Almar látinn fara sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Hörður Ægisson skrifar 30. maí 2017 15:24 Almar hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins frá árinu 2014. Stjórn Samtaka iðnaðarins (SI) hefur ákveðið að segja Almari Guðmundssyni, sem hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins síðastliðin þrjú ár, upp störfum hjá samtökunum. Var Almari tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnar SI fyrr í dag, samkvæmt heimildum Vísis. Almar lætur af störfum frá og með deginum í dag og mun Jón Bjarni Gunnarsson gegna starfi framkvæmdastjóra tímabundið. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðurál og stjórnarmaður í SI, sagðist í samtali við Vísi ekkert geta tjáð sig um málið og vísaði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann stjórnar samtakanna. Ekki hefur náðst í Guðrúnu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Almar, sem er hagfræðingur og með MBA-gráðu frá London Business School, var ráðinn framkvæmdastjóri SI í ágúst 2014. Hann tók við starfinu af Kristúnu Heimisdóttur sem var sagt upp störfum eftir að hafa verið framkvæmdastjóri samtakanna í aðeins átta mánuði. Almar hafði áður verið framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda á árunum 2009 til 2014.Uppfært klukkan 17:01Í tilkynningu frá SI segist stjórnin harma það að fréttir af ákvörðuninni hafi birst í fjölmiðlum áður en formleg tilkynning um hana var send út frá samtökunum.Haft er eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttur í tilkynnningunni: „Stjórn Samtaka iðnaðarins vill færa Almari Guðmundssyni kærar þakkir fyrir störf hans fyrir samtökin sem hann hefur gegnt af trúmennsku og dugnaði. Almar hefur tekið þátt í miklu umbreytingarstarfi hjá samtökunum og gegnt lykilhlutverki í að auka slagkraft þeirra og sýnileika. Stjórnin mat það hins vegar sem svo að þetta væri rétti tímapunkturinn til að leita að nýjum aðila til að leiða daglegt starf samtakanna og byggja ofan á góðan árangur Almars.“ Þá þakkar stjórnin honum góð störf síðustu ár í þágu samtakanna og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Stjórn Samtaka iðnaðarins (SI) hefur ákveðið að segja Almari Guðmundssyni, sem hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins síðastliðin þrjú ár, upp störfum hjá samtökunum. Var Almari tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnar SI fyrr í dag, samkvæmt heimildum Vísis. Almar lætur af störfum frá og með deginum í dag og mun Jón Bjarni Gunnarsson gegna starfi framkvæmdastjóra tímabundið. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðurál og stjórnarmaður í SI, sagðist í samtali við Vísi ekkert geta tjáð sig um málið og vísaði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann stjórnar samtakanna. Ekki hefur náðst í Guðrúnu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Almar, sem er hagfræðingur og með MBA-gráðu frá London Business School, var ráðinn framkvæmdastjóri SI í ágúst 2014. Hann tók við starfinu af Kristúnu Heimisdóttur sem var sagt upp störfum eftir að hafa verið framkvæmdastjóri samtakanna í aðeins átta mánuði. Almar hafði áður verið framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda á árunum 2009 til 2014.Uppfært klukkan 17:01Í tilkynningu frá SI segist stjórnin harma það að fréttir af ákvörðuninni hafi birst í fjölmiðlum áður en formleg tilkynning um hana var send út frá samtökunum.Haft er eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttur í tilkynnningunni: „Stjórn Samtaka iðnaðarins vill færa Almari Guðmundssyni kærar þakkir fyrir störf hans fyrir samtökin sem hann hefur gegnt af trúmennsku og dugnaði. Almar hefur tekið þátt í miklu umbreytingarstarfi hjá samtökunum og gegnt lykilhlutverki í að auka slagkraft þeirra og sýnileika. Stjórnin mat það hins vegar sem svo að þetta væri rétti tímapunkturinn til að leita að nýjum aðila til að leiða daglegt starf samtakanna og byggja ofan á góðan árangur Almars.“ Þá þakkar stjórnin honum góð störf síðustu ár í þágu samtakanna og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur