Golden State Warriors tapar miklum peningum á því að sópa út Cleveland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2017 10:15 Steph Curry fagnar í nótt. Vísir/Getty Golden State Warriors er aðeins einum sigurleik frá því að vinna NBA-titilinn eftir fimm stiga sigur á Cleveland Cavaliers í úrslitaeinvígi NBA í nótt. Allir hjá Golden State Warriors segja örugglega að þeir vilji frekar vinna fjórða leikinn í Cleveland og klára þetta í stað þess að fá einn heimaleik í viðbót sem myndi þó gefa félaginu mikinn pening í kassann. Golden State Warriors getur orðið fyrsta félagið til að vinna alla sextán leikina í úrslitakeppninni og með því gerði liðið um leið tilkall til þess að vera besta NBA-lið allra tíma.ESPN hefur hinsvegar reiknað það út að Golden State Warriors tapar miklum peningum á því að sópa út Cleveland. Bara að fá fimmta leikinn í Oakland myndi fara nálægt því ná að borga upp öll árslaun Steph Curry sem eru 12,1 milljón dollarar. Missi Golden State af fimmta og sjöunda leik á heimavelli sínum þá myndu eigendurnir missa af því að fá 22 milljónir dollara í kassann sem eru meira en 2,1 milljarður í íslenskum krónum. Þetta eru því engar smáupphæðir sem við erum að tala um. Ársmiðahafar eru með forkaupsrétt en þurfa að kaupa miðana á þessa leiki og hver miði á leik í úrslitaeinvíginu kostar að meðaltali um 600 dollara eða 60 þúsund íslenskar. 14.500 ársmiðar eru hjá Golden State og því kæmi inn um 8,7 milljónir dollara bara af sölu ársmiðasætanna. Þá eru ótaldir 4000 miðar sem félagið selur á enn hærra verði en þar getur meðalverð miða farið á um 1200 dollara á sæti. Þar bætast við 4,8 milljónir dollara í kassann. Þar með væri innkoman orðin 13,5 milljónir dollara. NBA-deildin tekur 25 prósent til sín sem væri 3,3 milljónir dollarar og eftir stæðu því 10,1 milljónir á hvern leik. Við þetta myndu einnig geta bæst við aðrar tekjur eins og af endursölu miða og sölu á allskyns varningi tengdum liðinu. Það væri því ekkert alslæmt fyrir Golden State Warriors að tapa næsta leik og fá einn leik í viðbót á heimavelli. Fyrir lið sem missti niður 3-1 forystu í fyrra þá er samt engin ástæða til að taka áhættu þó í dag líti hún bara út fyrir að vera pínulítil. Fjórði leikurinn er við Cleveland á föstudagskvöldið. NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Golden State Warriors er aðeins einum sigurleik frá því að vinna NBA-titilinn eftir fimm stiga sigur á Cleveland Cavaliers í úrslitaeinvígi NBA í nótt. Allir hjá Golden State Warriors segja örugglega að þeir vilji frekar vinna fjórða leikinn í Cleveland og klára þetta í stað þess að fá einn heimaleik í viðbót sem myndi þó gefa félaginu mikinn pening í kassann. Golden State Warriors getur orðið fyrsta félagið til að vinna alla sextán leikina í úrslitakeppninni og með því gerði liðið um leið tilkall til þess að vera besta NBA-lið allra tíma.ESPN hefur hinsvegar reiknað það út að Golden State Warriors tapar miklum peningum á því að sópa út Cleveland. Bara að fá fimmta leikinn í Oakland myndi fara nálægt því ná að borga upp öll árslaun Steph Curry sem eru 12,1 milljón dollarar. Missi Golden State af fimmta og sjöunda leik á heimavelli sínum þá myndu eigendurnir missa af því að fá 22 milljónir dollara í kassann sem eru meira en 2,1 milljarður í íslenskum krónum. Þetta eru því engar smáupphæðir sem við erum að tala um. Ársmiðahafar eru með forkaupsrétt en þurfa að kaupa miðana á þessa leiki og hver miði á leik í úrslitaeinvíginu kostar að meðaltali um 600 dollara eða 60 þúsund íslenskar. 14.500 ársmiðar eru hjá Golden State og því kæmi inn um 8,7 milljónir dollara bara af sölu ársmiðasætanna. Þá eru ótaldir 4000 miðar sem félagið selur á enn hærra verði en þar getur meðalverð miða farið á um 1200 dollara á sæti. Þar bætast við 4,8 milljónir dollara í kassann. Þar með væri innkoman orðin 13,5 milljónir dollara. NBA-deildin tekur 25 prósent til sín sem væri 3,3 milljónir dollarar og eftir stæðu því 10,1 milljónir á hvern leik. Við þetta myndu einnig geta bæst við aðrar tekjur eins og af endursölu miða og sölu á allskyns varningi tengdum liðinu. Það væri því ekkert alslæmt fyrir Golden State Warriors að tapa næsta leik og fá einn leik í viðbót á heimavelli. Fyrir lið sem missti niður 3-1 forystu í fyrra þá er samt engin ástæða til að taka áhættu þó í dag líti hún bara út fyrir að vera pínulítil. Fjórði leikurinn er við Cleveland á föstudagskvöldið.
NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira