Almar látinn fara sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Hörður Ægisson skrifar 30. maí 2017 15:24 Almar hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins frá árinu 2014. Stjórn Samtaka iðnaðarins (SI) hefur ákveðið að segja Almari Guðmundssyni, sem hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins síðastliðin þrjú ár, upp störfum hjá samtökunum. Var Almari tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnar SI fyrr í dag, samkvæmt heimildum Vísis. Almar lætur af störfum frá og með deginum í dag og mun Jón Bjarni Gunnarsson gegna starfi framkvæmdastjóra tímabundið. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðurál og stjórnarmaður í SI, sagðist í samtali við Vísi ekkert geta tjáð sig um málið og vísaði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann stjórnar samtakanna. Ekki hefur náðst í Guðrúnu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Almar, sem er hagfræðingur og með MBA-gráðu frá London Business School, var ráðinn framkvæmdastjóri SI í ágúst 2014. Hann tók við starfinu af Kristúnu Heimisdóttur sem var sagt upp störfum eftir að hafa verið framkvæmdastjóri samtakanna í aðeins átta mánuði. Almar hafði áður verið framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda á árunum 2009 til 2014.Uppfært klukkan 17:01Í tilkynningu frá SI segist stjórnin harma það að fréttir af ákvörðuninni hafi birst í fjölmiðlum áður en formleg tilkynning um hana var send út frá samtökunum.Haft er eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttur í tilkynnningunni: „Stjórn Samtaka iðnaðarins vill færa Almari Guðmundssyni kærar þakkir fyrir störf hans fyrir samtökin sem hann hefur gegnt af trúmennsku og dugnaði. Almar hefur tekið þátt í miklu umbreytingarstarfi hjá samtökunum og gegnt lykilhlutverki í að auka slagkraft þeirra og sýnileika. Stjórnin mat það hins vegar sem svo að þetta væri rétti tímapunkturinn til að leita að nýjum aðila til að leiða daglegt starf samtakanna og byggja ofan á góðan árangur Almars.“ Þá þakkar stjórnin honum góð störf síðustu ár í þágu samtakanna og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Sjá meira
Stjórn Samtaka iðnaðarins (SI) hefur ákveðið að segja Almari Guðmundssyni, sem hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins síðastliðin þrjú ár, upp störfum hjá samtökunum. Var Almari tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnar SI fyrr í dag, samkvæmt heimildum Vísis. Almar lætur af störfum frá og með deginum í dag og mun Jón Bjarni Gunnarsson gegna starfi framkvæmdastjóra tímabundið. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðurál og stjórnarmaður í SI, sagðist í samtali við Vísi ekkert geta tjáð sig um málið og vísaði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann stjórnar samtakanna. Ekki hefur náðst í Guðrúnu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Almar, sem er hagfræðingur og með MBA-gráðu frá London Business School, var ráðinn framkvæmdastjóri SI í ágúst 2014. Hann tók við starfinu af Kristúnu Heimisdóttur sem var sagt upp störfum eftir að hafa verið framkvæmdastjóri samtakanna í aðeins átta mánuði. Almar hafði áður verið framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda á árunum 2009 til 2014.Uppfært klukkan 17:01Í tilkynningu frá SI segist stjórnin harma það að fréttir af ákvörðuninni hafi birst í fjölmiðlum áður en formleg tilkynning um hana var send út frá samtökunum.Haft er eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttur í tilkynnningunni: „Stjórn Samtaka iðnaðarins vill færa Almari Guðmundssyni kærar þakkir fyrir störf hans fyrir samtökin sem hann hefur gegnt af trúmennsku og dugnaði. Almar hefur tekið þátt í miklu umbreytingarstarfi hjá samtökunum og gegnt lykilhlutverki í að auka slagkraft þeirra og sýnileika. Stjórnin mat það hins vegar sem svo að þetta væri rétti tímapunkturinn til að leita að nýjum aðila til að leiða daglegt starf samtakanna og byggja ofan á góðan árangur Almars.“ Þá þakkar stjórnin honum góð störf síðustu ár í þágu samtakanna og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Sjá meira