Fékk varahlut úr Toyotu í misgripum fyrir tösku sem WOW air týndi tvisvar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2017 10:45 Taskan týndist á leið frá Íslandi til New York. Vísir/Ernir WOW Air hefur samþykkt að greiða bandarískum ferðamanni rúmlega 1.500 dollara í skaðabætur eftir að flugfélagið týndi ferðatösku hans í tvígang. Maðurinn fékk sendan varahlut úr Toytota-bíl í staðinn fyrir töskuna. Töluverðan tíma tók að greiða úr málinu. Bandaríkjamaðurinn Mike Petriano ferðaðist fyrr á árinu til Evrópu frá heimaborg hans San Francisco. Leið hans lá meðal annars til Íslands og á heimleið til Bandaríkjanna flaug hann með WOW Air frá Íslandi til Newark-flugvallar í New York. Þegar þangað var komið kom í ljós að ferðataskan hans var týnd. Petriano fyllti út skýrslu og beið svars frá flugfélaginu. Aðeins fimm dögum seinna hafði WOW Air samband við hann með þeim upplýsingum að taskan væri komin í leitirnar, hún yrði send til hans með póstþjónustu FedEx.Fékk risakassa í stað töskunnar Í samtali við NBC Bay Area, sem fjallaði um málið, segir Petriano að hann hafi verið gríðarlega ánægður með þessar fregnir og beið hann eftir því að taskan kæmi í hús. Honum brá hins vegar í brún þegar ílangur kassi var sendur heim til hans. „Þetta er um tveggja metra langur kassi, stærri en ég sjálfur,“ sagði Petriano í samtali við NBC Bay Area. „Það er ekki möguleiki á því að þetta geti verið taskan mín.“Kassinn sem Petriano fékk í stað töskunnar.Vísir/SkjáskotÁ kassanum var merkimiði sem gaf til kynna að sendingin hafði komið frá Newark-flugvelli. Í ljós kom að þetta var ekki taskan hans, heldur varahlutur frá Toyota.Sendi flugfélaginu póst á 2-3 daga fresti án viðbragða Petriano hafði samband við WOW Air á nýjan leik en þá kom í ljós að taskan hafði týnst á nýjan leik. Hann skilaði varahlutnum og hélt áfram að spyrja WOW Air hvað hafi orðið um töskuna. Fátt var um svör en Petriano sagðist hafa sent tölvupóst til flugfélagsins á 2-3 daga fresti. Eftir 50 daga án svars hafði hann samband við NBC Bay Area í von um aðstoð. Sjónvarpsstöðin hafði samband við WOW Air til þess að fá einhverjar skýringar á því hvað hafi farið úrskeiðis og hvort að flugfélagið ætlaði sér að bæta Petriano tapið á töskunni. Í svari WOW Air við fyrirspurn fréttastofunnar kemur fram að varahluturinn sem sendur var til Petriano hafi af einhverjum ástæðum fengið sama sendingarnúmer og taskan sem átti að senda til Petriano. Taskan hefur verið lýst formlega týnd og mun flugfélagið greiða Petriano 1.531 dollara, um 150 þúsund krónur, í skaðabætur fyrir að hafa týnt töskunni, samkvæmt alþjóðasamningum. Alls tók það Wow Air meira en 90 daga að greiða skaðabæturnar. Segir talsmaður WOW Air að töf hafi orðið á greiðslunni vegna þess að flugfélagið hafi reynt, án teljandi árangurs, að fá upplýsingar um málið frá FedEX sem og þeim sem sjá um mál flugfélagsins á Newark-flugvelli. Sjá má frétt NBC Bay Area um málið, hér að neðan. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
WOW Air hefur samþykkt að greiða bandarískum ferðamanni rúmlega 1.500 dollara í skaðabætur eftir að flugfélagið týndi ferðatösku hans í tvígang. Maðurinn fékk sendan varahlut úr Toytota-bíl í staðinn fyrir töskuna. Töluverðan tíma tók að greiða úr málinu. Bandaríkjamaðurinn Mike Petriano ferðaðist fyrr á árinu til Evrópu frá heimaborg hans San Francisco. Leið hans lá meðal annars til Íslands og á heimleið til Bandaríkjanna flaug hann með WOW Air frá Íslandi til Newark-flugvallar í New York. Þegar þangað var komið kom í ljós að ferðataskan hans var týnd. Petriano fyllti út skýrslu og beið svars frá flugfélaginu. Aðeins fimm dögum seinna hafði WOW Air samband við hann með þeim upplýsingum að taskan væri komin í leitirnar, hún yrði send til hans með póstþjónustu FedEx.Fékk risakassa í stað töskunnar Í samtali við NBC Bay Area, sem fjallaði um málið, segir Petriano að hann hafi verið gríðarlega ánægður með þessar fregnir og beið hann eftir því að taskan kæmi í hús. Honum brá hins vegar í brún þegar ílangur kassi var sendur heim til hans. „Þetta er um tveggja metra langur kassi, stærri en ég sjálfur,“ sagði Petriano í samtali við NBC Bay Area. „Það er ekki möguleiki á því að þetta geti verið taskan mín.“Kassinn sem Petriano fékk í stað töskunnar.Vísir/SkjáskotÁ kassanum var merkimiði sem gaf til kynna að sendingin hafði komið frá Newark-flugvelli. Í ljós kom að þetta var ekki taskan hans, heldur varahlutur frá Toyota.Sendi flugfélaginu póst á 2-3 daga fresti án viðbragða Petriano hafði samband við WOW Air á nýjan leik en þá kom í ljós að taskan hafði týnst á nýjan leik. Hann skilaði varahlutnum og hélt áfram að spyrja WOW Air hvað hafi orðið um töskuna. Fátt var um svör en Petriano sagðist hafa sent tölvupóst til flugfélagsins á 2-3 daga fresti. Eftir 50 daga án svars hafði hann samband við NBC Bay Area í von um aðstoð. Sjónvarpsstöðin hafði samband við WOW Air til þess að fá einhverjar skýringar á því hvað hafi farið úrskeiðis og hvort að flugfélagið ætlaði sér að bæta Petriano tapið á töskunni. Í svari WOW Air við fyrirspurn fréttastofunnar kemur fram að varahluturinn sem sendur var til Petriano hafi af einhverjum ástæðum fengið sama sendingarnúmer og taskan sem átti að senda til Petriano. Taskan hefur verið lýst formlega týnd og mun flugfélagið greiða Petriano 1.531 dollara, um 150 þúsund krónur, í skaðabætur fyrir að hafa týnt töskunni, samkvæmt alþjóðasamningum. Alls tók það Wow Air meira en 90 daga að greiða skaðabæturnar. Segir talsmaður WOW Air að töf hafi orðið á greiðslunni vegna þess að flugfélagið hafi reynt, án teljandi árangurs, að fá upplýsingar um málið frá FedEX sem og þeim sem sjá um mál flugfélagsins á Newark-flugvelli. Sjá má frétt NBC Bay Area um málið, hér að neðan.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira