Fékk varahlut úr Toyotu í misgripum fyrir tösku sem WOW air týndi tvisvar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2017 10:45 Taskan týndist á leið frá Íslandi til New York. Vísir/Ernir WOW Air hefur samþykkt að greiða bandarískum ferðamanni rúmlega 1.500 dollara í skaðabætur eftir að flugfélagið týndi ferðatösku hans í tvígang. Maðurinn fékk sendan varahlut úr Toytota-bíl í staðinn fyrir töskuna. Töluverðan tíma tók að greiða úr málinu. Bandaríkjamaðurinn Mike Petriano ferðaðist fyrr á árinu til Evrópu frá heimaborg hans San Francisco. Leið hans lá meðal annars til Íslands og á heimleið til Bandaríkjanna flaug hann með WOW Air frá Íslandi til Newark-flugvallar í New York. Þegar þangað var komið kom í ljós að ferðataskan hans var týnd. Petriano fyllti út skýrslu og beið svars frá flugfélaginu. Aðeins fimm dögum seinna hafði WOW Air samband við hann með þeim upplýsingum að taskan væri komin í leitirnar, hún yrði send til hans með póstþjónustu FedEx.Fékk risakassa í stað töskunnar Í samtali við NBC Bay Area, sem fjallaði um málið, segir Petriano að hann hafi verið gríðarlega ánægður með þessar fregnir og beið hann eftir því að taskan kæmi í hús. Honum brá hins vegar í brún þegar ílangur kassi var sendur heim til hans. „Þetta er um tveggja metra langur kassi, stærri en ég sjálfur,“ sagði Petriano í samtali við NBC Bay Area. „Það er ekki möguleiki á því að þetta geti verið taskan mín.“Kassinn sem Petriano fékk í stað töskunnar.Vísir/SkjáskotÁ kassanum var merkimiði sem gaf til kynna að sendingin hafði komið frá Newark-flugvelli. Í ljós kom að þetta var ekki taskan hans, heldur varahlutur frá Toyota.Sendi flugfélaginu póst á 2-3 daga fresti án viðbragða Petriano hafði samband við WOW Air á nýjan leik en þá kom í ljós að taskan hafði týnst á nýjan leik. Hann skilaði varahlutnum og hélt áfram að spyrja WOW Air hvað hafi orðið um töskuna. Fátt var um svör en Petriano sagðist hafa sent tölvupóst til flugfélagsins á 2-3 daga fresti. Eftir 50 daga án svars hafði hann samband við NBC Bay Area í von um aðstoð. Sjónvarpsstöðin hafði samband við WOW Air til þess að fá einhverjar skýringar á því hvað hafi farið úrskeiðis og hvort að flugfélagið ætlaði sér að bæta Petriano tapið á töskunni. Í svari WOW Air við fyrirspurn fréttastofunnar kemur fram að varahluturinn sem sendur var til Petriano hafi af einhverjum ástæðum fengið sama sendingarnúmer og taskan sem átti að senda til Petriano. Taskan hefur verið lýst formlega týnd og mun flugfélagið greiða Petriano 1.531 dollara, um 150 þúsund krónur, í skaðabætur fyrir að hafa týnt töskunni, samkvæmt alþjóðasamningum. Alls tók það Wow Air meira en 90 daga að greiða skaðabæturnar. Segir talsmaður WOW Air að töf hafi orðið á greiðslunni vegna þess að flugfélagið hafi reynt, án teljandi árangurs, að fá upplýsingar um málið frá FedEX sem og þeim sem sjá um mál flugfélagsins á Newark-flugvelli. Sjá má frétt NBC Bay Area um málið, hér að neðan. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
WOW Air hefur samþykkt að greiða bandarískum ferðamanni rúmlega 1.500 dollara í skaðabætur eftir að flugfélagið týndi ferðatösku hans í tvígang. Maðurinn fékk sendan varahlut úr Toytota-bíl í staðinn fyrir töskuna. Töluverðan tíma tók að greiða úr málinu. Bandaríkjamaðurinn Mike Petriano ferðaðist fyrr á árinu til Evrópu frá heimaborg hans San Francisco. Leið hans lá meðal annars til Íslands og á heimleið til Bandaríkjanna flaug hann með WOW Air frá Íslandi til Newark-flugvallar í New York. Þegar þangað var komið kom í ljós að ferðataskan hans var týnd. Petriano fyllti út skýrslu og beið svars frá flugfélaginu. Aðeins fimm dögum seinna hafði WOW Air samband við hann með þeim upplýsingum að taskan væri komin í leitirnar, hún yrði send til hans með póstþjónustu FedEx.Fékk risakassa í stað töskunnar Í samtali við NBC Bay Area, sem fjallaði um málið, segir Petriano að hann hafi verið gríðarlega ánægður með þessar fregnir og beið hann eftir því að taskan kæmi í hús. Honum brá hins vegar í brún þegar ílangur kassi var sendur heim til hans. „Þetta er um tveggja metra langur kassi, stærri en ég sjálfur,“ sagði Petriano í samtali við NBC Bay Area. „Það er ekki möguleiki á því að þetta geti verið taskan mín.“Kassinn sem Petriano fékk í stað töskunnar.Vísir/SkjáskotÁ kassanum var merkimiði sem gaf til kynna að sendingin hafði komið frá Newark-flugvelli. Í ljós kom að þetta var ekki taskan hans, heldur varahlutur frá Toyota.Sendi flugfélaginu póst á 2-3 daga fresti án viðbragða Petriano hafði samband við WOW Air á nýjan leik en þá kom í ljós að taskan hafði týnst á nýjan leik. Hann skilaði varahlutnum og hélt áfram að spyrja WOW Air hvað hafi orðið um töskuna. Fátt var um svör en Petriano sagðist hafa sent tölvupóst til flugfélagsins á 2-3 daga fresti. Eftir 50 daga án svars hafði hann samband við NBC Bay Area í von um aðstoð. Sjónvarpsstöðin hafði samband við WOW Air til þess að fá einhverjar skýringar á því hvað hafi farið úrskeiðis og hvort að flugfélagið ætlaði sér að bæta Petriano tapið á töskunni. Í svari WOW Air við fyrirspurn fréttastofunnar kemur fram að varahluturinn sem sendur var til Petriano hafi af einhverjum ástæðum fengið sama sendingarnúmer og taskan sem átti að senda til Petriano. Taskan hefur verið lýst formlega týnd og mun flugfélagið greiða Petriano 1.531 dollara, um 150 þúsund krónur, í skaðabætur fyrir að hafa týnt töskunni, samkvæmt alþjóðasamningum. Alls tók það Wow Air meira en 90 daga að greiða skaðabæturnar. Segir talsmaður WOW Air að töf hafi orðið á greiðslunni vegna þess að flugfélagið hafi reynt, án teljandi árangurs, að fá upplýsingar um málið frá FedEX sem og þeim sem sjá um mál flugfélagsins á Newark-flugvelli. Sjá má frétt NBC Bay Area um málið, hér að neðan.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent