Happ vill lögbann á vörumerki Emmessíss Haraldur Guðmundsson skrifar 20. maí 2017 07:00 Happís hét áður Toppís en Emmessís breytti nafninu að kröfu Kjöríss. vísir/gva Eigendur veitingastaðarins Happs undirbúa lögbannskröfu fyrir Sýslumanninum í Reykjavík á notkun Emmessíss á vörumerkinu Happís. Framkvæmdastjóri ísframleiðandans segir fyrirtækið ætla að láta reyna á einkaleyfi þess á vörumerkinu. „Við áttum í upphafi vinsamlegan fund með þeim en málið er komið í hnút. Aðalástæðan er sú að við erum búin að byggja upp í tíu ár fyrirtæki sem heitir Happ sem stendur fyrir hollustu og það er afar skaðlegt fyrir okkur að nafnið sé bendlað við vöru sem inniheldur viðbættan sykur og sælgæti,“ segir Unnur Pálsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Happs.Unnur Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Happ.Emmessís kynnti Happís í byrjun apríl en varan hét áður Toppís og kom fyrst á markað í nóvember. Nafninu var breytt eftir að Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði lögbann á notkun Emmessíss á vörumerkinu Toppís að beiðni Kjöríss í Hveragerði. Líkt og kom fram í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, á miðvikudag hafa eigendur Kjöríss stefnt Emmessís fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna málsins. „Niðurstaðan hjá okkur eftir langa leit að öðru nafni var Happís og hugsunin að baki er að fólk sé að gera sér glaðan dag. Strax kemur upp sú ábending að það sé til veitingastaður sem heitir Happ sem einnig er með vörur í verslunum. Við fórum þá til okkar lögfræðinga og þá kom í ljós að enginn var með nafnið Happís skráð hjá Einkaleyfastofu en þetta var í desember,“ segir Ragnar Birgisson, framkvæmdastjóri Emmessíss. „Í kjölfarið sóttum við um einkaleyfi á Happís og fengum það. Við höfum nú tvo valkosti eða að hætta með nafnið í annað skiptið og byrja upp á nýtt með öllu sem því tilheyrir. Eða við getum treyst því að einkaleyfið sem við höfum sé í gildi og á það ætlum við að láta reyna,“ segir Ragnar. Að sögn Ragnars ákvað Emmessís að hefja sölu á Happís áður en andmælaréttur hjá Einkaleyfastofu var liðinn. Ástæðan var sú að fyrirtækið vildi koma vörunni í sölu fyrir páska. „Við erum búin að skila inn mótmælum til Einkaleyfastofu. Við erum ekki með einkaleyfi á orðinu Happís en framleiðum vörur sem heita meðal annars Happsósa, Happsalat og Happbrauð. Við erum núna að leita til okkar samstarfsaðila um að þeir standi með okkur og selji ekki okkar vöru við hliðina á Happís svo viðskiptavinir okkar ruglist ekki í ríminu,“ segir Unnur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kjörís og Emmessís takast á fyrir dómi Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði lögbann á notkun Emmessíss á vörumerkinu Toppís. Stjórnendur Emmessíss breyttu nafninu, hafa gagnstefnt Kjörís í Hveragerði og vilja bætur. Verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. 17. maí 2017 08:00 Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Eigendur veitingastaðarins Happs undirbúa lögbannskröfu fyrir Sýslumanninum í Reykjavík á notkun Emmessíss á vörumerkinu Happís. Framkvæmdastjóri ísframleiðandans segir fyrirtækið ætla að láta reyna á einkaleyfi þess á vörumerkinu. „Við áttum í upphafi vinsamlegan fund með þeim en málið er komið í hnút. Aðalástæðan er sú að við erum búin að byggja upp í tíu ár fyrirtæki sem heitir Happ sem stendur fyrir hollustu og það er afar skaðlegt fyrir okkur að nafnið sé bendlað við vöru sem inniheldur viðbættan sykur og sælgæti,“ segir Unnur Pálsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Happs.Unnur Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Happ.Emmessís kynnti Happís í byrjun apríl en varan hét áður Toppís og kom fyrst á markað í nóvember. Nafninu var breytt eftir að Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði lögbann á notkun Emmessíss á vörumerkinu Toppís að beiðni Kjöríss í Hveragerði. Líkt og kom fram í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, á miðvikudag hafa eigendur Kjöríss stefnt Emmessís fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna málsins. „Niðurstaðan hjá okkur eftir langa leit að öðru nafni var Happís og hugsunin að baki er að fólk sé að gera sér glaðan dag. Strax kemur upp sú ábending að það sé til veitingastaður sem heitir Happ sem einnig er með vörur í verslunum. Við fórum þá til okkar lögfræðinga og þá kom í ljós að enginn var með nafnið Happís skráð hjá Einkaleyfastofu en þetta var í desember,“ segir Ragnar Birgisson, framkvæmdastjóri Emmessíss. „Í kjölfarið sóttum við um einkaleyfi á Happís og fengum það. Við höfum nú tvo valkosti eða að hætta með nafnið í annað skiptið og byrja upp á nýtt með öllu sem því tilheyrir. Eða við getum treyst því að einkaleyfið sem við höfum sé í gildi og á það ætlum við að láta reyna,“ segir Ragnar. Að sögn Ragnars ákvað Emmessís að hefja sölu á Happís áður en andmælaréttur hjá Einkaleyfastofu var liðinn. Ástæðan var sú að fyrirtækið vildi koma vörunni í sölu fyrir páska. „Við erum búin að skila inn mótmælum til Einkaleyfastofu. Við erum ekki með einkaleyfi á orðinu Happís en framleiðum vörur sem heita meðal annars Happsósa, Happsalat og Happbrauð. Við erum núna að leita til okkar samstarfsaðila um að þeir standi með okkur og selji ekki okkar vöru við hliðina á Happís svo viðskiptavinir okkar ruglist ekki í ríminu,“ segir Unnur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kjörís og Emmessís takast á fyrir dómi Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði lögbann á notkun Emmessíss á vörumerkinu Toppís. Stjórnendur Emmessíss breyttu nafninu, hafa gagnstefnt Kjörís í Hveragerði og vilja bætur. Verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. 17. maí 2017 08:00 Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Kjörís og Emmessís takast á fyrir dómi Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði lögbann á notkun Emmessíss á vörumerkinu Toppís. Stjórnendur Emmessíss breyttu nafninu, hafa gagnstefnt Kjörís í Hveragerði og vilja bætur. Verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. 17. maí 2017 08:00