar í Costco á Íslandi eru eftirfarandi samkvæmt svari Pappas: • Ferskir ávextir og ferskt grænmeti • Pizza • Sushi • Kjöt, fiskur og kjúklingur • Lífrænar matvörur • Rakvélablöð • Klósettpappír • Íþróttavörur • Grill • Fatnaður • Brauð, kökur og annað bakkelsi • Þvottaefni • Gleraugu • Dekk • Bensín og díselolía Að sögn Pappas var salan í Costco í Garðabæ „mjög mikil“ fyrstu vikurnar og á pari við söluna á miklu stærri markaðssvæðum eins og í Japan, Kóreu og Bretlandi. Hann vill þó ekki gefa upp fjárhæðir í þessu samhengi. Þá er opnunin hér á landi sú stærsta hjá Costco í nýju landi hvað varðar aðildafjölda en fyrra metið átti Melbourne í Ástralíu. Ársaðild að Costco kostar 4.800 krónur fyrir einstakling og 3.800 krónur fyrir fyrirtæki. Langstærsti hluti þeirra sem eru með aðild eru einstaklingar og má því gróflega áætla að Íslendingar hafi greitt Costco nærri því 300 milljónir í aðildargjöld.
Costco Tengdar fréttir Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45 Stórlækka verð eftir að þau fóru að kaupa inn í Costco Matvöruverslun á Akranesi er farin að geta boðið viðskiptavinum sínum mun betri verð eftir að farið var að versla vörur af Costco. 5. júní 2017 10:59 Einn af hverjum fjórum meðlimur í Costco Aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu segir opnunina á Íslandi þá stærstu í sögu verslunarinnar. 7. júní 2017 10:44 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Sjá meira
Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45
Stórlækka verð eftir að þau fóru að kaupa inn í Costco Matvöruverslun á Akranesi er farin að geta boðið viðskiptavinum sínum mun betri verð eftir að farið var að versla vörur af Costco. 5. júní 2017 10:59
Einn af hverjum fjórum meðlimur í Costco Aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu segir opnunina á Íslandi þá stærstu í sögu verslunarinnar. 7. júní 2017 10:44